Lögreglan er traustsins verð Björn Bjarnason skrifar 23. júlí 2009 06:15 Um nokkurt árabil hélt Jón Kaldal, ritstjóri Fréttablaðsins, uppi gagnrýni, of oft órökstuddri, á störf mín sem dómsmálaráðherra. Ég lét af því embætti 1. febrúar 2009, en Jón Kaldal heldur áfram að saka mig um vandræði í rekstri lögreglunnar, eins og lesa mátti í leiðara Fréttablaðsins 22. júlí. Áður en ég lét af störfum hafði ég lagt drög að því, að veittar yrðu 150 m. kr. aukalega úr ríkissjóði til lögreglumála, einkum til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vildi ég, að komið yrði til móts við útgjöld vegna mikils álags við öryggisgæslu sl. haust og fram undir lok janúar. Eftir stjórnarskipti var málið úr mínum höndum. Á tímabilinu 2004-2008 hækkuðu útgjöld löggæslu úr 5,4 milljörðum króna á árinu 2004 í rúmlega 7,7 milljarða króna á árinu 2008. Hækkunin, 43%, á tímabilinu er rétt ríflega hækkun launavísitölu á sama tíma. Að kenna þessa þróun við „áralangt fjársvelti" eins og Jón Kaldal gerir í leiðara sínum, stenst ekki. Sé leitað að snöggum bletti á framvindu lögreglumála í minni tíð sem dómsmálaráðherra, mætti spyrja: Var nóg að gert til að breyta innri starfsskipan lögreglu? Eru hlutföll til dæmis rétt milli undirmanna og yfirmanna? Reifaðar voru hugmyndir um að fela einkaaðila að annast bílaflota lögreglunnar og tryggja endurnýjun hans auk annars tækjabúnaðar. Hefur verið horfið frá þeim? Jón Kaldal telur þróun löggæslumála „sérstakt rannsóknarefni". Mikil gögn og tölfræði liggur fyrir um þessa þróun á undanförnum árum. Jón ætti að kynna sér þau, áður en hann fellir dóma sína. Ég er stoltur af þróun lögreglumála undanfarin ár. Góður árangur lögreglumanna við úrlausn flókinna og viðkvæmra mála er til marks um mikinn metnað og áræði. Ég hvet til þess, að áfram verði unnið að því að efla löggæslu í landinu og búa lögreglumönnum sem best starfsskilyrði. Höfundur er fyrrverandi dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarnason Mest lesið Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Um nokkurt árabil hélt Jón Kaldal, ritstjóri Fréttablaðsins, uppi gagnrýni, of oft órökstuddri, á störf mín sem dómsmálaráðherra. Ég lét af því embætti 1. febrúar 2009, en Jón Kaldal heldur áfram að saka mig um vandræði í rekstri lögreglunnar, eins og lesa mátti í leiðara Fréttablaðsins 22. júlí. Áður en ég lét af störfum hafði ég lagt drög að því, að veittar yrðu 150 m. kr. aukalega úr ríkissjóði til lögreglumála, einkum til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vildi ég, að komið yrði til móts við útgjöld vegna mikils álags við öryggisgæslu sl. haust og fram undir lok janúar. Eftir stjórnarskipti var málið úr mínum höndum. Á tímabilinu 2004-2008 hækkuðu útgjöld löggæslu úr 5,4 milljörðum króna á árinu 2004 í rúmlega 7,7 milljarða króna á árinu 2008. Hækkunin, 43%, á tímabilinu er rétt ríflega hækkun launavísitölu á sama tíma. Að kenna þessa þróun við „áralangt fjársvelti" eins og Jón Kaldal gerir í leiðara sínum, stenst ekki. Sé leitað að snöggum bletti á framvindu lögreglumála í minni tíð sem dómsmálaráðherra, mætti spyrja: Var nóg að gert til að breyta innri starfsskipan lögreglu? Eru hlutföll til dæmis rétt milli undirmanna og yfirmanna? Reifaðar voru hugmyndir um að fela einkaaðila að annast bílaflota lögreglunnar og tryggja endurnýjun hans auk annars tækjabúnaðar. Hefur verið horfið frá þeim? Jón Kaldal telur þróun löggæslumála „sérstakt rannsóknarefni". Mikil gögn og tölfræði liggur fyrir um þessa þróun á undanförnum árum. Jón ætti að kynna sér þau, áður en hann fellir dóma sína. Ég er stoltur af þróun lögreglumála undanfarin ár. Góður árangur lögreglumanna við úrlausn flókinna og viðkvæmra mála er til marks um mikinn metnað og áræði. Ég hvet til þess, að áfram verði unnið að því að efla löggæslu í landinu og búa lögreglumönnum sem best starfsskilyrði. Höfundur er fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun