Innlent

Þrisvar til útlanda

Fjögurra manna fjölskylda með tvö börn undir sjö ára, tvær milljónir króna í mánaðartekjur hjónin hvort um sig og 40 milljóna króna skuldlausa eign græðir 1.764 þúsund króna á ári á skattabreytingum ríkisstjórnarinnar þegar þær verða komnar að fullu til framkvæmda árið 2007. Fjölskyldan greiðir þá rúmlega 1,5 milljónum króna minna í staðgreiðslu en núna, eða 7,2 milljónir króna árið 2007. Hún greiðir tæpar 8,8 milljónir árið 2004. Eignaskattur fjölskyldunnar minnkar úr 210.072 krónum í 0. Það er því skattalækkun upp á rúmar 210 þúsund króna. Til viðbótar má nefna að ótekjutengdar bætur hjónanna hækka um tæplega 20 þúsund krónur á barn undir sjö ára, fara úr 36.308 krónum í dag í 56.096 krónur á barn árið 2007. Ekki er tekið tillit til breytinga á eignaskatti eða skerðingar á vaxtabótum. Fyrir ávinninginn af skattalækkuninni getur fjölskyldan gert ótalmargt. Hún getur keypt sér nýjan jeppa, til dæmis BMW 5231 árgerð 1996, eða 1999-2000 árgerðina af Isuzu Trooper. Vilji fjölskyldan fara til útlanda getur hún auðveldlega gert það. Ef miðað er við að utanlandsferð fyrir fjögurra manna fjölskyldu kosti um hálfa milljón króna með ferðum, uppihaldi og neyslu getur fjölskyldan farið þrisvar sinnum fyrir ávinninginn. Hún ætti til dæmis auðveldlega að geta farið í skíðaferð til Aspen í Bandaríkjunum með því að ganga frá því á Netinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×