Sport

Rashford líka skilinn eftir heima

Marcus Rashford verður ekki með enska landsliðinu á Evrópumótinu í fótbolta í Þýskalandi í sumar. Enskir fjölmiðlar segja frá því að Gareth Southgate ætli að skilja sóknarmanninn eftir heima.

Enski boltinn

Wembanyama fylgir í fót­spor goð­sagna

Victor Wembanyama og Chet Holmgren hlutu einróma kosningu í úrvalslið nýliða í NBA deildinni. Wembanyama er á góðri leið með að leika eftir árangur sem aðeins tveir menn í sögu NBA hafa náð. 

Körfubolti

Hunda­hvíslarinn sem bræddi hjörtu Kansasbúa

Derrick Nnadi er ekki það nafn sem ber fyrst á góma þegar farið er yfir leikmenn meistaraliðs Kansas City Chiefs í NFL-deildinni. Þessi sterkbyggði varnarmaður leynir á sér og hefur gert góða hluti utan vallar undanfarin ár.

Sport

Völdu Albert í lið ársins

Fjölmiðillinn IFTV, Italian Football, TV, hefur valið landsliðsmanninn Albert Guðmundsson í lið ársins í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu.

Fótbolti

„Spilum eins og það sé enginn morgun­dagur“

Daniel Mortensen setti niður þriggja stiga skot þegar 21 sekúnda var eftir af leik Grindavíkur og Vals í úrslitum Subway-deildar karla. Staðan þá var jöfn 89-89 en karfan frá Mortensen svo gott sem tryggði sigur Grindavíkur sem hefur nú jafnað metin í einvíginu. Daninn var því eðlilega kampakátur þegar hann mætti í viðtal eftir leik.

Körfubolti

Tuchel daðrar við Man United og Chelsea

Þýski knattspyrnustjórinn Thomas Tuchel virðist hafa mikinn áhuga á að snúa aftur til Englands en hann stýrði Chelsea frá janúar 2021 til síðla árs 2022. Hann er nú orðaður við Manchester United sem og Chelsea á nýjan leik.

Enski boltinn

Upp­gjör, við­töl og myndir: Grinda­vík-Valur 93-89 | Gulir jöfnuðu metin

Grindavík jafnaði metin í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í körfubolta þökk sé ótrúlegum fjórða leikhluta gegn Val. Framan af leik stefndi allt í að Valur væri að komast 2-0 yfir í einvíginu en gulklæddir Grindvíkingar voru ekki á þeim buxunum. Staðan í einvíginu því jöfn 1-1 fyrir næsta leik liðanna sem fram fer á Hlíðarenda á föstudag.

Körfubolti