Körfubolti

„Fólk er að missa sig af spennu“

Það ríkir mikil eftirvænting fyrir kvöldinu í Reykjanesbæ en þá byrjar undanúrslitaeinvígi Keflavíkur og Njarðvíkur í Subway-deild kvenna í körfubolta. Þarna mæta nýkrýndir deildarmeistarar ríkjandi Íslandsmeisturum.

Körfubolti

Mar­tröð Luka og Kyri­e heldur á­fram | Peli­cans á upp­leið

Aðeins tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Báðir gætu þó haft gríðarleg áhrif á hvernig umspilið og úrslitakeppnin í Vesturdeildinni lítur út þegar deildarkeppninni lýkur. Miami Heat vann sjö stiga sigur á Dallas Mavericks, 129-122. Þá vann New Orleans Pelicans átta stiga sigur á Los Angeles Clippers, 122-114.

Körfubolti

„Sögðumst ætla að ná topp fjórum og enduðum í þriðja sætinu“

„Ég upplifi þetta eins og við séum á kosningavöku, þar sem einhverjar tölur eru að fara að detta inn.“ Sagði Máté Dalmay, þjálfari Hauka, þegar hann mætti í viðtal eftir flottan sigur sinna manna gegn Breiðablik nú í kvöld. Lokamínútan í grannaslag Keflavíkur og Njarðvíkur var í gangi en sigur Njarðvíkur tryggði Haukum þriðja sætið í deildinni.

Körfubolti

Finnst þetta vera van­metinn titill

Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari liðs Keflavíkur í Subway-deild kvenna í körfuknattleik, virtist nokkuð sáttur eftir sigur síns liðs á Fjölni, 90-64, í lokaumferð deildarinnar fyrr í kvöld, þegar hann ræddi við fréttamann Vísis.

Körfubolti

Rúnar um undan­úr­slitin: „Það verður stríð um Reykja­nes­bæ sem enginn má missa af“

„Tilfinningin er rosalega góð,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir magnaðan sigur gegn Val í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Lokaumferðin fór fram og sigur Njarðvíkur, sá 7. í röð, sendi Val niður í 3. sætið. Íslandsmeistarar Njarðvíkur koma þar á eftir og eru á leið í úrslitakeppni Subway-deildarinnar ásamt Keflavík, Haukum og Val.

Körfubolti

Um­fjöllun og við­töl: Kefla­­vík - Fjölnir 90 - 64 | Inn­sigluðu deildar­meistara­titilinn með þægi­legum sigri

Keflavík og Fjölnir mættust í lokaumferð Subway deildar kvenna í körfubolta fyrr í kvöld á heimavelli fyrrnefnda liðsins í Blue-höllinni. Eftir jafnan fyrri hálfleik stigu heimakonur á bensíngjöfina í seinni hálfleik og unnu nokkuð þægilegan sigur 90-64. Keflvíkingar enduðu í efsta sæti deildarinnar og fengu afhentan deildarmeistarabikarinn eftir leik.

Körfubolti