Innlent

Vilja álver en síður virkjanir

Norðlendingar vilja fá álver í sinn landshluta en þeir eru lítt spenntir fyrir að virkjunin sem sér álverinu fyrir orku verði á sömu slóðum. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Gallups fyrir iðnaðarráðuneytið.

Mikill áhugi er fyrir því á Norðurlandi að álver verði reist þar samkvæmt skoðanakönnun Gallups. Áhuginn er þó misjafnlega mikill innan svæðisins. Mestur er hann á Húsavík og í nágrenni. Þar vilja rúmlega þrír af hverjum fjórum aðspurðum að álver verði reist á Bakka við Húsavík og einungis sautján prósent eru því andvíg. Afstaðan er öllu skiptari annars staðar. Tæplega helmingur Skagfirðinga er hlynntur byggingu álvers á Brimnesi en rúm fjörutíu prósent eru því andvíg. Fjörutíu og sjö prósent Eyfirðinga vilja álver á Dysnesi en fjörutíu og þrjú prósent eru því andvíg.

En álver þurfa mikla orku og Norðlendingar eru ekki jafn ginnkeyptir fyrir því að virkjað verði á þeirra heimaslóðum. Þannig eru þrír af hverjum fimm Húsvíkingum andvígir virkjun Skjálfandafljóts og jarðvarma í Þingeyjarsýslu. Rétt rúmlega helmingur






Fleiri fréttir

Sjá meira


×