Innlent

Ellefu manns í prófkjöri framsóknarmanna í Reykjavík

MYND/Pjetur

Ellefu manns gefa kost á sér í prófkjöri framsóknarmanna í Reykjavík sem fram fer 28. janúar næstkomandi, en framboðsfrestur rann út kl. 16 í dag. Þrír gefa kost á sér í fyrsta sætið, Anna Kristinsdóttir borgarfulltrúi, Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra og Óskar Bergsson húsasmíðameistari.

Marsibil Sæmundsdóttir gefur kost á sér í annað sætið, Gestur Kr. Gestsson í 2.-3. sæti og Ásrún Kristjánsdóttir og Gerður Hauksdóttir í 2.-4. sæti. Þá býður Hjörtur Gíslason sig fram í 2.-6. sæti, Gestur Guðjónsson í 3.sæti og Brynjar Fransson í 3.-6. sæti. Elsa Ófeigsdóttir býður sig svo fram í 5.-6. sæti

Í prófkjörinu verða valdir frambjóðendur í sex efstu sæti framboðslista Framsóknarflokksins til borgarstjórnar Reykjavíkur. Skilyrði er að í fjórum efstu sætunum skal vera jafnt kynjahlutfall þ.e. 2 karlmenn og 2 konur. Niðurstöðurnar eru bindandi fyrir tvö efstu sætin en leiðbeinandi fyrir næstu fjögur.

Utankjörfundarkosning fer fram 23. til 27. janúar kl. 9:00 til 17:00 á skrifstofu Framsóknarflokksins að Hverfisgötu 33.

Kjörstaður og nánara fyrirkomulag verður kynnt síðar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×