Enn er margt á huldu um skattaskjólin Smári McCarthy skrifar 21. febrúar 2017 14:13 Fram kemur í skýrslu vinnuhóps sem fjármálaráðherra skipaði til þess að kanna umfang eigna Íslendinga í skattaskjólum að höfundar hafi hvorki haft fullnægjandi gögn til þess að vinna úr né nægan tíma til að fullvinna rannsóknina, m.a. vegna þess að rekið var á eftir því að skýrslunni yrði skilað - en eins og við vitum lauk vinnu við skýrsluna innan þess þrönga tímaramma sem Bjarni Benediktsson, þá fjármálaráðherra, setti þessari vinnu sem hann svo stakk undir stól fram yfir kosningar. Þetta mál afhjúpar veikleika málatilbúnaðar, þar sem ráðherra skipar nefnd til þess að kanna mál sem hann sjálfur og nánustu skyldmenni eru aðilar að. Í þessu tilviki sem eigandur félaga og bankareikninga í skattaskjólum. Jafnframt sýnir þessi skýrsla, þrátt fyrir annmarka sína, nauðsyn þess að gera vandaða og ítarlega úttekt á öllum þáttum er varða eignarhald Íslendinga á fyrirtækjum og bankareikningum í skattaskjólum og hvaða afleiðingar þetta fyrirkomulag hefur haft, ekki einungis með tilliti til skattaundanskota heldur ekki síður vegna þeirra áhrifa sem dulið eignarhald hefur á meinta frjálsa markaði með kaup og sölu á hlutabréfum og hugsanlega árekstra við samkeppnislög. Ítarlegri rannsókn ætti einnig að beinst að því að rannsaka fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands, sem leikur á að hafi verið nýtt til að flytja inn fjármagn með óljósan uppruna - en kenningar eru uppi um að um sé að ræða fjármagn sem flutt var út af Íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum, sem arður (í sumum tilvikum fyrirframgreiddur og fjármagnaður með lánum). Sömuleiðis þarf að útskýra 400 milljarða króna skekkju í gögnum um viðskipta- og fjármagnsjöfnuð hjá Seðlabankanum. Að sama skapi eru ýmsar mjög stórar fjármagnstilfærslur sem áttu sér stað bæði fyrir og eftir hrun, m.a. 400 milljón evrur sem góðvinur Vladimirs Putins Rússlandsforseta tryggði sér í lánum frá Kaupþingi í september 2008, hugsanlega með vitund og jafnvel stuðningi þáverandi seðlabankastjóra. Þessar fjármagnstilfærslur þarf að útskýra. Gagnaskorturinn sést einkum á því að fjármálaeftirlit Lúxemborgar sér ekki ástæðu til að deila upplýsingum með fjármálaeftirliti Íslands sem gætu nýst við rannsóknir á óeðlilegum viðskiptum. Skýrslan um eignarhald Íslendinga í skattaskjólum er ennfremur takmörkuð við skattaskjólsráðstafanir í gegnum Lúxemborg, en ekki skattaskjól almennt, en vitað er að Íslendingar hafa átt í líflegum viðskiptum við önnur skattaskjólsríki, s.s. Sviss, Holland, Bretland, Panama, Seychelles-eyjar, Kýpur, og fleira. Ég myndi gjarnan vilja sjá þessi og önnur atriði rannsökuð nánar, bæði til að varpa betra ljósi á atburðarrásina sem leiddi til þess að Íslendingar urðu umsvifamiklir skattaskjólsbraskarar fyrir og eftir hrun, á stöðu mála í Seðlabankanum á þessum tíma, og sömuleiðis til að hægt sé að undirbúa lagasetningu sem kemur í veg fyrir áframhald á þessum undarlegu tilfærslum og undanskotum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Smári McCarthy Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Sjá meira
Fram kemur í skýrslu vinnuhóps sem fjármálaráðherra skipaði til þess að kanna umfang eigna Íslendinga í skattaskjólum að höfundar hafi hvorki haft fullnægjandi gögn til þess að vinna úr né nægan tíma til að fullvinna rannsóknina, m.a. vegna þess að rekið var á eftir því að skýrslunni yrði skilað - en eins og við vitum lauk vinnu við skýrsluna innan þess þrönga tímaramma sem Bjarni Benediktsson, þá fjármálaráðherra, setti þessari vinnu sem hann svo stakk undir stól fram yfir kosningar. Þetta mál afhjúpar veikleika málatilbúnaðar, þar sem ráðherra skipar nefnd til þess að kanna mál sem hann sjálfur og nánustu skyldmenni eru aðilar að. Í þessu tilviki sem eigandur félaga og bankareikninga í skattaskjólum. Jafnframt sýnir þessi skýrsla, þrátt fyrir annmarka sína, nauðsyn þess að gera vandaða og ítarlega úttekt á öllum þáttum er varða eignarhald Íslendinga á fyrirtækjum og bankareikningum í skattaskjólum og hvaða afleiðingar þetta fyrirkomulag hefur haft, ekki einungis með tilliti til skattaundanskota heldur ekki síður vegna þeirra áhrifa sem dulið eignarhald hefur á meinta frjálsa markaði með kaup og sölu á hlutabréfum og hugsanlega árekstra við samkeppnislög. Ítarlegri rannsókn ætti einnig að beinst að því að rannsaka fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands, sem leikur á að hafi verið nýtt til að flytja inn fjármagn með óljósan uppruna - en kenningar eru uppi um að um sé að ræða fjármagn sem flutt var út af Íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum, sem arður (í sumum tilvikum fyrirframgreiddur og fjármagnaður með lánum). Sömuleiðis þarf að útskýra 400 milljarða króna skekkju í gögnum um viðskipta- og fjármagnsjöfnuð hjá Seðlabankanum. Að sama skapi eru ýmsar mjög stórar fjármagnstilfærslur sem áttu sér stað bæði fyrir og eftir hrun, m.a. 400 milljón evrur sem góðvinur Vladimirs Putins Rússlandsforseta tryggði sér í lánum frá Kaupþingi í september 2008, hugsanlega með vitund og jafnvel stuðningi þáverandi seðlabankastjóra. Þessar fjármagnstilfærslur þarf að útskýra. Gagnaskorturinn sést einkum á því að fjármálaeftirlit Lúxemborgar sér ekki ástæðu til að deila upplýsingum með fjármálaeftirliti Íslands sem gætu nýst við rannsóknir á óeðlilegum viðskiptum. Skýrslan um eignarhald Íslendinga í skattaskjólum er ennfremur takmörkuð við skattaskjólsráðstafanir í gegnum Lúxemborg, en ekki skattaskjól almennt, en vitað er að Íslendingar hafa átt í líflegum viðskiptum við önnur skattaskjólsríki, s.s. Sviss, Holland, Bretland, Panama, Seychelles-eyjar, Kýpur, og fleira. Ég myndi gjarnan vilja sjá þessi og önnur atriði rannsökuð nánar, bæði til að varpa betra ljósi á atburðarrásina sem leiddi til þess að Íslendingar urðu umsvifamiklir skattaskjólsbraskarar fyrir og eftir hrun, á stöðu mála í Seðlabankanum á þessum tíma, og sömuleiðis til að hægt sé að undirbúa lagasetningu sem kemur í veg fyrir áframhald á þessum undarlegu tilfærslum og undanskotum.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun