Innlent

Sænsk stofnunin skorar á alþingi

Raoul Wallenberg mannréttindastofnunin í Svíþjóð hefur lýst yfir áhyggjum yfir tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis um að hætta fjárveitingum til Mannréttindaskrifstofu Íslands. Hefur hún þess vegna sent Alþingi áskorun þar sem þingmenn eru hvattir til að endurskoða tillöguna. Telur stofnunin að það myndi draga úr sjálfstæði stofnunarinnar ef henni verður gert að sækja um styrki til utanríkisráðuneytisins og dómsmálaráðuneytisins eins og gert er ráð fyrir í tillögu fjárlaganefndar. Það myndi einnig vekja efasemdir um vilja íslenskra stjórnvalda til að tryggja eftirlit með mannréttindum í landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×