Sport

Brady hleður Brock lofi

Brock Purdy, leikstjórnandi San Francisco 49ers í NFL-deildinni, er á bleiku skýi þessa dagana. Lið hans hefur unnið fimm fyrstu leiki sína á leiktíðinni og er honum líkt við goðsögnina Tom Brady. Sá síðarnefndi hefur mikið álit á Purdy.

Sport

„Hann verður ekki reiður út í mig, við erum vinir“

Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag fyrir leik liðsins gegn Lúxemborg á Laugardalsvelli á morgun í undankeppni EM 2024. Þar var hann spurður út í samkomulag við fyrrum aðstoðarmann sinn, Jon Dahl Tomasson.

Fótbolti

Rússar útilokaðir úr Ólympíuhreyfingunni

Alþjóðaólympíunefndin, IOC, hefur leyst upp starfsemi Ólympíunefndar Rússa og útilokað úr hreyfingunni. Tilkynnt var um þessa ákvörðun eftir fund framkvæmdaráðs nefndarinnar í dag.

Sport

Gunnar í­hugar fram­tíð sína hjá UFC sem slítur sam­starfi sínu við USADA

Ó­víst er hvað ís­lenski UFC bar­daga­kappinn Gunnar Nel­son mun gera ef fyrir­huguð enda­lok á sam­starfi UFC við banda­ríska lyfja­eftir­litið raun­gerast. Þetta segir Haraldur Nel­son, faðir hans og um­boðs­maður en mikil ó­vissa er uppi varðandi það hvernig og yfir höfuð hvort UFC muni halda á­fram að láta lyfja­prófa sína bar­daga­menn frá og með 1. janúar á næsta ári.

Sport

Rúnar Alex ekki misst trúna úti þrátt fyrir krefjandi tíma

Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður í fótbolta, segir stefnu liðsins vera að sækja sex stig úr komandi tveimur heimaleikjum liðsins í undankeppni EM 2024. Rúnar Alex kemur inn í verkefnið með fáar mínútur á bakinu á yfirstandandi tímabili hjá sínu félagsliði, Cardiff City. 

Fótbolti

Að­dá­endur geta ekki beðið í ljósi nýjustu stór­frétta frá UFC

Það mætti með sanni segja að síðustu tveir sólarhringar hafi verið ansi viðburðaríkir hjá UFC sem hefur með skömmu millibili þurft að gera ansi drastískar breytingar á einu af, ef ekki stærsta bardagakvöldi ársins. Þær breytingar sem hafa þó verið gerðar á tveimur af aðalbardögum kvöldsins eru að falla ansi vel í kramið. 

Sport

Andri Lucas þver­tekur fyrir meint rifrildi

Andri Lucas Guðjohnsen er mættur aftur í íslenska A-landsliðið í fótbolta, verðskuldað, eftir að hafa slegið í gegn með danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby upp á síðkastið. Andri Lucas segir það gefa liðinu mikið að hafa Gylfa Þór og Aron Einar í hópnum og þá þvertekur hann fyrir sögusagnir sem birtust í dönskum miðlum þess efnis að hann stæði í stappi við þjálfara IFK Norrköping. 

Fótbolti

Dagskráin í dag: Subway deildin, landsleikir og CS:GO

Það er að venju sneisafull dagskrá á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone í dag. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi en meðal þess sem er á dagskrá eru beinar útsendingar úr Subway deild karla, NHL íshokkídeildinni, undankeppni EM og Ljósleiðaradeildinni. 

Sport

Andros Townsend skrifar undir hjá Luton

Enska úrvalsdeildarliðið Luton Town hefur gengið frá skammtímasamningi við fyrrum enska landsliðsmanninn Andros Townsend. Leikmaðurinn hefur verið án félags síðan samningur hans við Everton rann út í sumar. 

Enski boltinn