Innlent

Tólf milljónir til viðbótar vegna hamfara í Pakistan

Frá hamfarasvæðunum í Pakistan.
Frá hamfarasvæðunum í Pakistan. MYND/AP

Íslenska ríkið hefur ákveðið að auka framlag sitt til hjálparstarfs vegna jarðskjálftans í Pakistan í október síðastliðnum. Áætlað er að 12 milljónum verði varið til fjármögnunar á flutningi Atlantshafsbandalagsins á hjálpargögnum til nauðstaddra í norðurhluta landsins. Íslensk stjórnvöld höfðu áður veitt 18 milljónir til verkefnisins og er framlag Íslenskra stjórnvalda því komið í 30 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×