Innlent

Kostnaður við mötuneyti um 580 milljónir á ári

Samkvæmt fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að kostnaður við matvæli í mötuneytum grunnskólaborgarinnarsé um 410 milljónir króna á áriog annar sérstakur kostnaður vegna mötuneyta sé um 170 milljónir.Kostnaðurinn við mötuneytin er því samtalsum 580 milljónir króna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stefáni Jóni Hafstein, formanni menntaráðs borgarinnar. Þar segir einnig að á móti gert ráð fyrir tekjum af matarsölu upp á um 480 m illjónir króna og b orgin niðurgreiði því mat grunnskólabarna um tæpar 100 m illjónir á ári.

Árið 2003 var reglum um fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar breytt og ný ákvæði sett inn þar sem kveðið er á um að veittur skuli sérstakur styrkur til barna í efnalitlum fjölskyldum til að mæta kostnaði við leikskóla, heilsdagsskóla, daggæslu , skólamáltíðir og tómstundir.

Árið 2004 vorurúmar25 milljónirkróna veittarí sérstaka fjárhagsaðstoð til barna vegna þessaog í fyrravar tæpum 30 milljónum króna varið í þessa aðstoð. Alls fengu 477 heimili þessa þjónustu árið 2004 og 439 heimili mánuði árið 2005. Á þessum heimilum voru u.þ.b. 750 börn undir 18 ára aldri árið 2005. Grunnskólabörn í Reykavík eru um 15.000.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×