Sat allan daginn fyrir framan sjónvarp með stillimynd Stefán Árni Pálsson skrifar 9. febrúar 2015 07:42 Í Fréttablaðinu um helgina var ítarleg umfjöllun um stöðu aldraðra í samfélaginu. vísir Formaður Landsambands eldri borgara segir að víða sé pottur brotinn í málefnum aldraðra hér á landi. Málaflokkurinn hafi setið of lengi á hakanum hjá stjórnvöldum, og að hann einkennist af skipulagsleysi og fjársvelti. Brýn þörf sé á að stofna embætti Umboðsmanns aldraðra. Í Fréttablaðinu um helgina var ítarleg umfjöllun um stöðu aldraðra í samfélaginu. Þar segja aðstandendur að umönnun á hjúkrunarheimilum einkennist af skeytingarleysi, tungumálaörðugleikum og tímaskorti, og að erfitt sé að horfa upp á ástvini sína tapa virðingu sinni í ellinni. Tungumálaörðugleikar og tímaskortur sé viðvarandi ástand á hjúkrunarheimilum. Á einum stað lýsir aðstandandi því að móðir hennar hafi sífellt þurft að bíða svo lengi eftir aðstoð að hún pissaði á sig. Þá lýsir önnur kona því hvernig móður hennar hafi verið rúllað upp að sjónvarpi með stillimynd þar sem hún hafi setið allan daginn. Formaður Landsambands eldri borgara segir að aldraðir séu í dag hópur sem lítið heyrist í. Málefni þeirra hafi því setið of lengi á hakanum og séu í miklum ólestri. Sífellt sé verið að skera niður og að staðan sé nú orðin alvarleg. „Við könnumst við svona dæmi og höfum heyrt þessar sögur,“ segir Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssamtaka eldri borgara. „Það er ýmislegt að í þessu og sérstaklega er ekki nægilega mikil mönnun á hjúkrunarheimilunum, heimilin hafa kvartað yfir því að það hefur verið skorið niður fjármagn á síðustu árum, en á sama tíma er meiri aðsókn í hjúkrunarheimilin. Eldri borgurum fjölgar hratt. Árið 2013 voru þeir um ellefu prósent Íslendinga, en árið 2040 er gert ráð fyrir að þeir verði orðnir um 19 prósent, og 23 prósent árið 2060. Jóna Valgerður segir sífelldar kröfur um aukinn sparnað ekki ganga lengur. „Í stuttu máli má kannski segja að það vanti verulega stefnumótun í málefnum aldraðra. Síðasta stefnumótun sem ég man eftir var árið 2007 og það hefur margt gerst síðan.“ Jóna Valgerður veit um mörg dæmi þess að aldraðir jafnvel kvíði því að fara inn á hjúkrunarheimili. Tengdar fréttir Segja leiðréttingu ólokið Kjaramálanefnd Landssambands eldri borgara lýsa yfir undrun sinni á ummælum forsætisráðherra í nýjársávarpi sínu 7. febrúar 2015 12:12 Umönnun aldraðra: „Komið betur fram við hunda en okkur.“ Aðstandendur segja að umönnun eldra fólks á hjúkrunarheimilum sé fyrir neðan allar hellur. Mannekla og fjárskortur kemur niður á samskiptum við vistmenn. Margir upplifa sig afskipta. Rætt er við fagaðila um úrlausn mála. 7. febrúar 2015 10:00 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Fleiri fréttir Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Sjá meira
Formaður Landsambands eldri borgara segir að víða sé pottur brotinn í málefnum aldraðra hér á landi. Málaflokkurinn hafi setið of lengi á hakanum hjá stjórnvöldum, og að hann einkennist af skipulagsleysi og fjársvelti. Brýn þörf sé á að stofna embætti Umboðsmanns aldraðra. Í Fréttablaðinu um helgina var ítarleg umfjöllun um stöðu aldraðra í samfélaginu. Þar segja aðstandendur að umönnun á hjúkrunarheimilum einkennist af skeytingarleysi, tungumálaörðugleikum og tímaskorti, og að erfitt sé að horfa upp á ástvini sína tapa virðingu sinni í ellinni. Tungumálaörðugleikar og tímaskortur sé viðvarandi ástand á hjúkrunarheimilum. Á einum stað lýsir aðstandandi því að móðir hennar hafi sífellt þurft að bíða svo lengi eftir aðstoð að hún pissaði á sig. Þá lýsir önnur kona því hvernig móður hennar hafi verið rúllað upp að sjónvarpi með stillimynd þar sem hún hafi setið allan daginn. Formaður Landsambands eldri borgara segir að aldraðir séu í dag hópur sem lítið heyrist í. Málefni þeirra hafi því setið of lengi á hakanum og séu í miklum ólestri. Sífellt sé verið að skera niður og að staðan sé nú orðin alvarleg. „Við könnumst við svona dæmi og höfum heyrt þessar sögur,“ segir Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssamtaka eldri borgara. „Það er ýmislegt að í þessu og sérstaklega er ekki nægilega mikil mönnun á hjúkrunarheimilunum, heimilin hafa kvartað yfir því að það hefur verið skorið niður fjármagn á síðustu árum, en á sama tíma er meiri aðsókn í hjúkrunarheimilin. Eldri borgurum fjölgar hratt. Árið 2013 voru þeir um ellefu prósent Íslendinga, en árið 2040 er gert ráð fyrir að þeir verði orðnir um 19 prósent, og 23 prósent árið 2060. Jóna Valgerður segir sífelldar kröfur um aukinn sparnað ekki ganga lengur. „Í stuttu máli má kannski segja að það vanti verulega stefnumótun í málefnum aldraðra. Síðasta stefnumótun sem ég man eftir var árið 2007 og það hefur margt gerst síðan.“ Jóna Valgerður veit um mörg dæmi þess að aldraðir jafnvel kvíði því að fara inn á hjúkrunarheimili.
Tengdar fréttir Segja leiðréttingu ólokið Kjaramálanefnd Landssambands eldri borgara lýsa yfir undrun sinni á ummælum forsætisráðherra í nýjársávarpi sínu 7. febrúar 2015 12:12 Umönnun aldraðra: „Komið betur fram við hunda en okkur.“ Aðstandendur segja að umönnun eldra fólks á hjúkrunarheimilum sé fyrir neðan allar hellur. Mannekla og fjárskortur kemur niður á samskiptum við vistmenn. Margir upplifa sig afskipta. Rætt er við fagaðila um úrlausn mála. 7. febrúar 2015 10:00 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Fleiri fréttir Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Sjá meira
Segja leiðréttingu ólokið Kjaramálanefnd Landssambands eldri borgara lýsa yfir undrun sinni á ummælum forsætisráðherra í nýjársávarpi sínu 7. febrúar 2015 12:12
Umönnun aldraðra: „Komið betur fram við hunda en okkur.“ Aðstandendur segja að umönnun eldra fólks á hjúkrunarheimilum sé fyrir neðan allar hellur. Mannekla og fjárskortur kemur niður á samskiptum við vistmenn. Margir upplifa sig afskipta. Rætt er við fagaðila um úrlausn mála. 7. febrúar 2015 10:00