Óskir fatlaðs fólks Ellen Calmon skrifar 20. nóvember 2015 07:00 Öryrkjabandalag Íslands hefur undanfarna mánuði staðið fyrir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á stjórnvöld að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Miðvikudaginn 11. nóvember sl. var Ólöfu Nordal innanríkisráðherra afhentar undirskriftir 17.000 einstaklinga sem tóku þátt í áskoruninni. Þá voru öllum þingmönnum afhentar óskir fatlaðs fólks sem allar rúmast undir samningnum. Óskir þessar eru mörgum sjálfsagðar eins og að fá að stunda skóla með krökkunum í hverfinu, að fá að stunda vinnu, að búa við mannsæmandi lífskjör eða að geta átt þess kost að skoða landið okkar. Fatlaðar konur og ofbeldi Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er óháður tegund fötlunar, kyni og aldri og er leiðarvísir að því hvernig tryggja skal fötluðu fólki mannréttindi og tækifæri til jafns við aðra í lífinu og gera því þannig kleift að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Í dag hefur fatlað fólk ekki sömu tækifæri og aðrir vegna líkamlegra, samskiptalegra og stofnanalegra hindrana. Aðildarríki samningsins viðurkenna að fatlaðar konur og stúlkur eru oft í meiri hættu, innan heimilis sem utan, á að verða þolendur ofbeldis. Aðildarríkjum ber því að taka sérstakt tillit til fatlaðra kvenna og gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja fullan þroska, framgang og valdeflingu kvenna í þeim tilgangi að þau mannréttindi og það grundvallarfrelsi sem sett eru fram í samningnum sé tryggt. Niðurstöður rannsókna sýna einnig að fatlaðar konur eru líklegri til að verða fyrir ofbeldi en aðrar konur og að ofbeldi gegn fötluðum konum er nátengt valdleysi þeirra í eigin lífi og jaðarsettri stöðu þeirra í samfélaginu. Með öðrum orðum þá þrífst ofbeldi í aðgreiningu. Þessu þarf að breyta. Mikilvægi samningsins Samningurinn breytir sjónarhorni ölmusu í mannréttindasjónarmið og læknisfræðilegu sjónarmiði í félagslegt. Stjórnmálamenn í mörgum löndum láta byggja sérskóla, sérstök dvalarheimili eða sérstök húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk. Það sem þeir ættu hins vegar að hugsa um er t.d. hvernig verður séð til þess að fötluð börn fái sömu tækifæri og standi jafnfætis öðrum börnum þegar þau vaxa úr grasi. Það gerist ekki með sérúrræðum heldur með því að fötluð börn líkt og önnur börn fái þann stuðning sem þau þurfa og hvatningu og hafi þar af leiðandi sömu tækifæri í samfélaginu. Til að vekja athygli á samningnum lét ÖBÍ meðal annars vinna myndbönd sem fjalla um aðstæður sem fatlað fólk upplifir margt hvert á Íslandi í dag. Myndböndin eru öll byggð á sönnum atburðum. Efnistökin eru meðal annars: Þátttaka í fjölskyldulífi, aðgengi fyrir alla, val um tjáningarleiðir, forræðishyggja, fordómar og framfærsla. Myndböndin er hægt að sjá á heimasíðunni www.obi.is Tilgangur myndbandanna er að sýna mikilvægi þess að fatlað fólk njóti mannréttinda í samræmi við Samning Sameinuðu þjóðanna. Í myndböndunum var hlutverkunum snúið við í flestum tilvikum þannig að ófatlað fólk lék fatlað fólk og öfugt. Gerð voru sjö myndbönd sem eru öll mjög stutt með snörpum skilaboðum og eru flest öll um eða undir einni mínútu að lengd. Öryrkjabandalagið hefur í mörg ár barist fyrir því að samningurinn verði fullgiltur og lögfestur en hann var undirritaður af Íslands hálfu í mars árið 2007. Nú hafa 160 ríki fullgilt hann og er Ísland annað tveggja Norðurlanda sem ekki hafa fullgilt samninginn. Finnland er hitt norræna ríkið sem er að ljúka vinnu við fullgildingu. Við höfum fengið sömu svörin í átta ár; „Við erum að vinna að þessu.“ Stærsta óskin sem afhent var 11. nóvember síðastliðinn er óskin um að samningurinn verði fullgiltur sem fyrst. Nú er kominn tími til að forgangsraða í þágu mannréttinda. Og já frú innanríkisráðherra, þú getur gert betur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands hefur undanfarna mánuði staðið fyrir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á stjórnvöld að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Miðvikudaginn 11. nóvember sl. var Ólöfu Nordal innanríkisráðherra afhentar undirskriftir 17.000 einstaklinga sem tóku þátt í áskoruninni. Þá voru öllum þingmönnum afhentar óskir fatlaðs fólks sem allar rúmast undir samningnum. Óskir þessar eru mörgum sjálfsagðar eins og að fá að stunda skóla með krökkunum í hverfinu, að fá að stunda vinnu, að búa við mannsæmandi lífskjör eða að geta átt þess kost að skoða landið okkar. Fatlaðar konur og ofbeldi Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er óháður tegund fötlunar, kyni og aldri og er leiðarvísir að því hvernig tryggja skal fötluðu fólki mannréttindi og tækifæri til jafns við aðra í lífinu og gera því þannig kleift að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Í dag hefur fatlað fólk ekki sömu tækifæri og aðrir vegna líkamlegra, samskiptalegra og stofnanalegra hindrana. Aðildarríki samningsins viðurkenna að fatlaðar konur og stúlkur eru oft í meiri hættu, innan heimilis sem utan, á að verða þolendur ofbeldis. Aðildarríkjum ber því að taka sérstakt tillit til fatlaðra kvenna og gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja fullan þroska, framgang og valdeflingu kvenna í þeim tilgangi að þau mannréttindi og það grundvallarfrelsi sem sett eru fram í samningnum sé tryggt. Niðurstöður rannsókna sýna einnig að fatlaðar konur eru líklegri til að verða fyrir ofbeldi en aðrar konur og að ofbeldi gegn fötluðum konum er nátengt valdleysi þeirra í eigin lífi og jaðarsettri stöðu þeirra í samfélaginu. Með öðrum orðum þá þrífst ofbeldi í aðgreiningu. Þessu þarf að breyta. Mikilvægi samningsins Samningurinn breytir sjónarhorni ölmusu í mannréttindasjónarmið og læknisfræðilegu sjónarmiði í félagslegt. Stjórnmálamenn í mörgum löndum láta byggja sérskóla, sérstök dvalarheimili eða sérstök húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk. Það sem þeir ættu hins vegar að hugsa um er t.d. hvernig verður séð til þess að fötluð börn fái sömu tækifæri og standi jafnfætis öðrum börnum þegar þau vaxa úr grasi. Það gerist ekki með sérúrræðum heldur með því að fötluð börn líkt og önnur börn fái þann stuðning sem þau þurfa og hvatningu og hafi þar af leiðandi sömu tækifæri í samfélaginu. Til að vekja athygli á samningnum lét ÖBÍ meðal annars vinna myndbönd sem fjalla um aðstæður sem fatlað fólk upplifir margt hvert á Íslandi í dag. Myndböndin eru öll byggð á sönnum atburðum. Efnistökin eru meðal annars: Þátttaka í fjölskyldulífi, aðgengi fyrir alla, val um tjáningarleiðir, forræðishyggja, fordómar og framfærsla. Myndböndin er hægt að sjá á heimasíðunni www.obi.is Tilgangur myndbandanna er að sýna mikilvægi þess að fatlað fólk njóti mannréttinda í samræmi við Samning Sameinuðu þjóðanna. Í myndböndunum var hlutverkunum snúið við í flestum tilvikum þannig að ófatlað fólk lék fatlað fólk og öfugt. Gerð voru sjö myndbönd sem eru öll mjög stutt með snörpum skilaboðum og eru flest öll um eða undir einni mínútu að lengd. Öryrkjabandalagið hefur í mörg ár barist fyrir því að samningurinn verði fullgiltur og lögfestur en hann var undirritaður af Íslands hálfu í mars árið 2007. Nú hafa 160 ríki fullgilt hann og er Ísland annað tveggja Norðurlanda sem ekki hafa fullgilt samninginn. Finnland er hitt norræna ríkið sem er að ljúka vinnu við fullgildingu. Við höfum fengið sömu svörin í átta ár; „Við erum að vinna að þessu.“ Stærsta óskin sem afhent var 11. nóvember síðastliðinn er óskin um að samningurinn verði fullgiltur sem fyrst. Nú er kominn tími til að forgangsraða í þágu mannréttinda. Og já frú innanríkisráðherra, þú getur gert betur!
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun