Innlent

Vilja gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu og sjúkraþjálfun

MYND/E.Ól.
Vinstri grænir vilja að sálfræðiþjónusta og sjúkraþjálfun verði gjaldfrjáls. Þetta kemur fram í ályktun flokksins um heilbrigðsmál sem samþykkt var á landsfundi Vinstri grænna í gær. Flokkurinn hafnar einkavæðingarstefnu ríkisstjórnarinnar og segist ætla að beita sér af alefli gegn áformum stjórnvalda um frekari einkavæðingu innan heilbrigðisþjónustunnar. Þvert á móti beri „að vinda ofan af þessari öfugþróun og úthýsa gróðahagsmunum í heilbrigðiskerfinu", eins og það er orðað í ályktuninni. Þá vilja Vinstri grænir að heilsugæsla verði gjaldfrjáls, hún efld sem grunneining í heilbrigðiskerfinu og þar verði bætt við þjónustu eins og félagsráðgjöf, sálfræðiþjónustu, iðjuþjálfun og sjúkraþjálfun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×