Innlent

Stóraukinn vatnsútflutningur

Útflutningur á drykkjarvatni er orðinn þriðjungi meiri en hann var á síðasta ári, og það þrátt fyrir að þrír síðustu mánuðir þessa árs séu ekki taldir með.

3,3 milljónir tonna af drykkjarvatni voru fluttar úr landi fyrstu níu mánuði ársins, rúmlega 800 þúsund tonnum meira en allt síðasta ár. Mest var flutt út til Bandaríkjanna, tvær og hálf milljón tonna.

Þetta kemur fram í svari iðnaðar- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Guðmundar Hallvarðssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×