Innlent

5-10 aðilar fá að bjóða í smíði nýs varðskips

Farið verður í forval á skipasmíðastöðvum sem uppfylltu ákveðin skilyrðim.t.t. rekstrarstöðu og reynslu af sambærilegum verkefnum vegna smíði nýsvarðskips fyrir Landhelgisgæslu Íslands.Þetta tilkynnti Björn Bjarnason á ríkisstjórnarfundi í morgun.Í kjölfar forvals verðavaldir5-10 aðilar sem síðan fá að bjóða í smíði á nýju fjölnota varðskipi.

Gert er ráð fyrir að forvalið verði auglýst á EES á morgun og að forvalsgögn verði opnuð 12. janúar á næsta ári. Rúmum mánuði seinna verður lögð fram þarfalýsing Landhelgisgæslunnar og opnun tilboða í smíði skipsins verði svo 14. maí. Gert er ráð fyrir að samningagerð verði lokið í júní 2006 og að nýttfjölnota varðskip Landhelgisgæslu Íslands verði afhent innan 30 mánaða fráundirritun samnings.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×