Innlent

Engin viðræðuslit

Eigendur Landsvirkjunar vísa því á bug að viðræðum um kaup ríkisins á eignarhluta borgarinnar í Landsvirkjun hafi verið slitið. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra segir "Viðræður halda áfram, þótt þetta hafi ekki gengið upp í gær." Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar staðfestir þetta og segir brotthvarf Þórólfs Árnasonar engu breyta. Valgerður Sverrisdóttir segir að borgin hafi viljað losnað við eignarhlutinn og lagt til þá lausn að greiðslur lífeyrisskuldbindinga stæðu straum af kaupverði: "Það var ekki fyrr en í gær að við heyrðum að borgin vildi hafa texta viljayfirlýsingarinnar rýmri". Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi telur það einstrengingslegt af hálfu ríkisins að vilja ekki ræða aðrar lausnir, auk þess sem ekki sé víst að lífeyrisskuldbindingarnar dugi fyrir andvirði eignarinnar. Hann bendir á að borgin ásælilst ýmsar eignir ríkisins, þar á meðal landsvæðið undir Reykjavíkurflugvelli, Keldnalandið, Mógilsá og Kollafjörð. "Þetta er alveg nýtt fyrir mér", sagði Valgerður Sverrisdóttir aðspurð um þessi atriði



Fleiri fréttir

Sjá meira


×