Forsetavaldið Skúli Magnússson skrifar 7. júní 2012 06:00 Í umræðu undanfarna daga um vald forseta Íslands, þ. á m. heimild hans til þingrofs, hefur skort á að greinarmunur sé gerður á annars vegar jákvæðum valdheimildum og hins vegar neikvæðum. Íslensk stjórnskipun byggir á þeirri meginreglu að mikilvægustu stjórnarathafnir ríkisins hljóti gildi við sameiginlega undirritun forseta og ráðherra. Þessi meginregla styðst við 19. gr. stjskr. þar sem segir að undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veiti þeim gildi er ráðherra riti undir þau með honum, en einnig kemur hún fram í 13. gr. um að forseti láti ráðherra „framkvæma vald sitt“. Samkvæmt þessari reglu, sem rekja má til afnáms einveldis Danakonungs árið 1849, verður valdheimildum forseta ekki beitt án þess að til komi atbeini ráðherra sem ber stjórnskipulega ábyrgð á máli (sbr. 14. gr. stjskr.). Reglan á t.d. við um embættisveitingar forseta (20. gr. stjskr.), framlagningu lagafrumvarpa (25. gr. stjskr.) og útgáfu bráðabirgðalaga (28. gr. stjskr.). Hins vegar gildir reglan ekki um synjunarvald forseta skv. 26. gr. stjskr. Forseti getur því synjað lögum Alþingis staðfestingar án atbeina ráðherra en að öðru leyti nýtur hann ekki formlegra jákvæðra heimilda. Það er því ástæðulaust að velta vöngum yfir því hvort forseti geti á eigin spýtur skipað embættismenn eða lagt fram stjórnarfrumvörp, svo dæmi séu tekin. Á hinn bóginn er ljóst að þessar ákvarðanir verða ekki teknar með gildum hætti án þess að til komi staðfesting forseta á tillögu ráðherra. Neikvæðar valdheimildir forseta skv. ákvæðum stjórnarskrárinnar eru því verulegar. Þótt jafnan sé rætt um þessar heimildir sem aðeins „formlegar“ með hliðsjón af þeirri framkvæmd að forseti fer jafnan að tillögu ráðherra, stendur eftir sú blákalda staðreynd að forseti verður ekki þvingaður til staðfestingar. Um þingrof gildir framangreind meginregla fullum fetum. Forseti getur því ekki rofið þing skv. 24. gr. stjskr. án atbeina ráðherra og hefur því ótvírætt ekki jákvæða eða sjálfstæða heimild til þingrofs. Á hinn bóginn leiðir af reglunni að forseti verður heldur ekki þvingaður til að fallast á tillögu ráðherra um þingrof. Sú framkvæmd að forseti fallist jafnan á tillögu ráðherra um þingrof getur ekki haggað þessari staðreynd. Sama á við um skipun ráðherra (15. gr. stjskr.). Það flækir hins vegar málið að tillaga um skipun nýs forsætisráðherra getur verið borin upp af forsætisráðherraefni sem verður þá ráðherra þegar við undirskrift forseta. Fræðilega stenst því sú ímyndaða atburðarás sem Svanur Kristjánsson brá upp í viðtali við Spegilinn fyrir stuttu þar sem forseti skipaði nýjan forsætisráðherra sem gerði umsvifalaust tillögu til forseta um lausn sitjandi ríkisstjórnar, þingrof og nýjar kosningar. Hér verður þó að hafa í huga að slíkar athafnir forseta væru háðar því að fyrir hendi væri stjórnmálamaður sem vildi axla þá pólitísku og lagalegu ábyrgð sem þessum ákvörðunum fylgja. Sá stjórnmálamaður gæti orðið vandfundinn, a.m.k. í hópi alþingismanna. Hér verður og að hafa í huga að þrátt fyrir þingrof myndi Alþingi halda umboði sínu til kjördags og gæti því samþykkt vantraust á hina nýju ríkisstjórn (24. gr. stjskr.). Að lokum verður að benda á heimild þingsins til að krefjast þess með 3/4 hluta atkvæða að forseti sé leystur frá með þjóðaratkvæðagreiðslu (3. mgr. 11. gr. stjskr.) en við slíka samþykkt myndi forseti láta umsvifalaust af störfum og handhafar forsetavalds fara með hlutverk hans þar til niðurstaða atkvæðagreiðslu lægi fyrir. Alþingi hefur það þannig í hendi sér að víkja forseta tímabundið frá og virkja pólitíska ábyrgð hans gagnvart þjóðinni. Þar af leiðandi fer því fjarri að Alþingi hafi engin spil á hendi í skiptum við forseta sem bryti gegn viðteknum venjum í stjórnskipun landsins, svo sem þingræðisreglunni. Það er svo annað mál, sem ekki er unnt að fjalla um nánar hér, hvort rétt sé að skýra og skilgreina lagalega ábyrgð forseta um þau atriði sem að framan greinir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í umræðu undanfarna daga um vald forseta Íslands, þ. á m. heimild hans til þingrofs, hefur skort á að greinarmunur sé gerður á annars vegar jákvæðum valdheimildum og hins vegar neikvæðum. Íslensk stjórnskipun byggir á þeirri meginreglu að mikilvægustu stjórnarathafnir ríkisins hljóti gildi við sameiginlega undirritun forseta og ráðherra. Þessi meginregla styðst við 19. gr. stjskr. þar sem segir að undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veiti þeim gildi er ráðherra riti undir þau með honum, en einnig kemur hún fram í 13. gr. um að forseti láti ráðherra „framkvæma vald sitt“. Samkvæmt þessari reglu, sem rekja má til afnáms einveldis Danakonungs árið 1849, verður valdheimildum forseta ekki beitt án þess að til komi atbeini ráðherra sem ber stjórnskipulega ábyrgð á máli (sbr. 14. gr. stjskr.). Reglan á t.d. við um embættisveitingar forseta (20. gr. stjskr.), framlagningu lagafrumvarpa (25. gr. stjskr.) og útgáfu bráðabirgðalaga (28. gr. stjskr.). Hins vegar gildir reglan ekki um synjunarvald forseta skv. 26. gr. stjskr. Forseti getur því synjað lögum Alþingis staðfestingar án atbeina ráðherra en að öðru leyti nýtur hann ekki formlegra jákvæðra heimilda. Það er því ástæðulaust að velta vöngum yfir því hvort forseti geti á eigin spýtur skipað embættismenn eða lagt fram stjórnarfrumvörp, svo dæmi séu tekin. Á hinn bóginn er ljóst að þessar ákvarðanir verða ekki teknar með gildum hætti án þess að til komi staðfesting forseta á tillögu ráðherra. Neikvæðar valdheimildir forseta skv. ákvæðum stjórnarskrárinnar eru því verulegar. Þótt jafnan sé rætt um þessar heimildir sem aðeins „formlegar“ með hliðsjón af þeirri framkvæmd að forseti fer jafnan að tillögu ráðherra, stendur eftir sú blákalda staðreynd að forseti verður ekki þvingaður til staðfestingar. Um þingrof gildir framangreind meginregla fullum fetum. Forseti getur því ekki rofið þing skv. 24. gr. stjskr. án atbeina ráðherra og hefur því ótvírætt ekki jákvæða eða sjálfstæða heimild til þingrofs. Á hinn bóginn leiðir af reglunni að forseti verður heldur ekki þvingaður til að fallast á tillögu ráðherra um þingrof. Sú framkvæmd að forseti fallist jafnan á tillögu ráðherra um þingrof getur ekki haggað þessari staðreynd. Sama á við um skipun ráðherra (15. gr. stjskr.). Það flækir hins vegar málið að tillaga um skipun nýs forsætisráðherra getur verið borin upp af forsætisráðherraefni sem verður þá ráðherra þegar við undirskrift forseta. Fræðilega stenst því sú ímyndaða atburðarás sem Svanur Kristjánsson brá upp í viðtali við Spegilinn fyrir stuttu þar sem forseti skipaði nýjan forsætisráðherra sem gerði umsvifalaust tillögu til forseta um lausn sitjandi ríkisstjórnar, þingrof og nýjar kosningar. Hér verður þó að hafa í huga að slíkar athafnir forseta væru háðar því að fyrir hendi væri stjórnmálamaður sem vildi axla þá pólitísku og lagalegu ábyrgð sem þessum ákvörðunum fylgja. Sá stjórnmálamaður gæti orðið vandfundinn, a.m.k. í hópi alþingismanna. Hér verður og að hafa í huga að þrátt fyrir þingrof myndi Alþingi halda umboði sínu til kjördags og gæti því samþykkt vantraust á hina nýju ríkisstjórn (24. gr. stjskr.). Að lokum verður að benda á heimild þingsins til að krefjast þess með 3/4 hluta atkvæða að forseti sé leystur frá með þjóðaratkvæðagreiðslu (3. mgr. 11. gr. stjskr.) en við slíka samþykkt myndi forseti láta umsvifalaust af störfum og handhafar forsetavalds fara með hlutverk hans þar til niðurstaða atkvæðagreiðslu lægi fyrir. Alþingi hefur það þannig í hendi sér að víkja forseta tímabundið frá og virkja pólitíska ábyrgð hans gagnvart þjóðinni. Þar af leiðandi fer því fjarri að Alþingi hafi engin spil á hendi í skiptum við forseta sem bryti gegn viðteknum venjum í stjórnskipun landsins, svo sem þingræðisreglunni. Það er svo annað mál, sem ekki er unnt að fjalla um nánar hér, hvort rétt sé að skýra og skilgreina lagalega ábyrgð forseta um þau atriði sem að framan greinir.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun