Frestur er á öllu bestur Benedikt Jóhannesson skrifar 27. nóvember 2008 07:00 Benedikt Jóhannesson skrifar um Evrópumál Margir hafa orð á því hve yfirvegaður Geir Haarde sé í viðtölum. Hann láti vart haggast þó að hart sé að honum sótt. Þetta er rétt og sannarlega lofsvert. Hins vegar er það mjög til baga hve mörgum málum ríkisstjórnin og einkum Sjálfstæðismenn ýta á undan sér og geta ekki tekið af skarið. Utanríkisráðherra, formaður Samfylkingarinnar, virðist hafa mikla ábyrgðartilfinningu. Ólíkt sumum flokksmönnum sínum segir Ingibjörg Sólrún að þjóðarhag eigi að setja ofar skammtímahagsmunum Samfylkingarinnar. Reyndar leikur hún sama leik og aðrir Samfylkingarmenn og segist mundu mæta á mótmælafund gegn ríkisstjórninni ef hún sæti ekki í henni sjálf. Þetta hefur gefist vel í skoðanakönnunum, því ekki halda leiknum áfram? Það virðist viss þversögn en ríkisstjórnin, sem hefur að undanförnu sætt miklu aðkasti almennings, gæti enn komist á spjöld sögunnar sem tímamótastjórn. Líklega sér Ingibjörg Sólrún þetta og vill ekki spilla þessu tækifæri með ótímabærum kosningum. Helst vill almenningur úrlausn sinna mála en aðstæður bjóða ekki upp á skjótan bata. Ríkisstjórnin getur hins vegar markað heillavænlega stefnu til frambúðar, stefnu sem í raun og veru leiddi til þess að eftir nokkur ár væru Íslendingar betur settir en nú og sú staða væri mun styrkari en sú spilaborg sem nú er hrunin. Mikilvægur þáttur í göngunni út úr vandanum er aðild að Evrópusambandinu. Enginn útlendingur hefur trú á íslensku krónunni. Á árum áður hélt Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og síðar seðlabankastjóri því fram að efnahagslögmálin giltu ekki á Íslandi. Stundum hvarflar að manni að eftirmenn hans séu sama sinnis. Norðurlandaþjóðirnar hafa orðið fyrir ágjöf vegna þess að fjárfestar hafa ekki næga trú á þeirra gjaldmiðlum. Eru þær þó mun fjölmennari en Íslendingar. Ytra ræða menn vandann af yfirvegun og hvorki ráðherrar né bankastjórar hæðast að þeim sem vilja tryggja stöðugleika með því að taka upp evru. Íslendingar þurfa styrkan gjaldmiðil. Það markmið næst hraðast með því að hefja viðræður um aðild að Evrópusambandinu sem allra fyrst. Hins vegar verða forystumenn Sjálfstæðisflokksins að lýsa því yfir fyrir landsfund að þeir telji slíkar viðræður nauðsynlegar. Forsætisráðherra hefur ítrekað sagt að hann hafi efasemdir um ES-aðild en að það séu ekki trúarbrögð. Mikilvægt er að hann setji hagsmuni þjóðarinnar ofar kreddum. Enginn vafi er á því að kreppan væri ekki svo djúp á Íslandi sem raun ber vitni, ef landið hefði verið aðili að Evrópusambandinu og myntbandalaginu.Leiðin sem ganga þarf er þessi: 1. Ráðamenn í Sjálfstæðisflokknum lýsi yfir stuðningi við aðildarviðræður. Eðlilegt er að foringjar leiði flokkinn en láti ekki teyma sig áfram. 2. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkir í janúar að þjóðin skuli ganga til slíkra viðræðna. 3. Stjórnarflokkarnir segja að þeir hyggist starfa áfram saman uns tekst að leiða þetta mál til lykta. 4. Undirbúningur viðræðna hefst. Þar er hægt að byggja mikið á starfi nefndar Björns Bjarnasonar um Evrópumál frá því í fyrra. 5. Viðræður hefjast í apríl 2009 og lýkur á árinu. 6. Í upphafi viðræðna lýsa Íslendingar vilja til þess að festa gengi krónunnar við evru, til dæmis á genginu 130. Óskað verður stuðnings ES við þetta frá 1. júlí 2009. Ef það gengur eftir verður verðbólga á Íslandi svipuð og í ES strax og vextir um 5% hærri en á evrusvæðinu. Hvort tveggja yrði mikil bót fyrir Íslendinga. 7. Samningur um aðild liggur fyrir í árslok. 8. Þjóðaratkvæði um samninginn fer fram snemma árs 2010. 9. Verði hann samþykktur samþykkir Alþingi nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá og þing er rofið. 10. Alþingiskosningar í maí 2010. 11. Nýtt Alþingi staðfestir breytingar á stjórnarskránni og samþykkir samninginn formlega. Með þessu tryggir núverandi ríkisstjórn að hún verður í framtíðinni talin hafa komið þjóðinni úr hreinum ógöngum í jafnvægisástand. Hér verða áfram vandamál, evran verður ekki orðin formlegur gjaldmiðill og lífskjör verða miklu lakari en þau voru í upphafi árs 2008. En þjóðin verður ekki lengur einangruð og erlendir fjárfestar sjá að þjóðin vill verða hluti af stórri heild en ekki samfélag sérvitringa sem heldur að efnahagslögmálin gildi ekki hjá þeim. En þau gilda nú samt. Það fer best á því að játa það strax. Höfundur er ritstjóri Vísbendingar, vikurits um viðskipta- og efnahagslíf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Jóhannesson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Benedikt Jóhannesson skrifar um Evrópumál Margir hafa orð á því hve yfirvegaður Geir Haarde sé í viðtölum. Hann láti vart haggast þó að hart sé að honum sótt. Þetta er rétt og sannarlega lofsvert. Hins vegar er það mjög til baga hve mörgum málum ríkisstjórnin og einkum Sjálfstæðismenn ýta á undan sér og geta ekki tekið af skarið. Utanríkisráðherra, formaður Samfylkingarinnar, virðist hafa mikla ábyrgðartilfinningu. Ólíkt sumum flokksmönnum sínum segir Ingibjörg Sólrún að þjóðarhag eigi að setja ofar skammtímahagsmunum Samfylkingarinnar. Reyndar leikur hún sama leik og aðrir Samfylkingarmenn og segist mundu mæta á mótmælafund gegn ríkisstjórninni ef hún sæti ekki í henni sjálf. Þetta hefur gefist vel í skoðanakönnunum, því ekki halda leiknum áfram? Það virðist viss þversögn en ríkisstjórnin, sem hefur að undanförnu sætt miklu aðkasti almennings, gæti enn komist á spjöld sögunnar sem tímamótastjórn. Líklega sér Ingibjörg Sólrún þetta og vill ekki spilla þessu tækifæri með ótímabærum kosningum. Helst vill almenningur úrlausn sinna mála en aðstæður bjóða ekki upp á skjótan bata. Ríkisstjórnin getur hins vegar markað heillavænlega stefnu til frambúðar, stefnu sem í raun og veru leiddi til þess að eftir nokkur ár væru Íslendingar betur settir en nú og sú staða væri mun styrkari en sú spilaborg sem nú er hrunin. Mikilvægur þáttur í göngunni út úr vandanum er aðild að Evrópusambandinu. Enginn útlendingur hefur trú á íslensku krónunni. Á árum áður hélt Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og síðar seðlabankastjóri því fram að efnahagslögmálin giltu ekki á Íslandi. Stundum hvarflar að manni að eftirmenn hans séu sama sinnis. Norðurlandaþjóðirnar hafa orðið fyrir ágjöf vegna þess að fjárfestar hafa ekki næga trú á þeirra gjaldmiðlum. Eru þær þó mun fjölmennari en Íslendingar. Ytra ræða menn vandann af yfirvegun og hvorki ráðherrar né bankastjórar hæðast að þeim sem vilja tryggja stöðugleika með því að taka upp evru. Íslendingar þurfa styrkan gjaldmiðil. Það markmið næst hraðast með því að hefja viðræður um aðild að Evrópusambandinu sem allra fyrst. Hins vegar verða forystumenn Sjálfstæðisflokksins að lýsa því yfir fyrir landsfund að þeir telji slíkar viðræður nauðsynlegar. Forsætisráðherra hefur ítrekað sagt að hann hafi efasemdir um ES-aðild en að það séu ekki trúarbrögð. Mikilvægt er að hann setji hagsmuni þjóðarinnar ofar kreddum. Enginn vafi er á því að kreppan væri ekki svo djúp á Íslandi sem raun ber vitni, ef landið hefði verið aðili að Evrópusambandinu og myntbandalaginu.Leiðin sem ganga þarf er þessi: 1. Ráðamenn í Sjálfstæðisflokknum lýsi yfir stuðningi við aðildarviðræður. Eðlilegt er að foringjar leiði flokkinn en láti ekki teyma sig áfram. 2. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkir í janúar að þjóðin skuli ganga til slíkra viðræðna. 3. Stjórnarflokkarnir segja að þeir hyggist starfa áfram saman uns tekst að leiða þetta mál til lykta. 4. Undirbúningur viðræðna hefst. Þar er hægt að byggja mikið á starfi nefndar Björns Bjarnasonar um Evrópumál frá því í fyrra. 5. Viðræður hefjast í apríl 2009 og lýkur á árinu. 6. Í upphafi viðræðna lýsa Íslendingar vilja til þess að festa gengi krónunnar við evru, til dæmis á genginu 130. Óskað verður stuðnings ES við þetta frá 1. júlí 2009. Ef það gengur eftir verður verðbólga á Íslandi svipuð og í ES strax og vextir um 5% hærri en á evrusvæðinu. Hvort tveggja yrði mikil bót fyrir Íslendinga. 7. Samningur um aðild liggur fyrir í árslok. 8. Þjóðaratkvæði um samninginn fer fram snemma árs 2010. 9. Verði hann samþykktur samþykkir Alþingi nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá og þing er rofið. 10. Alþingiskosningar í maí 2010. 11. Nýtt Alþingi staðfestir breytingar á stjórnarskránni og samþykkir samninginn formlega. Með þessu tryggir núverandi ríkisstjórn að hún verður í framtíðinni talin hafa komið þjóðinni úr hreinum ógöngum í jafnvægisástand. Hér verða áfram vandamál, evran verður ekki orðin formlegur gjaldmiðill og lífskjör verða miklu lakari en þau voru í upphafi árs 2008. En þjóðin verður ekki lengur einangruð og erlendir fjárfestar sjá að þjóðin vill verða hluti af stórri heild en ekki samfélag sérvitringa sem heldur að efnahagslögmálin gildi ekki hjá þeim. En þau gilda nú samt. Það fer best á því að játa það strax. Höfundur er ritstjóri Vísbendingar, vikurits um viðskipta- og efnahagslíf.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun