Innlent

Getur vel hugsað sér að verða borgarstjóraefni

Svandís Svavarsdóttir.
Svandís Svavarsdóttir. MYND/Heiða Helgadóttir

Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri-grænna fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor, getur vel hugsað sér að vera borgarstjóraefni í samstarfi við félagshyggjuflokkanna að afloknum kosningum.

Svandís sat fyrir svörum í þættinum Hádegið á Talstöðinni í dag. Þar var farið yfir stöðu borgarmálanna, nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 57 prósent atkvæða í nýrri Gallup-könnun. Miðað við þau úrslit eru því ekki miklar líkur á að þeir flokkar sem nú mynda Reykjavíkurlistann geti myndað meirihluta að loknum kosningum.

Svandís benti hins vegar á að Sjálfstæðisflokkuriknn hafi fengið mikla athygli í fjölmiðlum að undanförnu vegna komandi prófkjörs og niðurstöður gætu því orðið allt aðrar þegar kemur að kosningunum sjálfum. Það er hins vegar ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn mun einn flokka bjóða fram borgarstjóraefni sem líklegt er að verði borgarstjóri vinni flokkurinn kosningarnar, en aðrir flokkar þyrftu að semja um borgarstjórann að afloknum kosningum.

Svandís telur leiðtogamálin skipta máli, þótt málefnin skipti mestu. Hún gæti sjálf hugsað sér að vera borgarstjóraefni í samstarfi félagshyggjuflokkanna. Þetta snúist um að manna þær stöður sem liggi fyrir. Ein af þeim sé staða borgarstjóra og allir verði að vera tilbúnir að taka því sem að höndum ber hvað það varðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×