5 góð rök gegn náttúrupassa! Bjarnheiður Hallsdóttir og Pétur Óskarsson skrifar 24. nóvember 2014 10:00 Nú er svo komið að nokkur sátt ríkir um það innan ferðaþjónustunnar á Íslandi að skapa þurfi sérstakan tekjustofn til þess að fjármagna viðhald og uppbyggingu á og við ferðamannastaði á landinu. Skiptar skoðanir eru á því hvernig best sé að haga gjaldheimtu. Nokkrar leiðir hafa verið nefndar til að búa til tekjustofna, þ.ám. innleiðing s.k. náttúrupassa, komu- eða brottfarargjald, hækkun virðisaukaskatts á einhverjar tegundir ferðaþjónustu, gistináttagjald og sérstakur skattur á gistingu sem hefði beina tengingu við sveitarfélög og myndi um leið tryggja þeim sneið af kökunni. Sú leið sem ráðherra ferðamála, Ragnheiður Elín Árnadóttir, hefur valið að setja í frekari útfærslu er hin svokallaða náttúrupassaleið og er frumvarp um upptöku hans í undirbúningi. En hvað mælir gegn náttúrupassanum? 1. Ef náttúrupassi á að skila tilætluðum tekjum myndi hann útheimta mjög kostnaðarsamt kerfi með mikilli skriffinnsku, umfangsmiklu eftirlitskerfi og háum markaðs, sölu- og dreifingarkostnaði 2. Gjald fyrir náttúrupassa þyrfti að vera hlutfallslega hátt til þess að standa undir eigin kostnaði og rekstri. Það er því mikil hætta á að gagnvart erlendum ferðamönnum myndi það hafa áhrif á eftirspurn eftir Íslandsferðum og skerða samkeppnishæfni Íslands á alþjóðlegum ferðamörkuðum. 3. Að innleiða náttúrupassann er mjög flókið í allri framkvæmd, hvar sem niður er borið – sem dæmi má nefna að bara það að selja hann (hver, hvar, hvenær, hvernig) er mjög erfitt að finna viðunandi lausn á. 4. Náttúrupassi myndi hafa slæm áhrif á ásýnd landsins og skerða náttúruupplifun ferðamanna – girðingar, tollahlið, gjaldheimtumenn, verðir, eftirlitsmenn og annað þess háttar myndu verða mikið lýti á landslaginu og upplifun þess, sem er helsta aðdráttaraflið í íslenskri ferðaþjónustu. 5. Náttúrupassinn er í andstöðu við vilja og sannfæringu stórs hluta þeirra sem reka og starfa við ferðaþjónustu í landinu, en án góðrar samvinnu við þá verður erfitt að hrinda verkinu í framkvæmd. Allar hinar hugmyndirnar eru einfaldari, skilvirkari og hafa miklu minni kostnað í för með sér. Allar tryggja þær öruggari tekjur. Því er það með öllu óskiljanlegt að ráðherra ferðamála ætli að halda áfram með þessa vondu hugmynd. Náttúrupassanum verður þar að auki þrengt upp á atvinnugreinina, sem vill ekkert með hann hafa. Enn er ekki orðið of seint að skipta um skoðun og hvetjum við ráðherra ferðamála til að hugsa sinn gang mjög vandlega áður en hún leggur fram frumvarp til upptöku náttúrupassa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Pétur Óskarsson Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Nú er svo komið að nokkur sátt ríkir um það innan ferðaþjónustunnar á Íslandi að skapa þurfi sérstakan tekjustofn til þess að fjármagna viðhald og uppbyggingu á og við ferðamannastaði á landinu. Skiptar skoðanir eru á því hvernig best sé að haga gjaldheimtu. Nokkrar leiðir hafa verið nefndar til að búa til tekjustofna, þ.ám. innleiðing s.k. náttúrupassa, komu- eða brottfarargjald, hækkun virðisaukaskatts á einhverjar tegundir ferðaþjónustu, gistináttagjald og sérstakur skattur á gistingu sem hefði beina tengingu við sveitarfélög og myndi um leið tryggja þeim sneið af kökunni. Sú leið sem ráðherra ferðamála, Ragnheiður Elín Árnadóttir, hefur valið að setja í frekari útfærslu er hin svokallaða náttúrupassaleið og er frumvarp um upptöku hans í undirbúningi. En hvað mælir gegn náttúrupassanum? 1. Ef náttúrupassi á að skila tilætluðum tekjum myndi hann útheimta mjög kostnaðarsamt kerfi með mikilli skriffinnsku, umfangsmiklu eftirlitskerfi og háum markaðs, sölu- og dreifingarkostnaði 2. Gjald fyrir náttúrupassa þyrfti að vera hlutfallslega hátt til þess að standa undir eigin kostnaði og rekstri. Það er því mikil hætta á að gagnvart erlendum ferðamönnum myndi það hafa áhrif á eftirspurn eftir Íslandsferðum og skerða samkeppnishæfni Íslands á alþjóðlegum ferðamörkuðum. 3. Að innleiða náttúrupassann er mjög flókið í allri framkvæmd, hvar sem niður er borið – sem dæmi má nefna að bara það að selja hann (hver, hvar, hvenær, hvernig) er mjög erfitt að finna viðunandi lausn á. 4. Náttúrupassi myndi hafa slæm áhrif á ásýnd landsins og skerða náttúruupplifun ferðamanna – girðingar, tollahlið, gjaldheimtumenn, verðir, eftirlitsmenn og annað þess háttar myndu verða mikið lýti á landslaginu og upplifun þess, sem er helsta aðdráttaraflið í íslenskri ferðaþjónustu. 5. Náttúrupassinn er í andstöðu við vilja og sannfæringu stórs hluta þeirra sem reka og starfa við ferðaþjónustu í landinu, en án góðrar samvinnu við þá verður erfitt að hrinda verkinu í framkvæmd. Allar hinar hugmyndirnar eru einfaldari, skilvirkari og hafa miklu minni kostnað í för með sér. Allar tryggja þær öruggari tekjur. Því er það með öllu óskiljanlegt að ráðherra ferðamála ætli að halda áfram með þessa vondu hugmynd. Náttúrupassanum verður þar að auki þrengt upp á atvinnugreinina, sem vill ekkert með hann hafa. Enn er ekki orðið of seint að skipta um skoðun og hvetjum við ráðherra ferðamála til að hugsa sinn gang mjög vandlega áður en hún leggur fram frumvarp til upptöku náttúrupassa.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun