Heiðruðu minningu litla drengsins sem lést Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. desember 2018 23:30 Móðir Abdullah, Shaima Swileh, fékk loksins að faðma son sinn fáeinum dögum áður en hann lést. Vísir/AP Syrgjendur í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum heiðruðu í dag minningu tveggja ára jemensks drengs, Abdullah Hassan, sem lést í gær á sjúkrahúsi í Oakland. Mál drengsins rataði í fjölmiðla vegna langrar og strangrar baráttu móður hans við bandarísk stjórnvöld um inngöngu í landið. Faðir Abdullah, Ali Hassan, og móðir hans, Shaima Swileh, giftu sig í Jemen árið 2016 en fluttust þaðan til Egyptalands. Ali er bandarískur ríkisborgari en Shaima er það ekki. Þegar ljóst var að Abdullah þyrfti að komast undir læknishendur í Bandaríkjunum vegna ólæknandi erfðasjúkdóms freistaði Shaima þess að sækja um vegabréfsáritun. Það gekk hins vegar ekki sökum ferðabanns Trumps Bandaríkjaforseta sem meinar ríkisborgurum frá Jemen og fleiri múslimalöndum að ferðast til Bandaríkjanna. Hjónin sættust að endingu á að Ali færi með Abdullah til Kaliforníu þar sem sá síðarnefndi var lagður inn á sjúkrahús. Ástand hans versnaði stöðugt og fljótlega var útséð um að honum væri ekki hugað líf. Foreldrar hans voru orðnir vonlitlir um að Shaima kæmist til sonar síns í tæka tíð – og það hafðist ekki fyrr en samtök um tengsl Bandaríkjanna og íslam kærðu ákvörðun yfirvalda um að meina Shaimu inngöngu í landið. Hún komst loks til Bandaríkjanna rétt fyrir jól og missti því ekki af síðustu augnablikum í lífi sonar síns, sem hafði verið haldið á lífi með öndunarvél.Frá jarðarför Abdullah í Kaliforníu í dag.AP/Daisy NguyenFjöldi manns var samankominn við jarðarför Abdullah í dag. AP-fréttastofan greinir frá því að imaminn Muhammad Younus hafi stýrt bænahaldi áður en Abdullah var lagður til hinstu hvílu í nærliggjandi kirkjugarði. Ferðabann Trumps hefur verið harðlega gagnrýnt frá því að það var fyrst kynnt til sögunnar í janúar árið 2017. Bannið meinar fólki frá Jemen, Íran, Líbíu, Sómalíu, Sýrlandi, Norður-Kóreu og Venesúela að ferðast til Bandaríkjanna. Afar fáir hafa hingað til fengið undanþágur frá banninu líkt og Shaima. Bandaríkin Donald Trump Egyptaland Íran Jemen Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Trump fagnar sigri eftir að hæstiréttur staðfesti ferðabann hans Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur staðfest að umdeilt ferðabann Donalds Trumps forseta standist stjórnarskrá. 26. júní 2018 15:04 Fleiri lönd bætast á ferðabannslista Bandaríkjanna Ferðabann Bandaríkjanna tekur nú til Norður-Kóreu, Venesúela og Tsjad. 25. september 2017 07:47 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Syrgjendur í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum heiðruðu í dag minningu tveggja ára jemensks drengs, Abdullah Hassan, sem lést í gær á sjúkrahúsi í Oakland. Mál drengsins rataði í fjölmiðla vegna langrar og strangrar baráttu móður hans við bandarísk stjórnvöld um inngöngu í landið. Faðir Abdullah, Ali Hassan, og móðir hans, Shaima Swileh, giftu sig í Jemen árið 2016 en fluttust þaðan til Egyptalands. Ali er bandarískur ríkisborgari en Shaima er það ekki. Þegar ljóst var að Abdullah þyrfti að komast undir læknishendur í Bandaríkjunum vegna ólæknandi erfðasjúkdóms freistaði Shaima þess að sækja um vegabréfsáritun. Það gekk hins vegar ekki sökum ferðabanns Trumps Bandaríkjaforseta sem meinar ríkisborgurum frá Jemen og fleiri múslimalöndum að ferðast til Bandaríkjanna. Hjónin sættust að endingu á að Ali færi með Abdullah til Kaliforníu þar sem sá síðarnefndi var lagður inn á sjúkrahús. Ástand hans versnaði stöðugt og fljótlega var útséð um að honum væri ekki hugað líf. Foreldrar hans voru orðnir vonlitlir um að Shaima kæmist til sonar síns í tæka tíð – og það hafðist ekki fyrr en samtök um tengsl Bandaríkjanna og íslam kærðu ákvörðun yfirvalda um að meina Shaimu inngöngu í landið. Hún komst loks til Bandaríkjanna rétt fyrir jól og missti því ekki af síðustu augnablikum í lífi sonar síns, sem hafði verið haldið á lífi með öndunarvél.Frá jarðarför Abdullah í Kaliforníu í dag.AP/Daisy NguyenFjöldi manns var samankominn við jarðarför Abdullah í dag. AP-fréttastofan greinir frá því að imaminn Muhammad Younus hafi stýrt bænahaldi áður en Abdullah var lagður til hinstu hvílu í nærliggjandi kirkjugarði. Ferðabann Trumps hefur verið harðlega gagnrýnt frá því að það var fyrst kynnt til sögunnar í janúar árið 2017. Bannið meinar fólki frá Jemen, Íran, Líbíu, Sómalíu, Sýrlandi, Norður-Kóreu og Venesúela að ferðast til Bandaríkjanna. Afar fáir hafa hingað til fengið undanþágur frá banninu líkt og Shaima.
Bandaríkin Donald Trump Egyptaland Íran Jemen Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Trump fagnar sigri eftir að hæstiréttur staðfesti ferðabann hans Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur staðfest að umdeilt ferðabann Donalds Trumps forseta standist stjórnarskrá. 26. júní 2018 15:04 Fleiri lönd bætast á ferðabannslista Bandaríkjanna Ferðabann Bandaríkjanna tekur nú til Norður-Kóreu, Venesúela og Tsjad. 25. september 2017 07:47 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Trump fagnar sigri eftir að hæstiréttur staðfesti ferðabann hans Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur staðfest að umdeilt ferðabann Donalds Trumps forseta standist stjórnarskrá. 26. júní 2018 15:04
Fleiri lönd bætast á ferðabannslista Bandaríkjanna Ferðabann Bandaríkjanna tekur nú til Norður-Kóreu, Venesúela og Tsjad. 25. september 2017 07:47