Rússneskar samfélagsmiðlasíður kynda undir mótmælum gulu vestanna Kjartan Kjartansson skrifar 9. desember 2018 11:00 Gulu vestin virðast rússneskum Twitter-notendum hugleikin þessa dagana. Vanalega beina þeir kröftum sínum að fréttum frá Bandaríkjunum og Bretlandi. Vísir/EPA Um sex hundruð Twitter-reikningar sem vitað er að tala máli stjórnvalda í Kreml beina nú kröftum sínum í að kynda undir mótmæli „gulu vestanna“ svonefndu gegn ríkisstjórn Emmanuels Macron í Frakklandi. Rússneskir hakkarar eru taldir hafa reynt að brjótast inn í tölvupóst framboðs hans í fyrra. Hörð mótmæli hafa geisað í París og víðar undanfarna daga. Mótmælendurnir klæðast gulum vestum sem þeir kenna sig við. Hátt í tvö þúsund manns voru handtekin í mótmælunum í gær. Upphaflega beindust mótmælin að fyrirhuguðum hækkunum á gjöldum á eldsneyti en þau hafa haldið áfram jafnvel eftir að Macron dró í land með þær í vikunni. Að sögn Bloomberg-fréttastofunnar er mest notaða myllumerkið hjá rússnesku Twitter-síðunum nú #giletsjaunes, gulu vestin á frönsku. Yfirleitt beina síðurnar sjónum sínum að breskum og bandarískum fréttum. Tístin ganga mörg út á að franskir lögreglumenn séu við það að gera uppreisn sem virðist þó ekki eiga við nein rök að styðjast. Bret Schafer, samfélagsmiðlasérfræðingur Bandalags fyrir öryggi lýðræðisins sem er hluti af Marshall-sjóði Bandaríkjanna í Þýskalandi, segir að áróðurinn um mögulega uppreisn lögreglumanna sé í anda tilraun rússneskra stjórnvalda til að ala á vantrausti í garð vestrænna ríkisstjórna og draga upp þá mynd að frjálslyndu lýðræði fari hnignandi í heiminum. Áróðurinn á Twitter endurómar frásagnir rússneskra ríkisfjölmiðla eins og Spútnik og RT sem hafa haldið því fram að franska lögreglan styðji ekki Macron heldur mótmælendurna. Þær fréttir eru sagðar byggjast á vafasömum heimildum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur einnig reynt að nýta sér mótmælin í Frakklandi í eiginhagsmunaskyni, bæði til að koma höggi á Macron og til að bauna á Parísarsamkomulagið í loftslagsmálum sem hann ætlar að segja Bandaríkin frá. Opinber rannsókn stendur yfir á því hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld í forsetakosningunum árið 2016. Bandaríska leyniþjónustan telur að stjórnvöld í Kreml hafi beitt sér til að hjálpa Trump, þar á meðal með áróðursherferð á samfélagsmiðlum eins og Twitter og Facebook. Bandaríkin Donald Trump Frakkland Rússland Tengdar fréttir Hundruð handteknir í Parísarborg: „Maður sá bara þennan ótta“ Mikill viðbúnaður er í París vegna mótmæla Gulu vestanna. Búið er að girða af helstu ferðamannastöðum borgarinnar og þá hafa kaupmenn skellt í lás. 8. desember 2018 11:38 Hætta við skattahækkunina Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta við fyrirhugaða díselskattshækkun sem leitt hefur til hatrammra fjöldamótmæla í landinu. 4. desember 2018 07:55 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sjá meira
Um sex hundruð Twitter-reikningar sem vitað er að tala máli stjórnvalda í Kreml beina nú kröftum sínum í að kynda undir mótmæli „gulu vestanna“ svonefndu gegn ríkisstjórn Emmanuels Macron í Frakklandi. Rússneskir hakkarar eru taldir hafa reynt að brjótast inn í tölvupóst framboðs hans í fyrra. Hörð mótmæli hafa geisað í París og víðar undanfarna daga. Mótmælendurnir klæðast gulum vestum sem þeir kenna sig við. Hátt í tvö þúsund manns voru handtekin í mótmælunum í gær. Upphaflega beindust mótmælin að fyrirhuguðum hækkunum á gjöldum á eldsneyti en þau hafa haldið áfram jafnvel eftir að Macron dró í land með þær í vikunni. Að sögn Bloomberg-fréttastofunnar er mest notaða myllumerkið hjá rússnesku Twitter-síðunum nú #giletsjaunes, gulu vestin á frönsku. Yfirleitt beina síðurnar sjónum sínum að breskum og bandarískum fréttum. Tístin ganga mörg út á að franskir lögreglumenn séu við það að gera uppreisn sem virðist þó ekki eiga við nein rök að styðjast. Bret Schafer, samfélagsmiðlasérfræðingur Bandalags fyrir öryggi lýðræðisins sem er hluti af Marshall-sjóði Bandaríkjanna í Þýskalandi, segir að áróðurinn um mögulega uppreisn lögreglumanna sé í anda tilraun rússneskra stjórnvalda til að ala á vantrausti í garð vestrænna ríkisstjórna og draga upp þá mynd að frjálslyndu lýðræði fari hnignandi í heiminum. Áróðurinn á Twitter endurómar frásagnir rússneskra ríkisfjölmiðla eins og Spútnik og RT sem hafa haldið því fram að franska lögreglan styðji ekki Macron heldur mótmælendurna. Þær fréttir eru sagðar byggjast á vafasömum heimildum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur einnig reynt að nýta sér mótmælin í Frakklandi í eiginhagsmunaskyni, bæði til að koma höggi á Macron og til að bauna á Parísarsamkomulagið í loftslagsmálum sem hann ætlar að segja Bandaríkin frá. Opinber rannsókn stendur yfir á því hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld í forsetakosningunum árið 2016. Bandaríska leyniþjónustan telur að stjórnvöld í Kreml hafi beitt sér til að hjálpa Trump, þar á meðal með áróðursherferð á samfélagsmiðlum eins og Twitter og Facebook.
Bandaríkin Donald Trump Frakkland Rússland Tengdar fréttir Hundruð handteknir í Parísarborg: „Maður sá bara þennan ótta“ Mikill viðbúnaður er í París vegna mótmæla Gulu vestanna. Búið er að girða af helstu ferðamannastöðum borgarinnar og þá hafa kaupmenn skellt í lás. 8. desember 2018 11:38 Hætta við skattahækkunina Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta við fyrirhugaða díselskattshækkun sem leitt hefur til hatrammra fjöldamótmæla í landinu. 4. desember 2018 07:55 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sjá meira
Hundruð handteknir í Parísarborg: „Maður sá bara þennan ótta“ Mikill viðbúnaður er í París vegna mótmæla Gulu vestanna. Búið er að girða af helstu ferðamannastöðum borgarinnar og þá hafa kaupmenn skellt í lás. 8. desember 2018 11:38
Hætta við skattahækkunina Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta við fyrirhugaða díselskattshækkun sem leitt hefur til hatrammra fjöldamótmæla í landinu. 4. desember 2018 07:55