Innlent

Forsætisráðherra heimsækir Svía

Halldór Ásgrímsson fer í sína fyrstu opinberu heimsókn sem forsætisráðherra til Svíþjóðar 25. nóvember. Með í för verður eiginkona hans Sigurjóna Sigurðardóttir. Gestgjafi forsætisráðherrahjónanna í tveggja daga heimsókninni verður Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar. Þetta er önnur ferð Halldórs til Stokkhólms frá því hann tók við embætti en hann sótti Norðurlandaráðsþing á dögunum. Fyrsti erlendi starfsbróðirinn sem hann sótti heim var Raffarin, forsætisráðherra Frakka á íslensku menningarkynningunni í París.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×