Innlent

Aldrei aðgerðir gegn friðsamlegum mótmælum

Samband ungra sjálfstæðismanna skorar á ríkisstjórnina að grípa aldrei framar til aðgerða gegn friðsamlegum mótmælum. Í ályktuninni er sérstaklega vísað til viðbragða ríkisstjórnarinnar við komu Falun-gong liða hingað til lands sumarið 2002.

Stjórn SUS hefur sent frá sér svohljóðandi ályktun:

Þegar íslensk stjórnvöld gripu til íþyngjandi aðgerða vegna

heimsóknar kínverska forsetans til Íslands í júní árið 2002 mótmæltu

ungir sjálfstæðismenn því harðlega. Töldu þeir að svörtu listarnir,

fangabúðirnar í Njarðvík, tilraunir lögreglu til að fela mótmælin,

ofbeldið og offarið gagnvart mótmælendum ásamt öðrum aðgerðum sem

stjórnvöld gripu til féllu í sumum tilvikum undir grófa skoðanakúgun

og brot á mannréttindum.

Álit Umboðsmanns Alþingis þann 5. desember síðastliðinn rennir stoðum

undir þetta mat ungra sjálfstæðismanna. Þrátt fyrir að taka aðeins á

afmörkuðum þætti málsins þá staðfestir álitið að stjórnvöld brutu lög

þegar þau meinuðu meðlimum Falun Gong að koma til landsins. SUS skorar

á þingmenn og ráðherra Sjálfstæðisflokksins að beita sér aldrei gegn

friðsömum mótmælendum til að vernda „hugarró" erlenda harðstjóra.

Samband ungra sjálfstæðismanna varar jafnframt við því að íslensk

stjórnvöld líti fram hjá alvarlegum mannréttindabrotum og kúgun sem

kínversk stjórnvöld beita þegna sína. Stjórnvöld eru með því að líta

framhjá þessari háttsemi og því stjórnarfyrirkomulagi sem er ábyrgt

fyrir þessu ástandi. Þetta ástand verður einfaldlega alltaf við lýði á

meðan alræðisstjórn kommúnista verður við völd í landinu. Alræði

gengur í eðli sínu gegn rétti og tilveru einstaklingsins og þar með

öllu sem mannréttindi og mannvirðing byggist á. Mannvirðing og

mannréttindi eiga því aldrei samleið með alræðisfyrirkomulagi hvort

sem það heitir kommúnismi, fasismi eða nasismi, sama hvað ráðamenn

landanna segja. Kínverska alræðisstjórnin mun alltaf níðast á þegnum

sínum
."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×