Bréf til Gunnars Braga og Hönnu Birnu Össur Skarphéðinsson, Óttar Proppé, Birgitta Jónsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir skrifa 7. desember 2015 07:00 Gunnar Bragi leggur óskiljanlegt ofurkapp á að leggja niður Þróunarsamvinnustofnun. Faglegir sérfræðingar eru því harðlega andvígir. Á Alþingi er málið í algjörum hnút og stefnir í langvinn átök. Við leggjum hins vegar til nýja sátt um ÞSSÍ með tillögu um að „írska módelið“ verði innleitt. Írar hafa alla þróunarsamvinnu innan utanríkisráðuneytisins – einsog Gunnar Bragi vill – en í sérstakri stofnun. Við leggjum hér til sama fyrirkomulag. Í því felst að öll verkefni verði færð inn í ráðuneytið en höfð í sérstakri stofnun sem ber nafn ÞSSÍ. Starfsmenn verði ekki flutningsskyldir og einungis menntað fagfólk ráðið til starfa. Þetta er mögulegt með nýjum lögum, sem tóku gildi um stjórnarráðið í júlí sl. Þau heimila stofnun starfseininga, ráðuneytisstofnana, um sérstök, afmörkuð verkefni undir stjórn ráðherra. Lögin voru beinlínis sett með sameiningu og hagræðingu stofnana í huga. Nýju lögin eru einsog klæðskerasniðin fyrir sáttatillögu okkar. Með henni fær ráðherrann skýrt ákvörðunarvald yfir stofnuninni. Um leið fær hann „betri yfirsýn“ sem hann telur skorta. Enginn „tvíverknaður“ gæti orðið milli ráðuneytis og ÞSSÍ. Sömuleiðis yrði gulltryggt að stofnunin gengi í takt við utanríkisstefnuna. Allt eru þetta yfirlýst markmið ráðherrans. Ávinningur fyrir þróunarsamvinnu yrði að starfseiningin helst óskert og starfsmenn yrðu áfram ráðnir einungis úr hópi sérfræðinga með sérmenntun í þróunarsamvinnu. Reynslusjóður og þekking ÞSSÍ byggist áfram upp – en tvístrast ekki. Hér er gullvægt tækifæri fyrir ráðherrann til að taka upp merki forvera sinna sem allir lögðu kapp á þverpólitíska sátt um þróunarsamvinnu. Hér er tækifæri fyrir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, formann utanríkismálanefndar, til að sýna í verki margyfirlýstan vilja sinn til að innleiða ný vinnubrögð samtals og sáttar í stjórnmálin. Saman geta nú Gunnar Bragi og Hanna Birna leitt deilur um ÞSSÍ í jörð án þess að slaka nokkuð á óskum stjórnarliða. – En það þarf hugrekki til að taka í útrétta sáttahönd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Össur Skarphéðinsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Gunnar Bragi leggur óskiljanlegt ofurkapp á að leggja niður Þróunarsamvinnustofnun. Faglegir sérfræðingar eru því harðlega andvígir. Á Alþingi er málið í algjörum hnút og stefnir í langvinn átök. Við leggjum hins vegar til nýja sátt um ÞSSÍ með tillögu um að „írska módelið“ verði innleitt. Írar hafa alla þróunarsamvinnu innan utanríkisráðuneytisins – einsog Gunnar Bragi vill – en í sérstakri stofnun. Við leggjum hér til sama fyrirkomulag. Í því felst að öll verkefni verði færð inn í ráðuneytið en höfð í sérstakri stofnun sem ber nafn ÞSSÍ. Starfsmenn verði ekki flutningsskyldir og einungis menntað fagfólk ráðið til starfa. Þetta er mögulegt með nýjum lögum, sem tóku gildi um stjórnarráðið í júlí sl. Þau heimila stofnun starfseininga, ráðuneytisstofnana, um sérstök, afmörkuð verkefni undir stjórn ráðherra. Lögin voru beinlínis sett með sameiningu og hagræðingu stofnana í huga. Nýju lögin eru einsog klæðskerasniðin fyrir sáttatillögu okkar. Með henni fær ráðherrann skýrt ákvörðunarvald yfir stofnuninni. Um leið fær hann „betri yfirsýn“ sem hann telur skorta. Enginn „tvíverknaður“ gæti orðið milli ráðuneytis og ÞSSÍ. Sömuleiðis yrði gulltryggt að stofnunin gengi í takt við utanríkisstefnuna. Allt eru þetta yfirlýst markmið ráðherrans. Ávinningur fyrir þróunarsamvinnu yrði að starfseiningin helst óskert og starfsmenn yrðu áfram ráðnir einungis úr hópi sérfræðinga með sérmenntun í þróunarsamvinnu. Reynslusjóður og þekking ÞSSÍ byggist áfram upp – en tvístrast ekki. Hér er gullvægt tækifæri fyrir ráðherrann til að taka upp merki forvera sinna sem allir lögðu kapp á þverpólitíska sátt um þróunarsamvinnu. Hér er tækifæri fyrir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, formann utanríkismálanefndar, til að sýna í verki margyfirlýstan vilja sinn til að innleiða ný vinnubrögð samtals og sáttar í stjórnmálin. Saman geta nú Gunnar Bragi og Hanna Birna leitt deilur um ÞSSÍ í jörð án þess að slaka nokkuð á óskum stjórnarliða. – En það þarf hugrekki til að taka í útrétta sáttahönd.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar