Innlent

Íhuga að bjóða fram foreldralista vegna leikskólavanda

Frá Kópavogi
Frá Kópavogi

Foreldrar leikskólabarna í Kópavogi ræða nú í fullri alvöru um að bjóða fram sérstakan foreldralista í bæjarstjórnarkosningum. Fjórir fílefldir starfsmenn hafa þó ráðist til starfa á leikskólann Dal en til stóð að loka deildum á skólanum sökum manneklu. Einn er sonur starfsmannastjóra bæjarins, annar dóttir fræðslustjórans og tveir eru fyrrverandi starfsmenn verktakafyrirtækis bæjarstjórans.

Formenn foreldrafélaga leikskólanna í Kópavogi hittust í gær til að ræða leikskólamálin í bænum. Fundurinn samþykkti ályktun sem send var bæjarfulltrúm þar sem skorað er á forráðamenn K ó pavogsbæjar að bretta þegar í stað upp á ermarnar og boða til fundar með fulltrúum starfsmanna leikskólanna fyrir áramót um launamálin. Ófremdarástand sé að skapast og bregðast þurfi strax við. Í lok ályktunarinnar segir að foreldrar leikskóla og grunnskólabarna í bænum séu stór hópur sem geti látið til sín taka í bæjarmálunum.

Geri bæjaryfirvöld ekki annað en að plástra á opin beinbrot sé ljóst að foreldrar muni láta til sín taka fyrir kosningarnar í bænum í vor. Þorvaldur Daníelsson , formaður foreldrafélags leikskólans Dals , segir að mönnum sé full alvara og jafnvel sé rætt um að bjóða sérstaklega fram ef ekkert gerist.

Flosi Eiríksson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi segir að ráðnir hafi verið starfsmenn að leikskólanum Dal frá og með áramótum og því beri að fagna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×