Innlent

Vill afnema synjunarvald forseta

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins telur óhjákvæmilegt að ákvæði 26. greinar stjórnarskrárinnar um synjunarvald forseta verði numið úr gildi. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var að fundinum í dag. Þá telur fundurinn að huga verði að almennri heimild í stjórnarskrá til þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin mál. Fundurinn vill að fyrsti og annar kafli stjórnarskrárinnar verði færðir til nútímalegra horfs, þar á meðal að skýrar verði kveðið á um inntak þingræðis, stöðu forseta landsins og myndun, eðli og valdheimildir ríkisstjórnar. Lands­fundur leggur enn fremur áherslu á mikilvægi þess að ákvæði stjórnarskrárinnar séu skýr. Við endur­skoð­un stjórnarskrárinnar sé mikilvægt að tryggja að ákvæði hennar kveði ótvírætt á um takmörkun og dreifingu ríkisvalds­ins og réttindi borgaranna gagnvart hinu opinbera.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×