Frekar afskipt ef mönnun er of lítil Linda Blöndal skrifar 9. febrúar 2015 19:30 Laura Scheving Thorsteinsson Búast má við að tilhneiging sé meiri til þess að láta vistmenn á hjúkrunarheimilum sitja aðgerðarlausa fyrir framan sjónvarpið þar sem ekki hefur tekist að uppfylla gæðaviðmið Landlæknis um fjölda starfsmanna. Þetta segir Laura Scheving Thorsteinsson, staðgengill sviðstjóra á Eftirlits-og gæðasviði Landlæknisembættisins. Hörð gagnrýni kom fram um helgina á þjónustu við aldraða vistmenn á hjúkrunarheimilum. Í umfjöllun Fréttablaðsins um helgina segja þrjár konur frá reynslu sinni og aldraðra foreldra sinna sem lögðust inn á hjúkrunarheimili og að þar hafi foreldrið fengið niðurbrjótandi umönnun. Gamla fólkið hafi þurft að þola niðurlægjandi og vanvirðandi framkomu. Móðir einnar konunnar var samstundis sett í sjúkrarúm og bundin í hjólastól og fékk enga aðstoð til að ganga um eftir það. Þá beið hún iðulega svo lengi eftir hjálp að hún lá oft, ein og lengi, hlandblaut í rúminu og orðum hreytt í hana. Oftast kvartað undan of fáum starfskröftumAðstandendur geta ekki sent kvartanir til Landlæknis, heldur bara vistmaðurinn sjálfur og er það fátítt. Óformlegar ábendingar berast þó, samkvæmt upplýsingum frá Landlækni, og fjalla þær oft um að mönnun sé ábótavant. „Það kvartar undan því að því finnist starfsfólkið vera of fátt og því finnist það hafa svo mikið að gera og hafi ekki nægan tíma til að sinna þeim skjólstæðingum sem búa á viðkomandi hjúkrunarheimili,“ segir Lára.Ná ekki nýjum viðmiðum Öldruðum fjölgar og fleiri eru mjög veikir inni á hjúkrunarheimilunum sem eru orðnir að miklu leyti líknandi stofnanir. Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í öldrunarhjúkrun, sagði í samtali við Fréttablaðið að það væri forgangsatriði að endurskoða mönnun á heimilinum. Landlæknir hefur einmitt sett ný mönnunarviðmið á hjúkrunarheimilum um að fjölga starfsfólki en án fjármagns geta sum þeirra alls ekki náð þeim þótt ekki sé vitað hve mörg eru svo illa stödd. „Það er ekki skylda að fara eftir mönnunarviðmiðunum,“ segir Lára. „Þetta eru fagleg viðmið sem við höfum sett og við vitum að það eru mjög mörg hjúkrunarheimili sem hafa ekki bolmagn til að fara eftir þeim vegna fjárskorts.“ Hún bendir á að Landlæknir hafi haft mikið eftirlit með hjúkrunarheimilum að undanförnu og gert mikið af úttektum og farið hafi verið inn á langflest hjúkrunarheimili á landinu. „Við skoðum mönnunina í hverri einustu úttekt og eins og fjárhagur margra heimila er núna, þá hafa mörg heimilanna klárlega ekki getu til að auka við faglært starfsfólk eða fjölga umönnunarstundum.“ Mikil lyfjagjöf almenntÍ Fréttablaðinu segir ein kvennanna þetta líka: „Móður minni var ítrekað rúllað upp að glugga eða sjónvarpi með stillimyndinni og þar sat hún bara, mig grunar að það hafi verið dælt í hana töflum, hún var svo sljó.“ Lára segir hjúkrunarheimili mjög í ólík í þessum efnum en almennt megi segja að fólk á hjúkrunarheimilum fái umtalsvert af lyfjum. „Ég held að það sé óhætt að segja það. Margir taka mjög mörg lyf. Þegar það er lítil mönnun, þá er líklegra að fólk sé bara sett fyrir framan sjónvarpið.“ Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Sakleysi dætranna hafa gufað upp Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Búast má við að tilhneiging sé meiri til þess að láta vistmenn á hjúkrunarheimilum sitja aðgerðarlausa fyrir framan sjónvarpið þar sem ekki hefur tekist að uppfylla gæðaviðmið Landlæknis um fjölda starfsmanna. Þetta segir Laura Scheving Thorsteinsson, staðgengill sviðstjóra á Eftirlits-og gæðasviði Landlæknisembættisins. Hörð gagnrýni kom fram um helgina á þjónustu við aldraða vistmenn á hjúkrunarheimilum. Í umfjöllun Fréttablaðsins um helgina segja þrjár konur frá reynslu sinni og aldraðra foreldra sinna sem lögðust inn á hjúkrunarheimili og að þar hafi foreldrið fengið niðurbrjótandi umönnun. Gamla fólkið hafi þurft að þola niðurlægjandi og vanvirðandi framkomu. Móðir einnar konunnar var samstundis sett í sjúkrarúm og bundin í hjólastól og fékk enga aðstoð til að ganga um eftir það. Þá beið hún iðulega svo lengi eftir hjálp að hún lá oft, ein og lengi, hlandblaut í rúminu og orðum hreytt í hana. Oftast kvartað undan of fáum starfskröftumAðstandendur geta ekki sent kvartanir til Landlæknis, heldur bara vistmaðurinn sjálfur og er það fátítt. Óformlegar ábendingar berast þó, samkvæmt upplýsingum frá Landlækni, og fjalla þær oft um að mönnun sé ábótavant. „Það kvartar undan því að því finnist starfsfólkið vera of fátt og því finnist það hafa svo mikið að gera og hafi ekki nægan tíma til að sinna þeim skjólstæðingum sem búa á viðkomandi hjúkrunarheimili,“ segir Lára.Ná ekki nýjum viðmiðum Öldruðum fjölgar og fleiri eru mjög veikir inni á hjúkrunarheimilunum sem eru orðnir að miklu leyti líknandi stofnanir. Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í öldrunarhjúkrun, sagði í samtali við Fréttablaðið að það væri forgangsatriði að endurskoða mönnun á heimilinum. Landlæknir hefur einmitt sett ný mönnunarviðmið á hjúkrunarheimilum um að fjölga starfsfólki en án fjármagns geta sum þeirra alls ekki náð þeim þótt ekki sé vitað hve mörg eru svo illa stödd. „Það er ekki skylda að fara eftir mönnunarviðmiðunum,“ segir Lára. „Þetta eru fagleg viðmið sem við höfum sett og við vitum að það eru mjög mörg hjúkrunarheimili sem hafa ekki bolmagn til að fara eftir þeim vegna fjárskorts.“ Hún bendir á að Landlæknir hafi haft mikið eftirlit með hjúkrunarheimilum að undanförnu og gert mikið af úttektum og farið hafi verið inn á langflest hjúkrunarheimili á landinu. „Við skoðum mönnunina í hverri einustu úttekt og eins og fjárhagur margra heimila er núna, þá hafa mörg heimilanna klárlega ekki getu til að auka við faglært starfsfólk eða fjölga umönnunarstundum.“ Mikil lyfjagjöf almenntÍ Fréttablaðinu segir ein kvennanna þetta líka: „Móður minni var ítrekað rúllað upp að glugga eða sjónvarpi með stillimyndinni og þar sat hún bara, mig grunar að það hafi verið dælt í hana töflum, hún var svo sljó.“ Lára segir hjúkrunarheimili mjög í ólík í þessum efnum en almennt megi segja að fólk á hjúkrunarheimilum fái umtalsvert af lyfjum. „Ég held að það sé óhætt að segja það. Margir taka mjög mörg lyf. Þegar það er lítil mönnun, þá er líklegra að fólk sé bara sett fyrir framan sjónvarpið.“
Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Sakleysi dætranna hafa gufað upp Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“