Kýótó bókunin orðin að lögum 16. febrúar 2005 00:01 Mjög skiptar skoðanir um Kyoto-loftslagssamninginn komu fram á hádegisverðarfundi sem umhverfisráðherra boðaði til í gær af því tilefni að samningurinn varð þá loks að alþjóðalögum. Höfðu þá liðið sjö ár frá því að Kyoto-bókunin var samþykkt á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fram fór í Japan. Skoðanir manna voru vissulega skiptar enda um fátt meira deilt um heim allan en raunveruleg áhrif loftslagsbreytinga á jarðarkringluna. Flestir fögnuðu þó þeim áfanga að bókunin væri orðin að alþjóðalögum þrátt fyrir að aðeins tæplega 150 ríki hafi skrifað undir samninginn. Stórar iðnþjóðir eins og Bandaríkin og Ástralía taka ekki þátt í Kyoto á þeirri forsendu að slíkt hamli um of nauðsynlegum hagvexti ríkjanna. Tryggvi Felixson, framkvæmdastjóri Landverndar, fór hvað hörðustum orðum um samninginn og var það mat hans að um mikið húllumhæ væri að ræða fyrir lítið. "Hverju litlu skrefi ber auðvitað að fagna en staðreyndin er sú að Kyoto-samningurinn tekur aðeins til næstu ára og nauðsynlegt er að stíga mun stærri skref sem allra fyrst því loftslagsbreytingar eru örar samkvæmt flestum rannsóknum." Tryggvi minntist í ræðu sinni sérstaklega á mengun bifreiða og hvernig íslensk stjórnvöld ýta í raun undir frekari mengun með því að lækka til muna vörugjöld á pallbíla. Sagði hann slíkt ýta undir aukna losun gróðurhúsalofttegunda og kallaði eftir skýrri framtíðarstefnu stjórnvalda í heild. Ragnar Árnason prófessor tók einnig til máls og velti fyrir sér ýmsum hliðum samningsins. Benti hann á gagnsemi þess að nýta svokallaða losunarkvóta sem best en hvert og eitt land getur nýtt kvóta sína að vild og þeir geta jafnvel gefið vel í aðra hönd í viðskiptum við önnur lönd. "Koltvísýringur er í raun orðinn verslunarvara og að mínu viti eru sóknarfæri þar fyrir Íslands hönd hvað varðar úthlutun á losunarkvóta í framtíðinni." Fréttir Innlent Stj.mál Veður Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Fleiri fréttir „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Sjá meira
Mjög skiptar skoðanir um Kyoto-loftslagssamninginn komu fram á hádegisverðarfundi sem umhverfisráðherra boðaði til í gær af því tilefni að samningurinn varð þá loks að alþjóðalögum. Höfðu þá liðið sjö ár frá því að Kyoto-bókunin var samþykkt á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fram fór í Japan. Skoðanir manna voru vissulega skiptar enda um fátt meira deilt um heim allan en raunveruleg áhrif loftslagsbreytinga á jarðarkringluna. Flestir fögnuðu þó þeim áfanga að bókunin væri orðin að alþjóðalögum þrátt fyrir að aðeins tæplega 150 ríki hafi skrifað undir samninginn. Stórar iðnþjóðir eins og Bandaríkin og Ástralía taka ekki þátt í Kyoto á þeirri forsendu að slíkt hamli um of nauðsynlegum hagvexti ríkjanna. Tryggvi Felixson, framkvæmdastjóri Landverndar, fór hvað hörðustum orðum um samninginn og var það mat hans að um mikið húllumhæ væri að ræða fyrir lítið. "Hverju litlu skrefi ber auðvitað að fagna en staðreyndin er sú að Kyoto-samningurinn tekur aðeins til næstu ára og nauðsynlegt er að stíga mun stærri skref sem allra fyrst því loftslagsbreytingar eru örar samkvæmt flestum rannsóknum." Tryggvi minntist í ræðu sinni sérstaklega á mengun bifreiða og hvernig íslensk stjórnvöld ýta í raun undir frekari mengun með því að lækka til muna vörugjöld á pallbíla. Sagði hann slíkt ýta undir aukna losun gróðurhúsalofttegunda og kallaði eftir skýrri framtíðarstefnu stjórnvalda í heild. Ragnar Árnason prófessor tók einnig til máls og velti fyrir sér ýmsum hliðum samningsins. Benti hann á gagnsemi þess að nýta svokallaða losunarkvóta sem best en hvert og eitt land getur nýtt kvóta sína að vild og þeir geta jafnvel gefið vel í aðra hönd í viðskiptum við önnur lönd. "Koltvísýringur er í raun orðinn verslunarvara og að mínu viti eru sóknarfæri þar fyrir Íslands hönd hvað varðar úthlutun á losunarkvóta í framtíðinni."
Fréttir Innlent Stj.mál Veður Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Fleiri fréttir „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Sjá meira