Innlent

9 ráðherrar á Norðurlandaráðsþing

Búast má við að Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra verði starfandi forsætisráðherra öðru sinni í næstu viku vegna þátttöku Halldórs Ásgrímssonar og átta annarra ráðherra í þingi Norðurlandaráðs í næstu viku frá 1. til 3. nóvember. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra fer ekki á þingið í Stokkhólmi en ekki er búist við að hann leysi Halldór af hólmi vegna veikinda. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra er heldur ekki skráður til þátttöku á þinginu og má því búast við að mikið mæði á honum og Guðna Ágústssyni því þeir munu skipta með sér öllum ráðherraembættunum eftir flokkslínum. Ísland tekur við forystu í norrænu samstarfi næsta árið á þinginu. Rannveig Guðmundsdótir, þingmaður Samfylkingarinnar tekur við formennsku í Norðurlandaráði á þinginu. Búast má við að þingstörf riðlist, því auk 9 ráðherra, sitja 7 þingmenn úr Íslandsdeild Norðurlandráðs þingið, einn þingmaður úr Vestnorræna ráðinu, að ógleymdum starfsmönnum þingsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×