Ísland í hlutverki áheyrnarfulltrú 31. október 2004 00:01 Forsætisráðherra Íslands og Noregs voru tveir einir boðaðir seinna til fundar þegar starfsbræður þeirra frá Norðurlöndunum þremur sem eiga aðild að Evrópusambandinu sátu fund ásamt forsætisráðherrum Eystrasaltsríkjanna í Stokkhólmi í gær. Fundurinn var haldinn í tengslum við Norðurlandaráðsþing sem hefst í dag. Halldór Ásgrímsson segir að sér og Kjell Magne Bondevik hafi verið skýrt frá viðræðum hinna á hálftíma fundi eftir fund hinna sex, en síðan verði forsætisráðherrafundur Norðurlandanna fimm í dag. "Ég met mikils að hafa þennan möguleika á að fylgjast með en ég myndi kjósa að þetta væri á annan veg og við sætum allan fundinn." Halldór segir að samstarfið við Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin innan Evrópusambandsins hafi nýst Íslandi vel, til dæmis í fiskimjölsmálinu. Hann sagði að strax á næstu vikum reyndi enn á þessa "hauka í horni" innan ESB þegar stækkun EES kæmist aftur á dagskrá þegar samningum við Búlgaríu og Rúmeníu um aðild að sambandinu lyki á næstu vikum. Ísland skilar af sér formennsku í norrænu ráðherranefndinni á fundi Norðurlandaráðs í dag og mun Halldór Ásgrímsson skýra frá árangri íslensku formennskunnar í ræðu sinni í dag. "Það hefur orðið talsverð framþróun í að ryðja úr vegi hindrunum í samskiptum borgara innan Norðurlandanna en þar hefur Poul Schlüter, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, tekið að sér sérstakt verkefni. Við höfum líka náð að styrkja samstarf Vestur-Norðurlanda. Þá hefur verið lagt í vinnu á sviði lýðræðisþróunar sem ég tel mjög gagnlega." Þing Norðurlandaráðs hefst í dag og lýkur á miðvikudag. Helstu mál á dagskrá þingsins eru einmitt hindranir í samskiptum innan Norðurlanda, vandi lýðræðis, sjálfbær þróun, samskipti við Eystrasaltsríki og Rússland og jafnréttismál svo eitthvað sé nefnt. Á sama tíma og Íslendingar láta af formennsku í samstarfi norrænna ráðherra, taka þeir við forystu í Norðurlandaráði og verður Rannveig Guðmundsdóttir, Samfylkingu, næsti forseti. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Erlent Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Sjá meira
Forsætisráðherra Íslands og Noregs voru tveir einir boðaðir seinna til fundar þegar starfsbræður þeirra frá Norðurlöndunum þremur sem eiga aðild að Evrópusambandinu sátu fund ásamt forsætisráðherrum Eystrasaltsríkjanna í Stokkhólmi í gær. Fundurinn var haldinn í tengslum við Norðurlandaráðsþing sem hefst í dag. Halldór Ásgrímsson segir að sér og Kjell Magne Bondevik hafi verið skýrt frá viðræðum hinna á hálftíma fundi eftir fund hinna sex, en síðan verði forsætisráðherrafundur Norðurlandanna fimm í dag. "Ég met mikils að hafa þennan möguleika á að fylgjast með en ég myndi kjósa að þetta væri á annan veg og við sætum allan fundinn." Halldór segir að samstarfið við Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin innan Evrópusambandsins hafi nýst Íslandi vel, til dæmis í fiskimjölsmálinu. Hann sagði að strax á næstu vikum reyndi enn á þessa "hauka í horni" innan ESB þegar stækkun EES kæmist aftur á dagskrá þegar samningum við Búlgaríu og Rúmeníu um aðild að sambandinu lyki á næstu vikum. Ísland skilar af sér formennsku í norrænu ráðherranefndinni á fundi Norðurlandaráðs í dag og mun Halldór Ásgrímsson skýra frá árangri íslensku formennskunnar í ræðu sinni í dag. "Það hefur orðið talsverð framþróun í að ryðja úr vegi hindrunum í samskiptum borgara innan Norðurlandanna en þar hefur Poul Schlüter, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, tekið að sér sérstakt verkefni. Við höfum líka náð að styrkja samstarf Vestur-Norðurlanda. Þá hefur verið lagt í vinnu á sviði lýðræðisþróunar sem ég tel mjög gagnlega." Þing Norðurlandaráðs hefst í dag og lýkur á miðvikudag. Helstu mál á dagskrá þingsins eru einmitt hindranir í samskiptum innan Norðurlanda, vandi lýðræðis, sjálfbær þróun, samskipti við Eystrasaltsríki og Rússland og jafnréttismál svo eitthvað sé nefnt. Á sama tíma og Íslendingar láta af formennsku í samstarfi norrænna ráðherra, taka þeir við forystu í Norðurlandaráði og verður Rannveig Guðmundsdóttir, Samfylkingu, næsti forseti.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Erlent Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Sjá meira