Innlent

Guðlaugi Þór svarað

Guðmundur Þóroddsson, formaður Orkuveitu Reykjavíkur fullyrðir í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær að Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórnarmaður í Orkuveitunni hafi farið með rangt mál í frétt í Fréttablaðinu á fimmtudag. Í fréttinni sagði Guðlaugur Þór að Og Vodafone hafi ekki lagst gegn því að endurskoðunarskýrslur vegna Linu.nets væru afhentar stjórnarmönnum í Orkuveitunni. "Óskar Magnússon...taldi eðlilegt að láta í hendur síðustu endurskoðunarskýrslu þar sem þar kæmi fram það sem máli gæti skipti." Óskar Magnússon vill ekki tjá sig um málið en vísar í tölvupóst sinn til Guðlaugs Þórs: "Ég taldi bara síðasta bréfið skipta máli og hafði ekkert á móti því að það væri afhent." Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitunnar segir að hann líti svo á að Guðlaugur Þór sé í alvarlegri tilvistarkreppu eftir að Lína.Net var seld frá Orkuveitunni. "Hann veit ekki sitt rjúkandi ráð þegar þetta eina viðfangsefni hans í pólitíkinni hverfur af vettvangi Orkuveitunnar."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×