Innlent

Sinnaskipti í flugvallarmáli?

Í drögum að ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins er gert ráð fyrir því að innanlandsflug verði flutt úr Vatnsmýrinni að lokinni hagkvæmni- og kostnaðarúttekt. Flutningi innanlandsflugsins til Keflavíkur er hins vegar hafnað. Landsfundurinn mun fara fram í Laugardagshöll um næstu helgi og hafa drög að væntanlegum ályktunum flokksmanna nú verið birtar. Athygli vekur að í drögum að ályktun um samgöngumál er nú í fyrsta sinn opnað á þann möguleika flugvöllurinn í Vatnsmýri víki fyrir íbúðabyggð og nauðsyn sögð á því að gera hagkvæmniúttekt á öðrum kostum fyrir innanlandsflugið. Flutningi hans til Keflavíkur er hins vegar hafnað með þeim orðum að þannig sé harkalega vegið að rekstrargrundvelli innanlandsflugsins auk þess sem gefið er í skyn að fjarlægðin milli Keflavíkur og Reykjavíkur muni gera íbúum landsbyggðar erfiðara fyrir að nýta þá þjónustu sem hið opinbera býður í Reykjavík. Á landsfundi flokksins fyrir tveimur árum var ályktað um flugvöllinn og staðsetningu hans og sagt mikilvægt að hlutverk hans sem miðstöð innanlandsflugs á Íslandi verði tryggt til framtíðar í Vatnsmýri kjölfar endurbóta á vellinum sem þá voru nýafstaðnar. Drögin verða svo rædd og í framhaldinu borin undir atkvæði Landsfundar. >



Fleiri fréttir

Sjá meira


×