Innlent

Alfarið á móti sameiningu

Guðjón Hjörleifsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður sjávarútvegsnefndar, segist vera alfarið á móti því að krókaflamarkskerfið, sem oft er kallað litla kerfið, og stóra kerfið verði sameinuð. "Að mínu mati er það mikilvægt byggðamál að litla kerfið verði áfram við lýði," segir Guðjón. "Þannig er líka hægt að koma í veg fyrir að þeir stóru verði enn stærri." Aðspurður segist Guðjón vissulega hafa orðið var við það að útgerðarmenn og smábátasjómenn séu að þrýsta á um að kerfin verði sameinuð. Greinilegt sé að málið sé mikið til umræðu hjá mönnum sem lifi og hrærist í sjávarútveginum. "Ég hef verið töluvert spurður að því hvort þetta komi til greina. Ég tel að það gerið það ekki. Það er það mikil byggðaumræða inni á Alþingi að ég tel að þingmenn séu almennt sammála um að sameina þetta ekki heldur halda þessum kerfum algjörlega aðskildum."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×