Viðskipti

Ætti ég að skipta um vinnu?

Það er einmitt á þessum tíma árs sem við horfum svolítið inn á við með hvað okkur langar að gera. Sumir velta til dæmis fyrir sér hvort nú sé tíminn til að skipta um starf?

Atvinnulíf

„Nýlega sett mér það markmið að vera meiri pæja“

Þóranna Kristín Jónsdóttir, var ráðinn leiðtogi markaðsmála hjá BYKO í nóvember síðastliðnum en hún setti sér nýlega það markmið að vera meiri pæja. Þóranna er líka að æfa sig í að vera aðeins rólegri en í skipulagi er hún algjörlega „lista-sjúk.“

Atvinnulíf

Leita til Hæsta­réttar og starfa á­fram í greiðslu­skjóli

Allrahanda GL, sem rekur ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line, hyggst leggja fram beiðni um kæruleyfi til Hæstaréttar eftir að Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að hafna staðfestingu nauðasamnings félagsins. Á meðan á því ferli stendur frestast rétttaráhrif úrskurðar Landsréttar og heldur Allrahanda GL því áfram rekstri í greiðsluskjóli.

Viðskipti innlent

Keyptu Reykjavík Makeup School

Förðunarfræðingarnir Ingunn Sigurðardóttir og Heiður Ósk Eggertsdóttir hafa tekið yfir rekstur Reykjavík Makeup School að fullu en þær komu upphaflega inn í rekstur hans sem meðeigendur 2020.

Viðskipti innlent

Face­book og Goog­le sektuð um 210 milljónir evra

Frakkar hafa sektað fyrirtækin Google og Facebook um 210 milljónir evra, eða rúma þrjátíu milljarða íslenskra króna, fyrir að hafa gert notendum erfiðara fyrir að hafna svokölluðum vefkökum. Þar með hafi fyrirtækin lagt stein í götu þeirra notenda, sem ekki vilja að fyrirtækin geti skoðað „net-vafur“ þeirra.

Viðskipti erlent

Rússneskur risi kaupir meirihluta í Vélfagi

Rússneska sjávarútvegsfyrirtækið Norebo hefur keypt meirihluta í Vélfagi ehf. Akureyringurinn Finnbogi Baldvinsson, sem rekur ráðgjafafyrirtæki í Þýskalandi, hafði milligöngu um kaupin og sest í stjórn Vélfags fyrir hönd stofnendanna, hjónanna Bjarma Sigurgarðarssonar og Ólafar Ýrar Lárusdóttur. Þau eiga eftir viðskiptin 45,5% í félaginu.

Viðskipti innlent