Þegar óttinn magnast upp Andrés Ingi Jónsson skrifar 26. júní 2017 07:00 Skáldkonan Hulda orti Hver á sér fegra föðurland í tilefni af lýðveldisstofnun árið 1944. Þarna sat hún í hersetnu landi í miðri síðari heimsstyrjöldinni og setti á blað línur til að lýsa tilfinningunni sem fylgir því að tilheyra friðsælu og herlausu ríki. Landi „með friðsæl býli, ljós og ljóð, svo langt frá heimsins vígaslóð“. Heimurinn hefur breyst mikið síðan lýðveldið Ísland leit dagsins ljós, en bjartsýnin er enn til staðar. Það lýsir sér til dæmis í því að þegar Maskína spurði í mars sl. hvort fólk óttaðist að hryðjuverk yrðu framin á Íslandi svöruðu ekki nema tæp átta prósent því játandi. Þar kom reyndar fram að því meira sem fólk hugsar um hryðjuverk, því meiri áhyggjur hefur það af þeim. Það er nefnilega hætt við að óttinn við hryðjuverk næri sjálfan sig og vaxi þannig langt umfram raunverulega hættu. Þess vegna var mikill ábyrgðarhluti af ríkislögreglustjóra að setja vopnaða sérsveitarmenn í almenna löggæslu á fjölskylduviðburðum í Reykjavík fyrr í mánuðinum. Í landi þar sem lögregla er almennt vopnlaus, þá sendir vopnaður lögreglumaður þau skilaboð út í umhverfið að hætta sé á ferðum. Enda sést í nýrri könnun frá Maskínu að nú eru ríflega 47 prósent Íslendinga orðin hlynnt því að vopnaðir lögreglumenn séu sýnilegir á fjöldasamkomum. Reyndar er stuðningurinn minnstur hjá Reykvíkingum, þeim sem hafa þurft að horfa upp á vígvæðingu hátíðarhalda í borginni sinni, en mestur í landshlutum þar sem fólki berst bara ómurinn af óttaboðskapnum. Boðskap sem greinilega situr eftir og hefur áhrif. Íslendingar bera mikið traust til lögreglunnar, enda verðum við að geta treyst henni þegar á reynir. Hluti af því er að geta litið á hana sem jafningja í þjónustuhlutverki, sem gjörbreytist þegar vopn eru komin í spilið. Við hljótum að geta fundið leiðir til að tryggja öryggi landsmanna án þess að breyta þessu grundvallareðli löggæslunnar.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Skáldkonan Hulda orti Hver á sér fegra föðurland í tilefni af lýðveldisstofnun árið 1944. Þarna sat hún í hersetnu landi í miðri síðari heimsstyrjöldinni og setti á blað línur til að lýsa tilfinningunni sem fylgir því að tilheyra friðsælu og herlausu ríki. Landi „með friðsæl býli, ljós og ljóð, svo langt frá heimsins vígaslóð“. Heimurinn hefur breyst mikið síðan lýðveldið Ísland leit dagsins ljós, en bjartsýnin er enn til staðar. Það lýsir sér til dæmis í því að þegar Maskína spurði í mars sl. hvort fólk óttaðist að hryðjuverk yrðu framin á Íslandi svöruðu ekki nema tæp átta prósent því játandi. Þar kom reyndar fram að því meira sem fólk hugsar um hryðjuverk, því meiri áhyggjur hefur það af þeim. Það er nefnilega hætt við að óttinn við hryðjuverk næri sjálfan sig og vaxi þannig langt umfram raunverulega hættu. Þess vegna var mikill ábyrgðarhluti af ríkislögreglustjóra að setja vopnaða sérsveitarmenn í almenna löggæslu á fjölskylduviðburðum í Reykjavík fyrr í mánuðinum. Í landi þar sem lögregla er almennt vopnlaus, þá sendir vopnaður lögreglumaður þau skilaboð út í umhverfið að hætta sé á ferðum. Enda sést í nýrri könnun frá Maskínu að nú eru ríflega 47 prósent Íslendinga orðin hlynnt því að vopnaðir lögreglumenn séu sýnilegir á fjöldasamkomum. Reyndar er stuðningurinn minnstur hjá Reykvíkingum, þeim sem hafa þurft að horfa upp á vígvæðingu hátíðarhalda í borginni sinni, en mestur í landshlutum þar sem fólki berst bara ómurinn af óttaboðskapnum. Boðskap sem greinilega situr eftir og hefur áhrif. Íslendingar bera mikið traust til lögreglunnar, enda verðum við að geta treyst henni þegar á reynir. Hluti af því er að geta litið á hana sem jafningja í þjónustuhlutverki, sem gjörbreytist þegar vopn eru komin í spilið. Við hljótum að geta fundið leiðir til að tryggja öryggi landsmanna án þess að breyta þessu grundvallareðli löggæslunnar.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar