Kjarnorkukapphlaupinu ekki lokið 22. júní 2006 19:00 Bretar boða endurnýjun á kjarnorkuvopnabúrum sínum og Norður-Kóreumenn áforma að skjóta langdrægri tilraunaeldflaug á loft. Kjarnorkuafvopnun virðist jafn fjarlægt takmark og hún var á tímum kalda stríðsins. Í öllum umræðunum um kjarnorkuáætlun Írana og meint brot þeirra á samningi um takmörkun á útbreiðslu kjarnorkuvopna gleymist oft að kjarnorkuveldin sem fyrir eru hafa samkvæmt sama sáttmála skuldbundið sig að afvopnast. Frá því að kalda stríðinu lauk fyrir rúmum hálfum öðrum áratug hefur kjarnaoddum fækkað nokkuð í heiminum en samanlagður fjöldi þeirra er ennþá nægur til að gjöreyða öllu lífi á jörðinni mörgum sinnum. Sem fyrr eiga Rússar og Bandaríkjamenn langflest kjarnavopnin. Þeir áforma nokkra fækkun á næstu árum en á sama tíma vinna þessi stórveldi að þróun nýrra vopna og endurnýjun þeirra sem fyrir eru. Kínverjar hafa hins vegar heldur bætt við vopnabúr sín á meðan Frakkar og Bretar hafa heldur haldið að sér höndum. Eins og heyra mátti á Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands í gær, er hins vegar ekki þar með sagt að þau ætli að leggja kjarnavopn sín á hilluna heldur ætlar breska ríkisstjórnin eftir sem áður að byggja á fælingarmætti kjarnavopna sinna.Í þessu felst að Trident-kjarnorkukafbátafloti Breta verði endurnýjaður á næstu árum fyrir jafnvirði 3.500 milljarða íslenskra króna, útgjöld sem breskir kjósendur eru tæpast hrifnir af. Hinum megin á hnettinum vinna Norður-Kóreumenn, sem taldir eru eiga nú þegar nokkrar kjarnorkusprengjur, að tilraunaskoti á langdrægri eldflaug sem ógnað gæti borgum á vesturströnd Bandaríkjanna, svo dæmi séu tekin. Bandaríkjamenn og Japanar hafa hótað þeim refsiaðgerðum og Kínverjar eru sömuleiðis uggandi.Síðan má ekki gleyma vopnabúri Ísraela og kjarnorkukapphlaupi Indverja og Pakistana. Hafi því einhver haldið að kjarnavopn heyri sögunni til þá skjátlast hinum sama hrapallega. Erlent Fréttir Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Bretar boða endurnýjun á kjarnorkuvopnabúrum sínum og Norður-Kóreumenn áforma að skjóta langdrægri tilraunaeldflaug á loft. Kjarnorkuafvopnun virðist jafn fjarlægt takmark og hún var á tímum kalda stríðsins. Í öllum umræðunum um kjarnorkuáætlun Írana og meint brot þeirra á samningi um takmörkun á útbreiðslu kjarnorkuvopna gleymist oft að kjarnorkuveldin sem fyrir eru hafa samkvæmt sama sáttmála skuldbundið sig að afvopnast. Frá því að kalda stríðinu lauk fyrir rúmum hálfum öðrum áratug hefur kjarnaoddum fækkað nokkuð í heiminum en samanlagður fjöldi þeirra er ennþá nægur til að gjöreyða öllu lífi á jörðinni mörgum sinnum. Sem fyrr eiga Rússar og Bandaríkjamenn langflest kjarnavopnin. Þeir áforma nokkra fækkun á næstu árum en á sama tíma vinna þessi stórveldi að þróun nýrra vopna og endurnýjun þeirra sem fyrir eru. Kínverjar hafa hins vegar heldur bætt við vopnabúr sín á meðan Frakkar og Bretar hafa heldur haldið að sér höndum. Eins og heyra mátti á Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands í gær, er hins vegar ekki þar með sagt að þau ætli að leggja kjarnavopn sín á hilluna heldur ætlar breska ríkisstjórnin eftir sem áður að byggja á fælingarmætti kjarnavopna sinna.Í þessu felst að Trident-kjarnorkukafbátafloti Breta verði endurnýjaður á næstu árum fyrir jafnvirði 3.500 milljarða íslenskra króna, útgjöld sem breskir kjósendur eru tæpast hrifnir af. Hinum megin á hnettinum vinna Norður-Kóreumenn, sem taldir eru eiga nú þegar nokkrar kjarnorkusprengjur, að tilraunaskoti á langdrægri eldflaug sem ógnað gæti borgum á vesturströnd Bandaríkjanna, svo dæmi séu tekin. Bandaríkjamenn og Japanar hafa hótað þeim refsiaðgerðum og Kínverjar eru sömuleiðis uggandi.Síðan má ekki gleyma vopnabúri Ísraela og kjarnorkukapphlaupi Indverja og Pakistana. Hafi því einhver haldið að kjarnavopn heyri sögunni til þá skjátlast hinum sama hrapallega.
Erlent Fréttir Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira