Viðskipti

Jeff Bezos meðal þeirra sem skyldaði stjórnendur til að lesa bókina um árangursríka stjórnandann

„Ég viðurkenni alveg að ég hafði smá áhyggjur af því fyrst þegar að ég renndi yfir bókina með þýðingu á henni í huga, hvort hún myndi standast tímans tönn. Hið áhugaverða er að hún svo sannarlega gerir það og í raun er margt sem Drucker talar um í bókinni sem á einmitt sérstaklega vel við nú,“ segir Kári Finnsson, markaðsstjóri og hagfræðingur um bókina Árangursríki stjórnandinn sem nú er komin út.

Atvinnulíf

„Við erum ekki komin á markað til að stela einhverjum bílstjórum“

Hopp leigubílar hófu formlega innreið sína á markaðinn í vikunni en stóra prófraunin var um helgina enda mesta álagið í tengslum við skemmtanalífið um helgar. Framkvæmdastjórinn segir helgina hafa gengið vel þrátt fyrir að hafa alls ekki náð að anna eftirspurn. Um 66% þeirra sem reyndu að panta sér far um helgina fengu ekki ferðina sína.

Viðskipti innlent

Best að líta á sparnaðar­reikninga eins og bland í poka

Lektor í við­skipta­fræði við Há­skóla Ís­lands segir erfitt að svara því hvort best sé að velja sér ó­verð­tryggða eða verð­tryggða sparnaðar­reikninga á þeim verð­bólgu­tímum sem nú eru uppi. Hann segir best að vera með eins fjöl­breytta sparnaðar­reikninga og hægt er, líkt og um bland í poka væri að ræða.

Viðskipti innlent

Ís í brauð­formi búinn að rjúfa þúsund króna múrinn

Stór ís í brauð­formi með súkku­laði­dýfu og lakkrískurli hefur rofið þúsund króna múrinn víða í ís­búðum á höfuð­borgar­svæðinu á meðan stór bragða­refur kostar sum staðar meira en tvö þúsund krónur. Vísir gerði ó­form­lega verð­könnun meðal nokkurra ís­búða en þar er skammt stórra högga á milli, ísinn hefur hækkað í verði eins og flestar vörur landsins.

Neytendur

Spyr hvort Hreyfli sé heimilt að meina bíl­stjórum að skrá sig hjá Hopp

Fram­kvæmda­stjóri Hopp leigubíla segist ekki rang­túlka lög um leigu­bíla líkt og fram­kvæmda­stjóri Hreyfils hefur haldið fram. Stöðva­skylda sem fram­kvæmda­stjórinn vísi til hafi breyst og nú megi leigu­bíl­stjórar vera skráðir á fleiri en einni stöð og vera sjálf­stætt starfandi. Hún spyr sig hvort Hreyfill megi í raun meina bíl­stjórum sínum að skrá sig hjá Hopp.

Viðskipti innlent

Kaupa hlut Hannesar í Lind fast­eigna­sölu

Stærstu hlut­hafar fast­eigna­sölunnar RE/Max, þeir Gunnar Sverrir Harðar­son og Þórarinn Arnar Sæ­vars­son undir for­merkjum fjár­festingar­fé­lagsins IREF, hafa keypt hlut Hannesar Stein­dórs­sonar í fast­eigna­sölunni Lind.

Viðskipti innlent