Innlent

Sala stofnfjár ekki bönnuð

Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra segir að þótt löggjafinn hafi aldrei ætlað sér að leyfa að stofnbréf sparisjóða gengju kaupum og sölum á almennum markaði væru engin úrræði til að leiðrétta lögin: "Stjórnarskráin heimilar löggjafanum ekki að leiðrétta þetta. Þróuninni verður ekki snúið við," sagði hún í utandagskrárumræðum á Alþingi í gær. Málshefjandinn Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, gagnrýndi harðlega sölu stofnfjár í sparisjóðum. "Svæsnastir hafa leiðangrarnir verið til að komast að sjóðum Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis enda er þar mikið að hafa. Það er ótrúlegt upp á það horfa að þar hefur farið einna fremstur í flokki formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, háttvirtur þingmaður Pétur Blöndal," sagði hann. Aðspurð lýsti viðskiptaráðherra því yfir að hún teldi ólöglegt ef fjárfestar ætluðu að ná yfirráðum yfir tryggingasjóði sparisjóða og greiða síðan úr honum himinháar arðgreiðslur. "Slíkt brýtur í bága við lög og gengur augljóslega ekki upp."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×