Molum úr kerfinu Sigrún Benedikz skrifar 14. apríl 2015 07:00 Á næstu misserum verður umbylting á framhaldsskólakerfinu á Íslandi. Bóknám til stúdentsprófs verður skorið niður um nálægt 20%, möguleikar þeirra sem dottið hafa út úr námi og eru orðnir 25 ára verða skornir við nögl og hert að smærri framhaldsskólum úti á landi. Þessar aðfarir hafa verið gagnrýndar víða og sýnt fram á með gildum rökum að forsendur ráðherra fyrir breytingunum séu annaðhvort villuljós eða haldi ekki vatni. Viðbrögð ráðherra og ráðuneytis við þessari gagnrýni hafa hins vegar verið nákvæmlega engin, frá honum heyrist hvorki stuna né hósti. Líklega er ekki við öðru að búast, enda erfitt að ímynda sér að einhver haldbær fagleg rök finnist fyrir þessum aðgerðum. Á opinberum vettvangi hefur ráðherra hins vegar sagt hreint út að þetta sé niðurskurður, hann hefur lýst því yfir að hann ætli með þessum aðgerðum að ná aftur og gott betur kjarabótum til kennara frá síðustu samningum, hann stefni að því að spara um tvo milljarða króna í framhaldsskólakerfinu á næstu árum og hyggist keyra þessar breytingar í gegn með góðu eða illu. Svona talar ekki ráðherra sem er metnaðarfullur fyrir hönd menntunar í landinu, svona talar frjálshyggjuhagfræðingur sem lítur svo á að ríkisvaldið og allt því tengt sé af hinu illa.Kemur ekki á óvart Að sjálfstæðismenn hafi niðurskurð í ríkisrekstri á stefnuskrá sinni kemur ekki á óvart en einhvern veginn læðist að manni sá grunur að fleira hangi á spýtunni. Það skyldi þó aldrei vera að þarna glitti í möguleika á að smeygja einkavæðingu inn í framhaldsskólakerfið, bakdyramegin. Það er nokkuð ljóst að þriggja ára stúdentsprófið nægir ekki til að hefja háskólanám nema í sumum greinum. Þar má sjá möguleika fyrir einkaaðila að hasla sér völl með viðbótarundirbúning undir háskólanám. Þetta væri í anda þess sem nýjasta stjarna Samtaka atvinnulífsins og Sjálfstæðisflokksins, pilsfaldakapítalistinn Margrét Pála Ólafsdóttir, sagði á síðasta ársfundi SA: „Leyfum kerfinu að sigla en mölvum út úr því.“ Það ætti ekki að koma neinum á óvart að menntamálaráðherra úr Sjálfstæðisflokknum beiti sér með þessum hætti í sínum málaflokki en það kemur á óvart að algjör pólitísk samstaða sé um þessar aðgerðir á Alþingi, þar hafa þær ekki einu sinni verið ræddar. Hver er stefna stjórnarandstöðunnar? Fram að þessu hefur hún þagað þunnu hljóði nema hvað imprað hefur verið á gagnrýni á niðurskurð til endurmenntunar og einstaka þingmenn hafa lýst áhyggjum sínum af litlu framhaldsskólunum, mest af ótta við að störf tapist úr héraði, að því er virðist. Voru þingmenn Vinstri grænna kosnir í síðustu kosningum svo lauma mætti einkavæðingu umorðalaust inn í framhaldsskólakerfið og þá jafnframt auka misrétti til náms, því undirbúningsnám af því tagi sem hér hefur verið nefnt verður væntanlega dýrt, voru þeir kosnir svo hindra mætti aðgengi íslenskra stúdenta að háskólanámi, voru þeir kosnir til að skera íslenska framhaldsskólann niður við trog? Spyr sá sem ekki veit.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Á næstu misserum verður umbylting á framhaldsskólakerfinu á Íslandi. Bóknám til stúdentsprófs verður skorið niður um nálægt 20%, möguleikar þeirra sem dottið hafa út úr námi og eru orðnir 25 ára verða skornir við nögl og hert að smærri framhaldsskólum úti á landi. Þessar aðfarir hafa verið gagnrýndar víða og sýnt fram á með gildum rökum að forsendur ráðherra fyrir breytingunum séu annaðhvort villuljós eða haldi ekki vatni. Viðbrögð ráðherra og ráðuneytis við þessari gagnrýni hafa hins vegar verið nákvæmlega engin, frá honum heyrist hvorki stuna né hósti. Líklega er ekki við öðru að búast, enda erfitt að ímynda sér að einhver haldbær fagleg rök finnist fyrir þessum aðgerðum. Á opinberum vettvangi hefur ráðherra hins vegar sagt hreint út að þetta sé niðurskurður, hann hefur lýst því yfir að hann ætli með þessum aðgerðum að ná aftur og gott betur kjarabótum til kennara frá síðustu samningum, hann stefni að því að spara um tvo milljarða króna í framhaldsskólakerfinu á næstu árum og hyggist keyra þessar breytingar í gegn með góðu eða illu. Svona talar ekki ráðherra sem er metnaðarfullur fyrir hönd menntunar í landinu, svona talar frjálshyggjuhagfræðingur sem lítur svo á að ríkisvaldið og allt því tengt sé af hinu illa.Kemur ekki á óvart Að sjálfstæðismenn hafi niðurskurð í ríkisrekstri á stefnuskrá sinni kemur ekki á óvart en einhvern veginn læðist að manni sá grunur að fleira hangi á spýtunni. Það skyldi þó aldrei vera að þarna glitti í möguleika á að smeygja einkavæðingu inn í framhaldsskólakerfið, bakdyramegin. Það er nokkuð ljóst að þriggja ára stúdentsprófið nægir ekki til að hefja háskólanám nema í sumum greinum. Þar má sjá möguleika fyrir einkaaðila að hasla sér völl með viðbótarundirbúning undir háskólanám. Þetta væri í anda þess sem nýjasta stjarna Samtaka atvinnulífsins og Sjálfstæðisflokksins, pilsfaldakapítalistinn Margrét Pála Ólafsdóttir, sagði á síðasta ársfundi SA: „Leyfum kerfinu að sigla en mölvum út úr því.“ Það ætti ekki að koma neinum á óvart að menntamálaráðherra úr Sjálfstæðisflokknum beiti sér með þessum hætti í sínum málaflokki en það kemur á óvart að algjör pólitísk samstaða sé um þessar aðgerðir á Alþingi, þar hafa þær ekki einu sinni verið ræddar. Hver er stefna stjórnarandstöðunnar? Fram að þessu hefur hún þagað þunnu hljóði nema hvað imprað hefur verið á gagnrýni á niðurskurð til endurmenntunar og einstaka þingmenn hafa lýst áhyggjum sínum af litlu framhaldsskólunum, mest af ótta við að störf tapist úr héraði, að því er virðist. Voru þingmenn Vinstri grænna kosnir í síðustu kosningum svo lauma mætti einkavæðingu umorðalaust inn í framhaldsskólakerfið og þá jafnframt auka misrétti til náms, því undirbúningsnám af því tagi sem hér hefur verið nefnt verður væntanlega dýrt, voru þeir kosnir svo hindra mætti aðgengi íslenskra stúdenta að háskólanámi, voru þeir kosnir til að skera íslenska framhaldsskólann niður við trog? Spyr sá sem ekki veit.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun