Innlent

Mannrán í Kabúl veldur uppnámi

Öllum erlendum hjálparstarfsmönnum hefur verið skipað að halda sig innandyra eftir að þremur erlendum kosningastarfsmönnum á vegum Sameinuðu þjóðanna var rænt á götu úti í Kabúl í gær. Helen Ólafsdóttir, sem stödd er í Kabúl þar sem unnusti hennar starfar við hjálparstarf segir að innst inni voni menn að hér sé verið að krefjast lausnargjalds."Ef þetta er af pólitískum toga og allt fer á versta veg gæti svo farið að hjálparsamtök dragi sig frá Afganistan." Helen segir að fyrir örfáum dögum hafi hún getað gengið óhullt um götur og torg höfuðborgarinnar að því tilskildu að hún virti að einhverju leyti hefðir heimamanna um klæðaburð kvenna. "Mér fannst ég vera sæmilega örugg. Nú eru allir útlendingar lokaðir inni á skrifstofum og heimilum." Þess er svo skemmst að minnast að þrír, þar á meðal tilræðismaður létust í sprengjutilræði sem virtist beint að vopnuðum íslenskum friðargæsluliðum síðastliðinn laugardag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×