Köllum hlutina réttum nöfnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 18. apríl 2013 06:00 Í grein í Fréttablaðinu 28. febrúar sl. gerir forstjóri Landsnets að umræðuefni gagnrýni Landverndar á fyrirtækið. Hér verður grein hans svarað og rangfærslur leiðréttar. Í grein sinni skrifar forstjóri Landsnets: „…hvað sem stóriðju líður er brýnt að styrkja flutningskerfið og auka öryggi þess í þágu íbúa og fyrirtækja á Reykjanesi.“ Samkvæmt matsskýrslu Landsnets um Suðvesturlínur verður flutningsgeta 220 kV Suðurnesjalínu 2 u.þ.b. 600 MW (690 MVA). Á Suðurnesjum eru í rekstri 75 MW virkjun í Svartsengi og 100 MW Reykjanesvirkjun, þar af eru um 125 MW flutt út af svæðinu til Norðuráls í Hvalfirði. Samkvæmt tölum frá Orkuspárnefnd 2012 var raforkunotkun á Suðurnesjum um 205 GWh árið 2011, sem er vel undir 50 MW. Það er því með engu móti hægt að réttlæta jafn stórt flutningsmannvirki og 220 kV Suðurnesjalínu 2 með tilvísun til eflingar öryggis flutningskerfisins fyrir almenna orkunotendur eina (íbúa og fyrirtæki) líkt og forstjóri Landsnets gerir í grein sinni. Ljóst má vera að minni raflína myndi hæglega geta gegnt því hlutverki að tryggja afhendingaröryggi íbúa og núverandi fyrirtækja svæðisins, jafnvel þó svo að notkun ykist umtalsvert. Raunveruleg ástæða hinnar 220 kV Suðurnesjalínu 2 er því fyrst og fremst til þess að mæta ýmsum stóriðjuáformum á Reykjanesi. Köllum því hlutina réttum nöfnum. Sýnum skynsemi Alvarlegast er kannski að það gleymist í þessari umræðu að stóriðjuáform á svæðinu ákvarðast fyrst og fremst af framboði á orku og enn hefur ekki verið tryggð nægileg orka til allra þessara áforma. Hvers vegna ekki? Jú, það hefur ekki verið sýnt fram á að orkan sé til staðar á Reykjanesskaga, eða hún tryggð annars staðar frá. Af þeirri ástæðu er óskynsamlegt að ráðast í umrædda milljarðaframkvæmd að svo stöddu, hvað þá að ráðast í dýrt og sársaukafullt eignarnám eins og Landsnet hefur farið fram á. Þau rök forstjóra Landsnets að byggja þurfi upp flutningskerfið á Reykjanesskaga til að mæta flutningi á raforku frá fyrirhuguðum virkjunum í nýtingarflokki rammaáætlunar á svæðinu eru einnig haldrýr. Óvissa ríkir um getu flestra jarðhitasvæða á þessu landsvæði til orkuvinnslu, og því ekkert fast í hendi með virkjun margra þeirra. Það er því fjárhagslega og umhverfislega skynsamlegt að Landsnet fari sér hér hægar. Auk þess gæti afstaða almennings og ráðamanna breyst til nýtingar jarðvarma á svæðinu í nánustu framtíð. Þetta er ekki síst vegna heilsufarslegra áhrifa af mengun jarðvarmavirkjana og neikvæðra áhrifa á tæringu málma. Auk þessa hafa möguleikar til útivistar og ferðamennsku í jafn stuttri fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu verið vanmetnir, líkt og fram kemur í skýrslu rammaáætlunar frá 2011. Samkomulag um viðmið Undirritaður vísar fullyrðingu forstjóra Landsnets á bug þar sem hann sakar Landvernd um að fara með rangt mál í grein frá 22. febrúar sl. Forstjóri Landsnets heldur því fram að mér hafi þótt „undarlegt að Landsnet kannist ekki við [að samkomulag hafi náðst um nokkur mikilvæg atriði í jarðstrengsnefndinni]“. Þetta sagði hvergi í greininni enda efast fulltrúar Landverndar ekki um skilning forstjóra Landsnets á eigin samþykki. Því mætti halda að forstjóri Landsnets hafi lesið einhverja aðra grein en eftir undirritaðan. Í greininni benti ég á að ein sameiginleg tillaga nefndarinnar geri ráð fyrir að nú þegar verði ákveðin viðmið og grundvallarreglur höfð til hliðsjónar við ákvarðanatöku vegna framkvæmda í flutningskerfinu. Eitt viðmiðið er t.d. að bera ávallt saman áhrif þess að leggja loftlínu eða jarðstreng á ákveðnum svæðum þrátt fyrir að við samanburð á kostnaði komi í ljós að jarðstrengur sé umtalsvert dýrari en loftlína. Slík svæði eru m.a. náttúruverndarsvæði, svæði við flugvelli og svæði þar sem veðurálag er mikið og jarðstrengur gæti aukið afhendingaröryggi. Landsneti er nú í lófa lagið að taka til endurskoðunar afstöðu sína gagnvart jarðstrengslögn á ofangreindum viðmiðunarsvæðum á línuleiðum Suðurnesjalínu 2 og Blöndulínu 3, sem báðar bíða leyfisveitinga. Það væri Landsneti til sóma að rétta út slíka sáttahönd til handa landeigendum og sveitarfélögum, sem ítrekað hafa farið fram á að mat á umhverfisáhrifum jarðstrengja fari fram á þessum svæðum til samanburðar við loftlínur. Hvað með Kröflulínu 3? Að lokum er áhugavert að rýna í matsáætlun Landsnets vegna fyrirhugaðrar Kröflulínu 3, sem birt var 26. febrúar sl. Þar segir á bls. 1: „…en jarðstrengskostur verður ekki lagður fram til mats á umhverfisáhrifum“. Það er því ekki að sjá að Landsnet hyggist fylgja þeim grundarvallarviðmiðum sem forstjóri fyrirtækisins skrifaði upp á í jarðstrengsnefndinni. Það er því eðlilegt að spyrja: Mun Landsnet fara að eigin tillögum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Suðurnesjalína 2 Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein í Fréttablaðinu 28. febrúar sl. gerir forstjóri Landsnets að umræðuefni gagnrýni Landverndar á fyrirtækið. Hér verður grein hans svarað og rangfærslur leiðréttar. Í grein sinni skrifar forstjóri Landsnets: „…hvað sem stóriðju líður er brýnt að styrkja flutningskerfið og auka öryggi þess í þágu íbúa og fyrirtækja á Reykjanesi.“ Samkvæmt matsskýrslu Landsnets um Suðvesturlínur verður flutningsgeta 220 kV Suðurnesjalínu 2 u.þ.b. 600 MW (690 MVA). Á Suðurnesjum eru í rekstri 75 MW virkjun í Svartsengi og 100 MW Reykjanesvirkjun, þar af eru um 125 MW flutt út af svæðinu til Norðuráls í Hvalfirði. Samkvæmt tölum frá Orkuspárnefnd 2012 var raforkunotkun á Suðurnesjum um 205 GWh árið 2011, sem er vel undir 50 MW. Það er því með engu móti hægt að réttlæta jafn stórt flutningsmannvirki og 220 kV Suðurnesjalínu 2 með tilvísun til eflingar öryggis flutningskerfisins fyrir almenna orkunotendur eina (íbúa og fyrirtæki) líkt og forstjóri Landsnets gerir í grein sinni. Ljóst má vera að minni raflína myndi hæglega geta gegnt því hlutverki að tryggja afhendingaröryggi íbúa og núverandi fyrirtækja svæðisins, jafnvel þó svo að notkun ykist umtalsvert. Raunveruleg ástæða hinnar 220 kV Suðurnesjalínu 2 er því fyrst og fremst til þess að mæta ýmsum stóriðjuáformum á Reykjanesi. Köllum því hlutina réttum nöfnum. Sýnum skynsemi Alvarlegast er kannski að það gleymist í þessari umræðu að stóriðjuáform á svæðinu ákvarðast fyrst og fremst af framboði á orku og enn hefur ekki verið tryggð nægileg orka til allra þessara áforma. Hvers vegna ekki? Jú, það hefur ekki verið sýnt fram á að orkan sé til staðar á Reykjanesskaga, eða hún tryggð annars staðar frá. Af þeirri ástæðu er óskynsamlegt að ráðast í umrædda milljarðaframkvæmd að svo stöddu, hvað þá að ráðast í dýrt og sársaukafullt eignarnám eins og Landsnet hefur farið fram á. Þau rök forstjóra Landsnets að byggja þurfi upp flutningskerfið á Reykjanesskaga til að mæta flutningi á raforku frá fyrirhuguðum virkjunum í nýtingarflokki rammaáætlunar á svæðinu eru einnig haldrýr. Óvissa ríkir um getu flestra jarðhitasvæða á þessu landsvæði til orkuvinnslu, og því ekkert fast í hendi með virkjun margra þeirra. Það er því fjárhagslega og umhverfislega skynsamlegt að Landsnet fari sér hér hægar. Auk þess gæti afstaða almennings og ráðamanna breyst til nýtingar jarðvarma á svæðinu í nánustu framtíð. Þetta er ekki síst vegna heilsufarslegra áhrifa af mengun jarðvarmavirkjana og neikvæðra áhrifa á tæringu málma. Auk þessa hafa möguleikar til útivistar og ferðamennsku í jafn stuttri fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu verið vanmetnir, líkt og fram kemur í skýrslu rammaáætlunar frá 2011. Samkomulag um viðmið Undirritaður vísar fullyrðingu forstjóra Landsnets á bug þar sem hann sakar Landvernd um að fara með rangt mál í grein frá 22. febrúar sl. Forstjóri Landsnets heldur því fram að mér hafi þótt „undarlegt að Landsnet kannist ekki við [að samkomulag hafi náðst um nokkur mikilvæg atriði í jarðstrengsnefndinni]“. Þetta sagði hvergi í greininni enda efast fulltrúar Landverndar ekki um skilning forstjóra Landsnets á eigin samþykki. Því mætti halda að forstjóri Landsnets hafi lesið einhverja aðra grein en eftir undirritaðan. Í greininni benti ég á að ein sameiginleg tillaga nefndarinnar geri ráð fyrir að nú þegar verði ákveðin viðmið og grundvallarreglur höfð til hliðsjónar við ákvarðanatöku vegna framkvæmda í flutningskerfinu. Eitt viðmiðið er t.d. að bera ávallt saman áhrif þess að leggja loftlínu eða jarðstreng á ákveðnum svæðum þrátt fyrir að við samanburð á kostnaði komi í ljós að jarðstrengur sé umtalsvert dýrari en loftlína. Slík svæði eru m.a. náttúruverndarsvæði, svæði við flugvelli og svæði þar sem veðurálag er mikið og jarðstrengur gæti aukið afhendingaröryggi. Landsneti er nú í lófa lagið að taka til endurskoðunar afstöðu sína gagnvart jarðstrengslögn á ofangreindum viðmiðunarsvæðum á línuleiðum Suðurnesjalínu 2 og Blöndulínu 3, sem báðar bíða leyfisveitinga. Það væri Landsneti til sóma að rétta út slíka sáttahönd til handa landeigendum og sveitarfélögum, sem ítrekað hafa farið fram á að mat á umhverfisáhrifum jarðstrengja fari fram á þessum svæðum til samanburðar við loftlínur. Hvað með Kröflulínu 3? Að lokum er áhugavert að rýna í matsáætlun Landsnets vegna fyrirhugaðrar Kröflulínu 3, sem birt var 26. febrúar sl. Þar segir á bls. 1: „…en jarðstrengskostur verður ekki lagður fram til mats á umhverfisáhrifum“. Það er því ekki að sjá að Landsnet hyggist fylgja þeim grundarvallarviðmiðum sem forstjóri fyrirtækisins skrifaði upp á í jarðstrengsnefndinni. Það er því eðlilegt að spyrja: Mun Landsnet fara að eigin tillögum?
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun