Efndir, ekki nefndir Sigurður Hannesson skrifar 10. júlí 2018 07:00 Góð lífsgæði þjóða verða til á grundvelli verðmætasköpunar. Í samkeppni fyrirtækja á ólíkum mörkuðum skiptir samkeppnishæfni þess ríkis sem fyrirtækin starfa í meginmáli. Starfsumhverfi fyrirtækja er einn fjögurra þátta sem mestu ræður um samkeppnishæfni ríkja, ásamt menntun, innviðum og nýsköpun. Staðan hér er ekki eins og best verður á kosið í þessum efnum. Hér á landi eru laun há í alþjóðlegum samanburði, skattar á fyrirtæki eru háir og munar þar mestu um tryggingagjaldið auk þess sem vextir eru hærri hér en í nágrannalöndunum. Miklar vonir eru bundnar við að endurskoðun peningastefnu geti ásamt umbótum á vinnumarkaði og stefnu í opinberum fjármálum breytt því til lengri tíma litið en þá þarf að taka ákvarðanir strax. Efnahagsleg endurreisn Íslands tókst vonum framar og henni er nú lokið. Losun fjármagnshafta var þarft verk sem leysti mikla og jákvæða krafta úr læðingi. Um það hafa allir verið sammála að peningastefnu þyrfti að endurskoða þegar höft væru losuð. Af því tilefni hafa verið skrifaðar vandaðar skýrslur með greiningum og tillögum, bæði af Seðlabanka Íslands og nú nýlega af hópi á vegum ríkisstjórnarinnar. Það vantar því ekki tillögur og vandinn er vel skilgreindur. Því miður er þessari endurskoðun þó ekki lokið, tæpum áratug eftir að höft voru sett á. Auka þarf fyrirsjáanleika í þessu mikilvæga máli. Lengi hafa raunvextir hér á landi verið hærri en í nágrannaríkjunum. Það er aukakostnaður fyrir fyrirtæki hér á landi sem erlendir samkeppnisaðilar þurfa ekki að bera. Slíkt getur skapað ógn við fjármálalegan stöðugleika eins og kom í ljós fyrr á þessari öld þar sem erlendir fjárfestar sóttu í háa vexti hérlendis og innlend fyrirtæki og heimili fjármögnuðu sig í erlendum myntum á mun lægri vöxtum en þekktust hér á landi. Á þessu hefur verið tekið með ýmsum hömlum en nær væri að ráðast að rótum vandans og innleiða nauðsynlegar og tímabærar umbætur í þá veru. Það er verkefni ríkisstjórnarinnar að bæta úr því og tíminn til þess er núna.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Íslenska krónan Sigurður Hannesson Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Árásir á ferðaþjónustu skaða allt samfélagið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Hvar eru konurnar í byggingariðnaði? Aron Leví Beck Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Góð lífsgæði þjóða verða til á grundvelli verðmætasköpunar. Í samkeppni fyrirtækja á ólíkum mörkuðum skiptir samkeppnishæfni þess ríkis sem fyrirtækin starfa í meginmáli. Starfsumhverfi fyrirtækja er einn fjögurra þátta sem mestu ræður um samkeppnishæfni ríkja, ásamt menntun, innviðum og nýsköpun. Staðan hér er ekki eins og best verður á kosið í þessum efnum. Hér á landi eru laun há í alþjóðlegum samanburði, skattar á fyrirtæki eru háir og munar þar mestu um tryggingagjaldið auk þess sem vextir eru hærri hér en í nágrannalöndunum. Miklar vonir eru bundnar við að endurskoðun peningastefnu geti ásamt umbótum á vinnumarkaði og stefnu í opinberum fjármálum breytt því til lengri tíma litið en þá þarf að taka ákvarðanir strax. Efnahagsleg endurreisn Íslands tókst vonum framar og henni er nú lokið. Losun fjármagnshafta var þarft verk sem leysti mikla og jákvæða krafta úr læðingi. Um það hafa allir verið sammála að peningastefnu þyrfti að endurskoða þegar höft væru losuð. Af því tilefni hafa verið skrifaðar vandaðar skýrslur með greiningum og tillögum, bæði af Seðlabanka Íslands og nú nýlega af hópi á vegum ríkisstjórnarinnar. Það vantar því ekki tillögur og vandinn er vel skilgreindur. Því miður er þessari endurskoðun þó ekki lokið, tæpum áratug eftir að höft voru sett á. Auka þarf fyrirsjáanleika í þessu mikilvæga máli. Lengi hafa raunvextir hér á landi verið hærri en í nágrannaríkjunum. Það er aukakostnaður fyrir fyrirtæki hér á landi sem erlendir samkeppnisaðilar þurfa ekki að bera. Slíkt getur skapað ógn við fjármálalegan stöðugleika eins og kom í ljós fyrr á þessari öld þar sem erlendir fjárfestar sóttu í háa vexti hérlendis og innlend fyrirtæki og heimili fjármögnuðu sig í erlendum myntum á mun lægri vöxtum en þekktust hér á landi. Á þessu hefur verið tekið með ýmsum hömlum en nær væri að ráðast að rótum vandans og innleiða nauðsynlegar og tímabærar umbætur í þá veru. Það er verkefni ríkisstjórnarinnar að bæta úr því og tíminn til þess er núna.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar