Kjarnorkukapphlaupinu ekki lokið 22. júní 2006 19:00 Bretar boða endurnýjun á kjarnorkuvopnabúrum sínum og Norður-Kóreumenn áforma að skjóta langdrægri tilraunaeldflaug á loft. Kjarnorkuafvopnun virðist jafn fjarlægt takmark og hún var á tímum kalda stríðsins. Í öllum umræðunum um kjarnorkuáætlun Írana og meint brot þeirra á samningi um takmörkun á útbreiðslu kjarnorkuvopna gleymist oft að kjarnorkuveldin sem fyrir eru hafa samkvæmt sama sáttmála skuldbundið sig að afvopnast. Frá því að kalda stríðinu lauk fyrir rúmum hálfum öðrum áratug hefur kjarnaoddum fækkað nokkuð í heiminum en samanlagður fjöldi þeirra er ennþá nægur til að gjöreyða öllu lífi á jörðinni mörgum sinnum. Sem fyrr eiga Rússar og Bandaríkjamenn langflest kjarnavopnin. Þeir áforma nokkra fækkun á næstu árum en á sama tíma vinna þessi stórveldi að þróun nýrra vopna og endurnýjun þeirra sem fyrir eru. Kínverjar hafa hins vegar heldur bætt við vopnabúr sín á meðan Frakkar og Bretar hafa heldur haldið að sér höndum. Eins og heyra mátti á Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands í gær, er hins vegar ekki þar með sagt að þau ætli að leggja kjarnavopn sín á hilluna heldur ætlar breska ríkisstjórnin eftir sem áður að byggja á fælingarmætti kjarnavopna sinna.Í þessu felst að Trident-kjarnorkukafbátafloti Breta verði endurnýjaður á næstu árum fyrir jafnvirði 3.500 milljarða íslenskra króna, útgjöld sem breskir kjósendur eru tæpast hrifnir af. Hinum megin á hnettinum vinna Norður-Kóreumenn, sem taldir eru eiga nú þegar nokkrar kjarnorkusprengjur, að tilraunaskoti á langdrægri eldflaug sem ógnað gæti borgum á vesturströnd Bandaríkjanna, svo dæmi séu tekin. Bandaríkjamenn og Japanar hafa hótað þeim refsiaðgerðum og Kínverjar eru sömuleiðis uggandi.Síðan má ekki gleyma vopnabúri Ísraela og kjarnorkukapphlaupi Indverja og Pakistana. Hafi því einhver haldið að kjarnavopn heyri sögunni til þá skjátlast hinum sama hrapallega. Erlent Fréttir Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Bretar boða endurnýjun á kjarnorkuvopnabúrum sínum og Norður-Kóreumenn áforma að skjóta langdrægri tilraunaeldflaug á loft. Kjarnorkuafvopnun virðist jafn fjarlægt takmark og hún var á tímum kalda stríðsins. Í öllum umræðunum um kjarnorkuáætlun Írana og meint brot þeirra á samningi um takmörkun á útbreiðslu kjarnorkuvopna gleymist oft að kjarnorkuveldin sem fyrir eru hafa samkvæmt sama sáttmála skuldbundið sig að afvopnast. Frá því að kalda stríðinu lauk fyrir rúmum hálfum öðrum áratug hefur kjarnaoddum fækkað nokkuð í heiminum en samanlagður fjöldi þeirra er ennþá nægur til að gjöreyða öllu lífi á jörðinni mörgum sinnum. Sem fyrr eiga Rússar og Bandaríkjamenn langflest kjarnavopnin. Þeir áforma nokkra fækkun á næstu árum en á sama tíma vinna þessi stórveldi að þróun nýrra vopna og endurnýjun þeirra sem fyrir eru. Kínverjar hafa hins vegar heldur bætt við vopnabúr sín á meðan Frakkar og Bretar hafa heldur haldið að sér höndum. Eins og heyra mátti á Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands í gær, er hins vegar ekki þar með sagt að þau ætli að leggja kjarnavopn sín á hilluna heldur ætlar breska ríkisstjórnin eftir sem áður að byggja á fælingarmætti kjarnavopna sinna.Í þessu felst að Trident-kjarnorkukafbátafloti Breta verði endurnýjaður á næstu árum fyrir jafnvirði 3.500 milljarða íslenskra króna, útgjöld sem breskir kjósendur eru tæpast hrifnir af. Hinum megin á hnettinum vinna Norður-Kóreumenn, sem taldir eru eiga nú þegar nokkrar kjarnorkusprengjur, að tilraunaskoti á langdrægri eldflaug sem ógnað gæti borgum á vesturströnd Bandaríkjanna, svo dæmi séu tekin. Bandaríkjamenn og Japanar hafa hótað þeim refsiaðgerðum og Kínverjar eru sömuleiðis uggandi.Síðan má ekki gleyma vopnabúri Ísraela og kjarnorkukapphlaupi Indverja og Pakistana. Hafi því einhver haldið að kjarnavopn heyri sögunni til þá skjátlast hinum sama hrapallega.
Erlent Fréttir Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira