Stilling klukkunnar Þorsteinn Sæmundsson skrifar 7. desember 2017 07:00 Þriðjudaginn 28. nóvember birtist ritstjórnargrein í Fréttablaðinu þar sem fjallað var um þá hugmynd að breyta stillingu klukkunnar hér á landi og seinka henni um eina klukkustund. Greinin er hófsamlega skrifuð, og getur undirritaður tekið undir flest sem þar er sagt. Eitt atriði þyrfti þó að leiðrétta. Það er fyrsta setningin, sem segir að í ein fimmtíu ár hafi Íslendingar kvartað yfir klukkunni. Þetta er misskilningur. Þegar stillingu klukkunnar var breytt með lagasetningu árið 1968 hafði um áratuga skeið verið farin sú leið að flýta klukkunni á sumrin en seinka henni aftur á veturna. Þetta hringl með klukkuna, eins og það var kallað, hafði mörgum þótt óþægilegt, og kvartanir í lesendabréfum dagblaðanna voru árviss viðburður. Markmiðið með lagasetningunni var fyrst og fremst það að koma á föstum tíma allt árið. Eftir vandlega athugun var ákveðið að klukkur skyldu stilltar eftir flýttri klukku, miðtíma Greenwich. Röksemdirnar sem nefndar voru í greinargerð með frumvarpinu voru í stuttu máli þessar: (1) að flýtta klukkan gilti þá þegar meira en helming ársins, (2) að sú klukka samsvaraði „heimstíma“ sem hafður væri til viðmiðunar í margs konar alþjóðlegum viðskiptum, (3) að breytingin myndi færa Ísland nær meginlandi Evrópu í tíma og (4) dagsbirtan myndi nýtast betur því að myrkurstundum á vökutíma myndi fækka. Neikvæð áhrif voru að sjálfsögðu nefnd. Þótt þess væri ekki getið í greinargerðinni, hafði takmörkuð skoðanakönnun meðal forsvarsmanna stofnana, fyrirtækja, skóla og félagasamtaka bent til þess að flestir væru hlynntari flýttri klukku. Í meira en tuttugu ár eftir lagasetninguna heyrðust engar kvartanir frá almenningi. Það er ekki fyrr en á síðari árum að komið hafa fram raddir sem kalla á breytingu. Má þar nefna þingsályktunartillögu árið 1994, frumvarp árið 1995 (endurflutt 1998 og 2000) og þingsályktunartillögur árin 2006, 2010, 2013 og 2014. Fram til ársins 2010 gengu tillögur þingmanna í þá átt að flýta klukkunni enn frekar en nú er gert, nánar tiltekið yfir sumarið. Tillögurnar 2013 og 2014 gengu hins vegar í gagnstæða átt, þ.e. flutningsmenn vildu seinka klukkunni, a.m.k. yfir veturinn. Öllum þessum frumvörpum og tillögum eru gerð skil á vefsíðu Almanaks Háskólans:https://www.almanak.hi.is/timreikn.html Að tillögurnar skyldu ganga í ólíkar áttir sýnir glöggt að engin lagasetning getur sætt öll sjónarmið. Síðustu þingsályktunartillögurnar hnigu að því að klukkunni skyldi seinkað. Eftirfarandi umfjöllun á því erindi til almennings nú þegar hið sama er til umræðu.https://www.almanak.hi.is/seinkun3.html Ég vil eindregið ráðleggja þeim sem hafa áhuga á þessu máli að kynna sér vandlega ofangreind gögn. Stilling klukkunnar er mál sem snertir alla landsmenn. Breytingar geta haft margvísleg áhrif, og þau eru ekki alltaf augljós. Höfundur er stjörnufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Klukkan á Íslandi Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þriðjudaginn 28. nóvember birtist ritstjórnargrein í Fréttablaðinu þar sem fjallað var um þá hugmynd að breyta stillingu klukkunnar hér á landi og seinka henni um eina klukkustund. Greinin er hófsamlega skrifuð, og getur undirritaður tekið undir flest sem þar er sagt. Eitt atriði þyrfti þó að leiðrétta. Það er fyrsta setningin, sem segir að í ein fimmtíu ár hafi Íslendingar kvartað yfir klukkunni. Þetta er misskilningur. Þegar stillingu klukkunnar var breytt með lagasetningu árið 1968 hafði um áratuga skeið verið farin sú leið að flýta klukkunni á sumrin en seinka henni aftur á veturna. Þetta hringl með klukkuna, eins og það var kallað, hafði mörgum þótt óþægilegt, og kvartanir í lesendabréfum dagblaðanna voru árviss viðburður. Markmiðið með lagasetningunni var fyrst og fremst það að koma á föstum tíma allt árið. Eftir vandlega athugun var ákveðið að klukkur skyldu stilltar eftir flýttri klukku, miðtíma Greenwich. Röksemdirnar sem nefndar voru í greinargerð með frumvarpinu voru í stuttu máli þessar: (1) að flýtta klukkan gilti þá þegar meira en helming ársins, (2) að sú klukka samsvaraði „heimstíma“ sem hafður væri til viðmiðunar í margs konar alþjóðlegum viðskiptum, (3) að breytingin myndi færa Ísland nær meginlandi Evrópu í tíma og (4) dagsbirtan myndi nýtast betur því að myrkurstundum á vökutíma myndi fækka. Neikvæð áhrif voru að sjálfsögðu nefnd. Þótt þess væri ekki getið í greinargerðinni, hafði takmörkuð skoðanakönnun meðal forsvarsmanna stofnana, fyrirtækja, skóla og félagasamtaka bent til þess að flestir væru hlynntari flýttri klukku. Í meira en tuttugu ár eftir lagasetninguna heyrðust engar kvartanir frá almenningi. Það er ekki fyrr en á síðari árum að komið hafa fram raddir sem kalla á breytingu. Má þar nefna þingsályktunartillögu árið 1994, frumvarp árið 1995 (endurflutt 1998 og 2000) og þingsályktunartillögur árin 2006, 2010, 2013 og 2014. Fram til ársins 2010 gengu tillögur þingmanna í þá átt að flýta klukkunni enn frekar en nú er gert, nánar tiltekið yfir sumarið. Tillögurnar 2013 og 2014 gengu hins vegar í gagnstæða átt, þ.e. flutningsmenn vildu seinka klukkunni, a.m.k. yfir veturinn. Öllum þessum frumvörpum og tillögum eru gerð skil á vefsíðu Almanaks Háskólans:https://www.almanak.hi.is/timreikn.html Að tillögurnar skyldu ganga í ólíkar áttir sýnir glöggt að engin lagasetning getur sætt öll sjónarmið. Síðustu þingsályktunartillögurnar hnigu að því að klukkunni skyldi seinkað. Eftirfarandi umfjöllun á því erindi til almennings nú þegar hið sama er til umræðu.https://www.almanak.hi.is/seinkun3.html Ég vil eindregið ráðleggja þeim sem hafa áhuga á þessu máli að kynna sér vandlega ofangreind gögn. Stilling klukkunnar er mál sem snertir alla landsmenn. Breytingar geta haft margvísleg áhrif, og þau eru ekki alltaf augljós. Höfundur er stjörnufræðingur.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun