Bréf til Gunnars Braga og Hönnu Birnu Össur Skarphéðinsson, Óttar Proppé, Birgitta Jónsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir skrifa 7. desember 2015 07:00 Gunnar Bragi leggur óskiljanlegt ofurkapp á að leggja niður Þróunarsamvinnustofnun. Faglegir sérfræðingar eru því harðlega andvígir. Á Alþingi er málið í algjörum hnút og stefnir í langvinn átök. Við leggjum hins vegar til nýja sátt um ÞSSÍ með tillögu um að „írska módelið“ verði innleitt. Írar hafa alla þróunarsamvinnu innan utanríkisráðuneytisins – einsog Gunnar Bragi vill – en í sérstakri stofnun. Við leggjum hér til sama fyrirkomulag. Í því felst að öll verkefni verði færð inn í ráðuneytið en höfð í sérstakri stofnun sem ber nafn ÞSSÍ. Starfsmenn verði ekki flutningsskyldir og einungis menntað fagfólk ráðið til starfa. Þetta er mögulegt með nýjum lögum, sem tóku gildi um stjórnarráðið í júlí sl. Þau heimila stofnun starfseininga, ráðuneytisstofnana, um sérstök, afmörkuð verkefni undir stjórn ráðherra. Lögin voru beinlínis sett með sameiningu og hagræðingu stofnana í huga. Nýju lögin eru einsog klæðskerasniðin fyrir sáttatillögu okkar. Með henni fær ráðherrann skýrt ákvörðunarvald yfir stofnuninni. Um leið fær hann „betri yfirsýn“ sem hann telur skorta. Enginn „tvíverknaður“ gæti orðið milli ráðuneytis og ÞSSÍ. Sömuleiðis yrði gulltryggt að stofnunin gengi í takt við utanríkisstefnuna. Allt eru þetta yfirlýst markmið ráðherrans. Ávinningur fyrir þróunarsamvinnu yrði að starfseiningin helst óskert og starfsmenn yrðu áfram ráðnir einungis úr hópi sérfræðinga með sérmenntun í þróunarsamvinnu. Reynslusjóður og þekking ÞSSÍ byggist áfram upp – en tvístrast ekki. Hér er gullvægt tækifæri fyrir ráðherrann til að taka upp merki forvera sinna sem allir lögðu kapp á þverpólitíska sátt um þróunarsamvinnu. Hér er tækifæri fyrir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, formann utanríkismálanefndar, til að sýna í verki margyfirlýstan vilja sinn til að innleiða ný vinnubrögð samtals og sáttar í stjórnmálin. Saman geta nú Gunnar Bragi og Hanna Birna leitt deilur um ÞSSÍ í jörð án þess að slaka nokkuð á óskum stjórnarliða. – En það þarf hugrekki til að taka í útrétta sáttahönd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Össur Skarphéðinsson Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Sjá meira
Gunnar Bragi leggur óskiljanlegt ofurkapp á að leggja niður Þróunarsamvinnustofnun. Faglegir sérfræðingar eru því harðlega andvígir. Á Alþingi er málið í algjörum hnút og stefnir í langvinn átök. Við leggjum hins vegar til nýja sátt um ÞSSÍ með tillögu um að „írska módelið“ verði innleitt. Írar hafa alla þróunarsamvinnu innan utanríkisráðuneytisins – einsog Gunnar Bragi vill – en í sérstakri stofnun. Við leggjum hér til sama fyrirkomulag. Í því felst að öll verkefni verði færð inn í ráðuneytið en höfð í sérstakri stofnun sem ber nafn ÞSSÍ. Starfsmenn verði ekki flutningsskyldir og einungis menntað fagfólk ráðið til starfa. Þetta er mögulegt með nýjum lögum, sem tóku gildi um stjórnarráðið í júlí sl. Þau heimila stofnun starfseininga, ráðuneytisstofnana, um sérstök, afmörkuð verkefni undir stjórn ráðherra. Lögin voru beinlínis sett með sameiningu og hagræðingu stofnana í huga. Nýju lögin eru einsog klæðskerasniðin fyrir sáttatillögu okkar. Með henni fær ráðherrann skýrt ákvörðunarvald yfir stofnuninni. Um leið fær hann „betri yfirsýn“ sem hann telur skorta. Enginn „tvíverknaður“ gæti orðið milli ráðuneytis og ÞSSÍ. Sömuleiðis yrði gulltryggt að stofnunin gengi í takt við utanríkisstefnuna. Allt eru þetta yfirlýst markmið ráðherrans. Ávinningur fyrir þróunarsamvinnu yrði að starfseiningin helst óskert og starfsmenn yrðu áfram ráðnir einungis úr hópi sérfræðinga með sérmenntun í þróunarsamvinnu. Reynslusjóður og þekking ÞSSÍ byggist áfram upp – en tvístrast ekki. Hér er gullvægt tækifæri fyrir ráðherrann til að taka upp merki forvera sinna sem allir lögðu kapp á þverpólitíska sátt um þróunarsamvinnu. Hér er tækifæri fyrir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, formann utanríkismálanefndar, til að sýna í verki margyfirlýstan vilja sinn til að innleiða ný vinnubrögð samtals og sáttar í stjórnmálin. Saman geta nú Gunnar Bragi og Hanna Birna leitt deilur um ÞSSÍ í jörð án þess að slaka nokkuð á óskum stjórnarliða. – En það þarf hugrekki til að taka í útrétta sáttahönd.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun