Makríll og markaðslausnir Björt Ólafsdóttir og Guðmundur Steingrímsson skrifar 7. maí 2015 07:00 Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar vill að fiskistofnarnir séu í þjóðareigu. Það stendur líka í lögum að fiskistofnarnir séu sameign þjóðarinnar. Slíkt ákvæði ætti jafnframt að eiga sér stoð í stjórnarskránni. Eigendur gæða vilja eðlilega hámarka þann arð sem eignir þeirra skila þeim. Þeir láta sér ekki duga að lesa um það í lögum eða blöðum að þeir séu eigendur að einhverju. Og hvers vegna skyldi það ekki eiga við líka um eign þjóðarinnar á fiskistofnunum? Nú stendur Alþingi frammi fyrir því að ákveða framtíðarfyrirkomulag á veiðum á makríl. Í makrílstofninum liggja gríðarleg verðmæti. Útflutningsverðmæti hans var meira en 20 milljarðar króna á síðasta ári. Við í Bjartri framtíð viljum að hagsmunir þjóðarinnar allrar séu hafðir að leiðarljósi við nýtingu makrílstofnsins sem og annarra náttúruauðlinda. Við getum haft af þeim mikinn arð til mikilvægra samfélagslegra verkefna. Þannig tækifæri er auðvelt að klúðra. Mjög mörgum þjóðum sem eru í svipaðri stöðu hefur tekist það. Náttúruauðlindirnar hafa orðið þeim bölvun en ekki blessun. Leitt til spillingar, átaka og óréttlætis. Við verðum að varast það. Ef við hámörkum arðinn í þágu þjóðarinnar allrar getum við bætt menntakerfið til hagsbóta fyrir alla landsmenn, heilsugæsluna, samgöngurnar og fjarskiptin. Við getum lækkað álögur á fólk og við getum haft fé til ráðstöfunar til að styrkja íbúa í byggðum sem standa höllum fæti, ekki síst vegna breytinga í sjávarútvegi. Það er bráðnauðsynlegt og réttlætismál að hluti af arðinum sem fiskveiðiauðlindin getur skilað þjóðinni verði nýttur sérstaklega til slíkra verkefna. Þar þurfum við líka að horfast í augu við að tæknin hefur þegar fækkað mikið atvinnutækifærum í veiðum og hefðbundinni vinnslu sjávarafla og sú þróun mun halda áfram. En hvernig getum við best tryggt að eigandinn, íslenska þjóðin, fái það sem henni ber fyrir eign sína? Og hvernig getum við best tryggt að þeir sem fá réttinn til að sækja makrílaflann og selja hann greiði sanngjarnt verð fyrir? Verðið má hvorki vera svo lágt að arður þjóðarinnar af þessari eign verði óeðlilega lítill né svo hátt að útgerðirnar ráði illa eða ekki við það. Og hvernig getum við best tryggt að þeir sem gera mest verðmæti úr makrílaflanum fái helst réttinn til að sækja hann? Það eru gríðarlega miklir hagsmunir fólgnir í því fyrir íslenska þjóð að finna bestu svörin og leiðirnar í þessu. Réttinn á að bjóða upp Að mati Bjartrar framtíðar finnur markaðurinn sjálfur bestu lausnirnar, betri og sanngjarnari en stjórnvöld geta fundið og betri og sanngjarnari gagnvart eigandanum en þær sem sérhagsmunaaðilar benda gjarnan á. Réttinn til að sækja makrílaflann á að bjóða upp. Þannig fær eigandinn, íslenskur almenningur, þann arð sem honum ber fyrir afnot af þessari eign og þannig greiða þeir sem fá að nýta eignina það verð sem þeir treysta sér til að greiða. Og þannig geta þeir sem mest verðmæti skapa úr makrílaflanum greitt meira en aðrir og fá því frekar réttinn til að sækja aflann. Þetta er ekki fullkomin aðferð frekar en önnur mannanna verk en hún er langbest fyrir eiganda auðlindarinnar, íslensku þjóðina, og hún er hagkvæmari og sanngjarnari en aðrar mögulegar leiðir. Það er þó eðlilegt að þeir sem hafa stundað makrílveiðar á undanförnum árum fái nokkra aðlögun að nýju kerfi. Því leggur Björt framtíð það til að makrílkvótum verði ráðstafað á grundvelli uppboðs í áföngum á 6 árum, þannig að á þeim árum verði hluta makrílkvótans úthlutað til útgerða sem hafa aflareynslu í makríl en sá hluti fari minnkandi árlega. Að 6 árum liðnum verði öllum makrílkvótanum ráðstafað á grundvelli uppboðs. Þegar markaðslausnir eru í þágu almannahagsmuna á hiklaust að nota þær. Uppboð á makrílkvótum er skýrt dæmi um svoleiðis kringumstæður. Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Guðmundur Steingrímsson Björt Ólafsdóttir Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar vill að fiskistofnarnir séu í þjóðareigu. Það stendur líka í lögum að fiskistofnarnir séu sameign þjóðarinnar. Slíkt ákvæði ætti jafnframt að eiga sér stoð í stjórnarskránni. Eigendur gæða vilja eðlilega hámarka þann arð sem eignir þeirra skila þeim. Þeir láta sér ekki duga að lesa um það í lögum eða blöðum að þeir séu eigendur að einhverju. Og hvers vegna skyldi það ekki eiga við líka um eign þjóðarinnar á fiskistofnunum? Nú stendur Alþingi frammi fyrir því að ákveða framtíðarfyrirkomulag á veiðum á makríl. Í makrílstofninum liggja gríðarleg verðmæti. Útflutningsverðmæti hans var meira en 20 milljarðar króna á síðasta ári. Við í Bjartri framtíð viljum að hagsmunir þjóðarinnar allrar séu hafðir að leiðarljósi við nýtingu makrílstofnsins sem og annarra náttúruauðlinda. Við getum haft af þeim mikinn arð til mikilvægra samfélagslegra verkefna. Þannig tækifæri er auðvelt að klúðra. Mjög mörgum þjóðum sem eru í svipaðri stöðu hefur tekist það. Náttúruauðlindirnar hafa orðið þeim bölvun en ekki blessun. Leitt til spillingar, átaka og óréttlætis. Við verðum að varast það. Ef við hámörkum arðinn í þágu þjóðarinnar allrar getum við bætt menntakerfið til hagsbóta fyrir alla landsmenn, heilsugæsluna, samgöngurnar og fjarskiptin. Við getum lækkað álögur á fólk og við getum haft fé til ráðstöfunar til að styrkja íbúa í byggðum sem standa höllum fæti, ekki síst vegna breytinga í sjávarútvegi. Það er bráðnauðsynlegt og réttlætismál að hluti af arðinum sem fiskveiðiauðlindin getur skilað þjóðinni verði nýttur sérstaklega til slíkra verkefna. Þar þurfum við líka að horfast í augu við að tæknin hefur þegar fækkað mikið atvinnutækifærum í veiðum og hefðbundinni vinnslu sjávarafla og sú þróun mun halda áfram. En hvernig getum við best tryggt að eigandinn, íslenska þjóðin, fái það sem henni ber fyrir eign sína? Og hvernig getum við best tryggt að þeir sem fá réttinn til að sækja makrílaflann og selja hann greiði sanngjarnt verð fyrir? Verðið má hvorki vera svo lágt að arður þjóðarinnar af þessari eign verði óeðlilega lítill né svo hátt að útgerðirnar ráði illa eða ekki við það. Og hvernig getum við best tryggt að þeir sem gera mest verðmæti úr makrílaflanum fái helst réttinn til að sækja hann? Það eru gríðarlega miklir hagsmunir fólgnir í því fyrir íslenska þjóð að finna bestu svörin og leiðirnar í þessu. Réttinn á að bjóða upp Að mati Bjartrar framtíðar finnur markaðurinn sjálfur bestu lausnirnar, betri og sanngjarnari en stjórnvöld geta fundið og betri og sanngjarnari gagnvart eigandanum en þær sem sérhagsmunaaðilar benda gjarnan á. Réttinn til að sækja makrílaflann á að bjóða upp. Þannig fær eigandinn, íslenskur almenningur, þann arð sem honum ber fyrir afnot af þessari eign og þannig greiða þeir sem fá að nýta eignina það verð sem þeir treysta sér til að greiða. Og þannig geta þeir sem mest verðmæti skapa úr makrílaflanum greitt meira en aðrir og fá því frekar réttinn til að sækja aflann. Þetta er ekki fullkomin aðferð frekar en önnur mannanna verk en hún er langbest fyrir eiganda auðlindarinnar, íslensku þjóðina, og hún er hagkvæmari og sanngjarnari en aðrar mögulegar leiðir. Það er þó eðlilegt að þeir sem hafa stundað makrílveiðar á undanförnum árum fái nokkra aðlögun að nýju kerfi. Því leggur Björt framtíð það til að makrílkvótum verði ráðstafað á grundvelli uppboðs í áföngum á 6 árum, þannig að á þeim árum verði hluta makrílkvótans úthlutað til útgerða sem hafa aflareynslu í makríl en sá hluti fari minnkandi árlega. Að 6 árum liðnum verði öllum makrílkvótanum ráðstafað á grundvelli uppboðs. Þegar markaðslausnir eru í þágu almannahagsmuna á hiklaust að nota þær. Uppboð á makrílkvótum er skýrt dæmi um svoleiðis kringumstæður. Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun