Innlent

Kallar ekki á endurskoðun

Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, telur koma til greina að Ríkisendurskoðun skoði styrki til stjórnmálaflokka sem fá framlög á fjárlögum en hyggst þó ekki beita sér fyrir því. Hún sér ekki ástæðu til þess að fyrirtæki hætti að styrkja stjórnmálaflokka. Valgerður gagnrýnir Svan Kristjánsson, prófessor við Háskóla Íslands, fyrir ummæli um að Olíufélagið hafi greitt laun starfsmanns hjá Framsóknarflokknum. "Mér finnst fyrir neðan allar hellur að prófessor við Háskóla Íslands breiði út gamla kjaftasögu sem enginn veit hvort er sönn eða login. Mér fannst það bara vera honum og Háskólanum til minnkunar."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×