Kreddur Hörður Ægisson skrifar 20. apríl 2018 10:00 Rekstrarskilyrði í íslensku atvinnulífi hafa versnað til muna á síðustu árum. Mörg fyrirtæki, einkum þau sem eru í samkeppni á erlendum mörkuðum, sjá fram á tímabil hagræðingar og uppsagna. Launa- kostnaður hefur aukist um tugi prósenta og raungengið er í hæstu hæðum. Þótt síðustu kjarasamningar á almennum vinnumarkaði hafi ekki hleypt verðbólgunni af stað, eins og margir óttuðust réttilega, þá reyndust þeir dýrkeyptir. Afleiðingin er brothætt samkeppnisstaða gagnvart okkar nágrannaríkjum. Þetta er sú mynd sem við blasir, núna þegar styttist í gerð næstu kjarasamninga. Niðurstaða þeirra mun ráða miklu um framvindu efnahagsmála. Ætlum við að læra af reynslu Norðurlandanna? Fáir munu þora að veðja á það. Þar ríkir sameiginlegur skilningur á því hjá aðilum á vinnumarkaði, að minnsta kosti meiri en þekkist hérlendis, að laun verði ekki ákvörðuð án tillits til verðmætasköpunar í hagkerfinu. Þau hljóta þannig ávallt að taka mið af stöðu útflutningsgreina landsins. Ljóst má vera að atvinnulífið stendur ekki undir enn meiri launakostnaði við núverandi efnahagsaðstæður. Þetta á auðvitað ekki að þarfnast útskýringa. Laun hafa hækkað, mælt í sömu mynt, um fjörutíu prósent meira en í helstu samkeppnisríkjum Íslands. Hlutfall launa af landsframleiðslu er það hæsta á Norðurlöndum. Í ræðu sinni á ársfundi Samtaka atvinnulífsins í vikunni rakti Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, það hvernig frændþjóðir okkar hafa staðið að gerð kjarasamninga á undanförnum árum. Þar er fátt sem hægt er að heimfæra upp á Íslandi. Þannig hafa launahækkanir í Svíþjóð, Noregi og Danmörku að jafnaði verið á bilinu um 2 til 3 prósent á ári. Í stað þess að semja um miklar nafnlaunahækkanir, eins og hefur jafnan tíðkast á Íslandi, er markmiðið þar fremur að kaupmáttur aukist jafnt og þétt, ár frá ári, á grundvelli lítillar verðbólgu, lágra vaxta og stöðugs gengis. Þeir sem kalla eftir meiri efnahagsstöðugleika hljóta því að vilja feta í fótspor Norðurlandanna í þessum efnum. Sá breiði hugmyndafræðilegi samhljómur sem einkennir önnur ríki á Norðurlöndum hefur ekki verið fyrir hendi hér á landi. Þetta á ekki aðeins við í málefnum vinnumarkaðarins. Engin samstaða virðist meðal annars vera um hvernig eigi að fjármagna brýna uppbyggingu í innviðum fyrir hundruð milljarða enda þótt allir séu sammála um nauðsyn þess að ráðast í slíkar fjárfestingar. Ólíkt því sem þekkist í nágrannaríkjum okkar eru nánast allir innviðir landsins í eigu ríkisins eða sveitarfélaga. Þetta þarf að breytast. Ríkið hefur ekki bolmagn, frekar en á mörgum öðrum sviðum, til að sinna allri fjárfestingaþörfinni. Aðkoma lífeyrissjóða og annarra fjárfesta, innlendra sem erlendra, er í senn nauðsynleg og æskileg. Vandinn er hins vegar pólitískar kreddur og sú andstaða sem birtist í opinberri umræðu gagnvart einkaframtakinu. Það er sótt að markaðshagkerfinu um þessar mundir og til lengri tíma litið eru það kannski alvarlegustu afleiðingar fjármálahrunsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Sjá meira
Rekstrarskilyrði í íslensku atvinnulífi hafa versnað til muna á síðustu árum. Mörg fyrirtæki, einkum þau sem eru í samkeppni á erlendum mörkuðum, sjá fram á tímabil hagræðingar og uppsagna. Launa- kostnaður hefur aukist um tugi prósenta og raungengið er í hæstu hæðum. Þótt síðustu kjarasamningar á almennum vinnumarkaði hafi ekki hleypt verðbólgunni af stað, eins og margir óttuðust réttilega, þá reyndust þeir dýrkeyptir. Afleiðingin er brothætt samkeppnisstaða gagnvart okkar nágrannaríkjum. Þetta er sú mynd sem við blasir, núna þegar styttist í gerð næstu kjarasamninga. Niðurstaða þeirra mun ráða miklu um framvindu efnahagsmála. Ætlum við að læra af reynslu Norðurlandanna? Fáir munu þora að veðja á það. Þar ríkir sameiginlegur skilningur á því hjá aðilum á vinnumarkaði, að minnsta kosti meiri en þekkist hérlendis, að laun verði ekki ákvörðuð án tillits til verðmætasköpunar í hagkerfinu. Þau hljóta þannig ávallt að taka mið af stöðu útflutningsgreina landsins. Ljóst má vera að atvinnulífið stendur ekki undir enn meiri launakostnaði við núverandi efnahagsaðstæður. Þetta á auðvitað ekki að þarfnast útskýringa. Laun hafa hækkað, mælt í sömu mynt, um fjörutíu prósent meira en í helstu samkeppnisríkjum Íslands. Hlutfall launa af landsframleiðslu er það hæsta á Norðurlöndum. Í ræðu sinni á ársfundi Samtaka atvinnulífsins í vikunni rakti Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, það hvernig frændþjóðir okkar hafa staðið að gerð kjarasamninga á undanförnum árum. Þar er fátt sem hægt er að heimfæra upp á Íslandi. Þannig hafa launahækkanir í Svíþjóð, Noregi og Danmörku að jafnaði verið á bilinu um 2 til 3 prósent á ári. Í stað þess að semja um miklar nafnlaunahækkanir, eins og hefur jafnan tíðkast á Íslandi, er markmiðið þar fremur að kaupmáttur aukist jafnt og þétt, ár frá ári, á grundvelli lítillar verðbólgu, lágra vaxta og stöðugs gengis. Þeir sem kalla eftir meiri efnahagsstöðugleika hljóta því að vilja feta í fótspor Norðurlandanna í þessum efnum. Sá breiði hugmyndafræðilegi samhljómur sem einkennir önnur ríki á Norðurlöndum hefur ekki verið fyrir hendi hér á landi. Þetta á ekki aðeins við í málefnum vinnumarkaðarins. Engin samstaða virðist meðal annars vera um hvernig eigi að fjármagna brýna uppbyggingu í innviðum fyrir hundruð milljarða enda þótt allir séu sammála um nauðsyn þess að ráðast í slíkar fjárfestingar. Ólíkt því sem þekkist í nágrannaríkjum okkar eru nánast allir innviðir landsins í eigu ríkisins eða sveitarfélaga. Þetta þarf að breytast. Ríkið hefur ekki bolmagn, frekar en á mörgum öðrum sviðum, til að sinna allri fjárfestingaþörfinni. Aðkoma lífeyrissjóða og annarra fjárfesta, innlendra sem erlendra, er í senn nauðsynleg og æskileg. Vandinn er hins vegar pólitískar kreddur og sú andstaða sem birtist í opinberri umræðu gagnvart einkaframtakinu. Það er sótt að markaðshagkerfinu um þessar mundir og til lengri tíma litið eru það kannski alvarlegustu afleiðingar fjármálahrunsins.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun