Innlent

Þóttum ótraust og kröfuhörð þjóð

Bandaríkjastjórn vildi taka til athugunar að segja upp varnarsamningnum við Ísland og draga herlið sitt frá landinu í þorskastríðinu 1975 til 1976. Var það mat embættismanna í Washington að Íslendingar væru svo ótraustir og kröfuharðir bandamenn að vera kynni að Bandaríkin sættu sig ekki við fórnarkostnaðinn sem því fylgdi að halda þeim góðum. Því væri illskárra að hverfa á braut, jafnvel þótt herðanaðrmikilvægi landsins á kaldastríðsárunum væri ótvírætt. Þetta kemur fram í gögnum á skjalasafni Geralds Fords Bandaríkjaforseta sem gerða hafa verið opinber. Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur hefur rannsakað skjalasafnið og fjallar um efnið í opnum fyrirlestri Sagnfræðingafélagsins í hádeginu í Norræna húsinu í dag. Meðal þess sem í gögnunum sést er að í maí árið 1976 lét Gerald Ford rannsaka hvort Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið gætu haldið uppi vörnum og eftirliti á Norður-Atlantshafi án liðveislu Íslendinga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×