Versta mögulega niðurstaðan Gunnar Smári Egilsson skrifar 5. október 2011 06:00 Það má þola kreppu ef hún kemur í kjölfar góðæris. Það er ekkert að því að skera niður kostnað ef útgjöld hafa rokið upp árin á undan. Það er hins vegar óréttlátt að ætla þeim sjúklingum sem engar hækkanir hafa fengið á framlögum frá síðustu aldamótum að greiða fyrir umframeyðslu annarra. Og það er ekki aðeins óréttlátt; það er heimskulegt. Framlög til SÁÁ, Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, voru meira og minna óbreytt allt frá aldamótum og fram að kreppu. Samtökin reyndu að halda úti óskertri heilbrigðisþjónustu fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga fyrir sömu framlög þrátt fyrir að þjóðinni fjölgaði um 13 prósent, áfengisneyslan ykist um 26 prósent og þarfir sjúklinganna yrðu sífellt dýrari og umfangsmeiri. Öldruðum og lasburða sjúklingum fjölgaði; ungum sjúklingum með þarfir fyrir mikla félagslega aðstoð fjölgaði; sprautufíklum fjölgaði og þeir urðu eldri og umönnun þeirra dýrari. Þegar kom að kreppunni var þanþol SÁÁ að bresta. Samtökin gátu ekki lengur aukið þjónustu sína gagnvart sjúklingum sem þurftu meiri aðstoð og umönnun. SÁÁ neyddist til að hætta samstarfi við fangelsisyfirvöld um heilbrigðisþjónustu fanga. Þau höfðu ekki bolmagn til að laga þjónustu Vogs að þörfum elstu sjúklinganna. Þetta var staðan þegar niðurskurðurinn vegna umframeyðslu annarra skall á. Síðan þá hafa framlögin til SÁÁ verið skorin niður um rúm 20 prósent. Þessi niðurskurður leggst ofan á minnkandi eigin tekjur samtakanna í kjölfar kreppunnar. Samanlagt hafa tekjur samtakanna því lækkað um 27,5 prósent. Þessi samdráttur sem áfengis- og vímuefnasjúklingum er ætlað að bera er í engu samræmi við samdrátt landsframleiðslu, ríkisútgjalda eða nokkurs annars. Hann er út úr öllu korti. Það er óskiljanlegt hvers vegna stjórnvöld ganga svona hart gegn einum sjúklingahópi — og óskynsamlegt. Sjúkrarekstur og meðferð SÁÁ hafa verið rekin af aðhaldssemi og ábyrgð. Starfsemin hefur hlotið viðurkenningu víða um heim fyrir fagleg gæði. Utan um hana hefur byggst þekkingarsamfélag sem hefur brugðist við breyttum aðstæðum sjúklinganna, varað við óheillaþróun, bent á úrræði og haft faglega getu til að framkvæma þau. Það segir nokkuð um eðli góðærisins á Íslandi að slík fyrirbrigði fengu ekki aukin framlög þegar ofvöxtur hljóp í ríkisútgjöldin. Þá voru aðrir verðlaunaðir en þeir sem stóðu sig vel. Þegar kreppan skall á treystu stjórnvöld sér síðan ekki til að verja bestu og hagkvæmustu þjónustuna en skera mest það sem hafði sprottið upp í þenslunni. Stjórnvöld reyndu að sannfæra sig um að mesta réttlætið fælist í að skera alla jafnt; þá sem stóðu sig vel ekki síður en skussana. Niðurstaðan getur ekki orðið önnur en sú versta mögulega. Við sitjum uppi með vondan ríkisrekstur; vitleysuna úr góðærinu en aðeins minna af henni. Í kvöld heldur SÁÁ hátíðar- og baráttufund í Háskólabíói. Ég hvet alla til að koma þangað og halda upp á það sem vel er gert og undirbúa sig fyrir baráttuna fyrir því að fá að gera enn betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Það má þola kreppu ef hún kemur í kjölfar góðæris. Það er ekkert að því að skera niður kostnað ef útgjöld hafa rokið upp árin á undan. Það er hins vegar óréttlátt að ætla þeim sjúklingum sem engar hækkanir hafa fengið á framlögum frá síðustu aldamótum að greiða fyrir umframeyðslu annarra. Og það er ekki aðeins óréttlátt; það er heimskulegt. Framlög til SÁÁ, Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, voru meira og minna óbreytt allt frá aldamótum og fram að kreppu. Samtökin reyndu að halda úti óskertri heilbrigðisþjónustu fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga fyrir sömu framlög þrátt fyrir að þjóðinni fjölgaði um 13 prósent, áfengisneyslan ykist um 26 prósent og þarfir sjúklinganna yrðu sífellt dýrari og umfangsmeiri. Öldruðum og lasburða sjúklingum fjölgaði; ungum sjúklingum með þarfir fyrir mikla félagslega aðstoð fjölgaði; sprautufíklum fjölgaði og þeir urðu eldri og umönnun þeirra dýrari. Þegar kom að kreppunni var þanþol SÁÁ að bresta. Samtökin gátu ekki lengur aukið þjónustu sína gagnvart sjúklingum sem þurftu meiri aðstoð og umönnun. SÁÁ neyddist til að hætta samstarfi við fangelsisyfirvöld um heilbrigðisþjónustu fanga. Þau höfðu ekki bolmagn til að laga þjónustu Vogs að þörfum elstu sjúklinganna. Þetta var staðan þegar niðurskurðurinn vegna umframeyðslu annarra skall á. Síðan þá hafa framlögin til SÁÁ verið skorin niður um rúm 20 prósent. Þessi niðurskurður leggst ofan á minnkandi eigin tekjur samtakanna í kjölfar kreppunnar. Samanlagt hafa tekjur samtakanna því lækkað um 27,5 prósent. Þessi samdráttur sem áfengis- og vímuefnasjúklingum er ætlað að bera er í engu samræmi við samdrátt landsframleiðslu, ríkisútgjalda eða nokkurs annars. Hann er út úr öllu korti. Það er óskiljanlegt hvers vegna stjórnvöld ganga svona hart gegn einum sjúklingahópi — og óskynsamlegt. Sjúkrarekstur og meðferð SÁÁ hafa verið rekin af aðhaldssemi og ábyrgð. Starfsemin hefur hlotið viðurkenningu víða um heim fyrir fagleg gæði. Utan um hana hefur byggst þekkingarsamfélag sem hefur brugðist við breyttum aðstæðum sjúklinganna, varað við óheillaþróun, bent á úrræði og haft faglega getu til að framkvæma þau. Það segir nokkuð um eðli góðærisins á Íslandi að slík fyrirbrigði fengu ekki aukin framlög þegar ofvöxtur hljóp í ríkisútgjöldin. Þá voru aðrir verðlaunaðir en þeir sem stóðu sig vel. Þegar kreppan skall á treystu stjórnvöld sér síðan ekki til að verja bestu og hagkvæmustu þjónustuna en skera mest það sem hafði sprottið upp í þenslunni. Stjórnvöld reyndu að sannfæra sig um að mesta réttlætið fælist í að skera alla jafnt; þá sem stóðu sig vel ekki síður en skussana. Niðurstaðan getur ekki orðið önnur en sú versta mögulega. Við sitjum uppi með vondan ríkisrekstur; vitleysuna úr góðærinu en aðeins minna af henni. Í kvöld heldur SÁÁ hátíðar- og baráttufund í Háskólabíói. Ég hvet alla til að koma þangað og halda upp á það sem vel er gert og undirbúa sig fyrir baráttuna fyrir því að fá að gera enn betur.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar